Wednesday, 04 December 2013 18:23

200 hestafla rafmagnshjól

Eftirfarandi frétt tekin af visi.is

Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km.

Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli.

Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið.

http://visir.is/200-hestafla-rafmagsmotorhjol/article/2013131209783

 

Read 7186 times Last modified on Wednesday, 04 December 2013 18:26