Sunday, 29 June 2014 21:03

#27 frá Óla bruna - Yamaha FZ-09 2014

Margur er knár þó hann sé smár= Yamaha FZ-09 2014.

 

Okkur er sagt að það sé búið að vera bíða eftir útkomu þessa hjóls í nokkuð langan tíma og það hafi mörgum dreymt um nakið sporthjól sem er er undir 1000 cc en sé samt vel yfir hundrað hestar og nú hefur sá draumur ræst og Yamaha (heimaha segja sumir uss uss) kynnir til sögunar FZ-09 sem er með 847 kúbik sentrimetra, þriggja strokka mótor og hestöfl eru sögð heil 115, togið er 65 foot lb-ft og hjólið vigtar um 414 lbs, já og verðið er sagt mjög svo samkeppnishæft. Þetta hjól er alveg nýtt frá grunni, nema kannski handföng, stefnuljós og svona smádót sem skiptir ekki meginmáli. Og framleiðandi segir: Þetta er ekki neitt svona parta hjól smíðað úr hlutum frá öðrum hjólum frá Yamaha. Og prufuökumenn segja: Við sjáum það fljótt bara með því að bara að horfa á álgrindina og álafturgaffal að þetta er alveg ný græja. Þriggja strokka mótorinn er alveg nýr frá grunni, en eins og menn vita þá hefur bretinn notað þrjá strokka í mjög mörg ár í sín mótorhjól, við munum allir eftir t.d. Triumph Trident og BSA Rocket Three og svo auðvitað nýju hjólin frá Triumph en það er nú allt allt önnur saga. Yamaha menn hafa smíðað ótrúlega flottan mótor frá grunni, t.d. eru sog greinar í misjafnir lengd sem gerir það að verkum að mótor er að gefa flottan kraft bæði niðri og á uppi sem og gott tog.  Sog greinar á beinu innspýtingunni eru 41mm frá Mikuni sem senda loft og bensín beint að innsogsventlum og þannig er aldrei hik við inngjöf, þessi heildarsmíði mótors gerir hann mjög „nettan“ . Þessi nýja innspýting er kölluð YCC-T og nú er allt rafmagnsknúið þ.e. engir barkar frá innspýtingu uppí stýri= ride by wire. Svo er líka hægt að stilla inngjöf eins og á öllum alvöru hjólum í dag, nema kannski Bandit !! Það eru þrjár stillingar í boði: Standard-Borgar- og svo sport til að spara framhjólbarða ! Yamaha verksmiðjurnar voru með eitt aðallega í huga við hönnun FZ-09 hjólsins, að hafa það eins létt og mögulegt er og svo líka nett. Gírkassi er sex gíra, pústkerfi er þrír í einn. Prufuökumenn sögðu að það væri eins og að setjast uppá 250cc hjól að sitja nýju FZtuna. Skiljanlega bara þrír strokkar og svo er álgrindin svona yfir mótor en ekki utanum og með þessu er hjólið tveimur tommum „grennra“ en forveri þess FZ8. Fjöðrun er KYB bæði framan og aftan, en að framan eru þetta USD (uppsidedown) 41mm frampípur og fram sem og afturfjöðrun er stillanleg í báðar áttir (pre load og rebound). Bremsur eru fjögurra stimpla frá ADVICS/Brembo að framan og diskar eru 298mm fljótandi, en að aftan er það einn diskur 245mm og bremsudæla er frá Nissan. Stýri er hærra og afturbeygðara heldur en á FZ8 hjólinu sem og að standpedalar eru 26mm neðar en á FZ8 og áseta því mjög þægileg, þannig að jafnvel eldri borgurum líður bara vel. Felgur eru 10 bita úr áli og eru sérhannaðar fyrir FZ-09una, hjólbarðar eru frá Dunlop heita Sportmax og einnig getur hjólið komið á Bridgestone Balllax Hypersport og sama með hjólbarða þeir eru hugsaðir sérstaklega fyrir þetta hjól. Jæja aðalatriðið hvernig er að aka hjólinu ? Jú byrjað var í Los Angeles og þar eru götur ekki sérlega góðar og tómar misfellur sem og holur bara misstórar. FZtan tók þetta allt með stæl, fjöðrun er það góð að jafnvel á ójöfnum vegi í beygju fannst ökumönnum þeir hafa góða stjórn á hjólinu, togið er líka það gott að það hjálpar mikið. Bremsur eru virkilega góðar þannig að þrátt fyrir gífurlega bifreiðaumferð og mis ruglaða ökumenn sem virða mótorhjólamenn mis mikið, leið prufuökumönnum bara nokkuð vel voru með þetta „under control“  og hjólið er ekki með ABS !!  Flestum leiðist innanbæjarakstur á mótorhjóli, en þrátt fyrir allt framangreint fannst mönnum aldrei leiðinlegt þarna í allri stöppunni, því FZtan var svo skemmtileg ef segja má svo, bara át þetta alltsaman án hiks eða hnökra. Síðan tók við akstur á skemmtilegum hraðbrautum sem og sveitavegum og þarna var hjólið komið á sitt svæði, langir beinir kaflar og svo þröngar og aflíðandi beygjur til skiptis. Þarna var þriggja strokka mótorinn að virka jafn vel og nokkuð stærri hjól þ.e. þessi 1000cc hjól. Ekkert mál er að lyfta framdekki í framúr akstri, en samt er þetta engin prjónamaskína, togið og aflið er bara jafn og þétt. Samt er alltaf hægt að finna að einhverju og prufuökumenn töldu FZuna of há gíraða í fyrsta gír, en samt ekki mjög leiðinleg hlutföll á milli gíra, heldur kannski að halda þarf hjólinu á snúning, allavega muna eftir því (stundum tala þeir um gott tog og svo er farið að kvarta !!) Svipað er sagt um R 1 hjólið svo kannski er þetta bara vörumerki Yamaha ha !! Þegar tekið var hressilega á því þarna fyrir utan borgina, þá var fjöðrun ekki jafn góð, því hjólið vildi „skoppa“ til ef snúið var uppá rörið útúr beygjum, hugsanlega má stilla fjöðrun betur, en framfjöðrun þótti helst til of mjúk af sporthjóli að vera. En aftur sagt hjólið er svo skemmtilegt að þetta hér um bil gleymist. Hvað mætti vera betra á FZunni ? Beina innspýtingin mætti vera betur stillt og eins og áður sagt framfjöðrun. En niðurstaðan er samt virkilega flott og skemmtilegt nakið sporthjól (eins og þau eiga að vera) hentar í flest, innanbæjar, utanbæjar að stinga Bandit af og svo bara hefðbundin ferðalög með mömmu með og einhvern farangur, ekki má gleyma verðinu því hjólið er ódýrara en flest sambærileg hjól t.d. eins og Triumph Speedtriple, Honda CB1000R eða Kawi Z1000 sem er reyndar nokkuð mörgum hestum aflmeiri. Þeir gefa hjólinu góða einkunn af 10 mögulegum fær hjólið 8.

Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni

Read 2870 times