Wednesday, 09 July 2014 22:32

Tólf daga mótorhjólaferðalag á erlendri grund

Fyrir marga hjólamenn er ár án mótorhjólaferðalags í útlöndum magurt hjólaár, af hverju ætti það nú að vera jú það er margt sem spilar þar inní, nýtt umhverfi, allt nýtt að sjá, hugsanlega önnur mótorhjól en eigin hjól (komum betur að því síðar) og kannski það sem spilar oft mikið inní hjá okkur mörlandanum VEÐRIÐ !! En hvert er best að fara er eflaust fyrsta spurningin ? norðurlöndin eða Evrópa ? Hin stóra Ameríka ? Á eigin hjóli? Að leigja ? Hvað marga daga í ferðina ? Og svo auðvitað atriði nr. eitt tvö og þrjú ! Hvað vill húsbóndinn (maki) !! Fyrir nokkuð mörgum mánuðum settumst við niður nokkrir félagar í Göflurum (þrír) og ræddum ofangreinda möguleika og hvert væri nú mest spennandi að fara o.s.frv. Endanleg niðurstaða var að sjálfsögðu tekin af yfirvaldinu þ.e.a.s. okkar eiginkonum !!! Það skildi vera guðs eigin land= USA og þá Denver Colorado, byrja þar og enda þar og hjóla í tólf daga í gegnum fjögur fylki. Af hverju ekki norðurlöndin eða Evrópa og þá á eigin hjóli ? Er ekki dýrt að leigja mótorhjól þarna í útlandinu ? Jú ekki spurning, en við verðum að skoða málið frá öllum hliðum (sem eiginkonur okkar gerðu !!) Það er hvernig á að flytja hjólið, í gám, fara með Norrænu og sá tími sem fer í það, já missa hjólið í marga daga ef sent með gám. Dekkjaslit, slit á hjóli, olíuskipti o.fl. það verður að taka þetta allt með í dæmið. En það er ómögulegt að vera ekki á eigin hjóli segja sumir, ja hugsanlega en þetta er ekki hestur sem maður hefur tamið og notkun er aðeins til skamms tíma. En hvað leigir maður í USA ? Jú Hardley Moving Davidson = Harley og áður en lengra er haldið þá er best að telja upp ferðalangana og þá skilja lesendur líka betur af hverju Harley varð fyrir valinu !! Fyrstan skal telja Sigurjón Andersen og Önnu, Reynir Baldursson og Karítas og svo undirritaður og hún Ása. Og þið lesendur góðir skiljið nú betur af hverju Harley var leigður en ekki t.d. Honda Vængur eða jafnvel BMW, jú Sigurjón er mikil leyniaðdáandi Harley og telur reyndar að allt sem kemur frá USA sé toppurinn nema Ford. Snúum okkur nú loksins að ferðinni, en hún hófst 22. maí og þá tveim dögum fyrr en áætlað var vegna ýmissa hugsanlegra verkfalla. Flugum til Denver og þar voru teknir fjórir undirbúningsdagar ásamt skoðunarferðum á bílaleigubíl, jú eitthvað aðeins litið í verslanir/Mall því Reynir elskar að fara í búðir og bara samkjaftar ekki ef stefnt er á verslun :-)

Einnig var farið í einar fimm mótorhjólaverslanir því Óli þurfti að finna einhverja sérstaka mótorhjólaskó, sumir keyptu sér hjálm, aðrir „chaps“ ofl ofl

Það var síðan mánudaginn 26. maí sem náð var í draumhjólin hans Sigurjóns, hjá Harley umboði nokkru sem heitir Thunder Mountain Harley Davidson og er staðsett um einni klst. norðan megin við Denver. Þarna biðu okkar þrír nýir pysluvagnar (touring hjól) af Ultra Classic Limitid gerð. Já þessar græjur voru með öllu, ABS, krúsi, GPS, hita í handföngum ofl ofl. Ég held að ég hafi aldrei séð Sigurjón brosa jafn mikið við að sjá þessar flottur græjur, ég og Reynir fengum rauð hjól en Sigurjón sér lit: svona grátt. Smá tíma tók að kenna mönnum á alla þessa takka og stýringar og hlaða hjólin farangri, en á þeim eru þrjár töskur, tvær hliðar og topptaska/kassi. Við strákarnir fengum hluta af annarri hliðartöskunni en húsbændur vorir fengu rest undir sitt dót.





Fyrsti leggur ferðarinnar var til Colorado Springs en þar skildi gist fyrstu nóttina á ferðalagi okkar, ekki mikið að segja um þessa leið því hún var tekin með stæl að miklu leiti á hraðbraut, svo sem ekkert spennandi en jú maður er að hjóla og það er það sem skiptir mestu máli, einnig ágætt við að kynnast hjólunum sem og umferðinni. Næsti dagur var tekin snemma og stefnan tekin á Alamosa og var það nokkuð fyrirfram ákveðið plan að taka daginn snemma hvern dag og því væri hægt að stoppa oftar á áhugaverðum stöðum til að taka ljósmyndir (látum ljósmyndir segja ferðasöguna annars verður hún enn lengri en hún er þegar !!), spjalla og vera til sem og að vera komin á næsta áfangastað á skynsamlegum tíma, getað skoðað sig um og tekið smá tíma við sundlaugina, já ég sagði sundlaugina, það skal tekið fram að þetta voru alls ekki dýr hótel sem gist var á, þannig að Sigurjón (uss hann tekur mig í gegn) náði að liggja í sólbaði nær daglega, hvernig mótorhjólatúr er þetta eiginlega spyrja einhverjir örugglega, hætta snemma að hjóla og vera við sundlaugar/heita potta !! Jú þetta er nú líka sumarfrí með húsbóndanum og þeir ráða er það ekki !!

Þarna á fyrstu dögum hjólaferðalagsins kom í ljós að það er nær ekkert til að borða í USA nema eitthvað sem heitir Sssesar salat eða eitthvað svipað og því upphófst mikil neysla á grænmeti með viðeigandi meltingartruflunum og sagan segir að nær allir ferðalangarnir hafi skilið eftir slatta af kílóum í USA og maður bara skilur ekki að það skuli vera til fólk í yfirvigt í USA !!!

Á leiðinni að Alamosa var skoðuð hæsta víra/tengibrú heimsins sem og smá skarð/gjá sem heitir Royal Gorge sem er um 1000 fet að dýpt.

Frá Alamosa var stefnan tekin á einn fallegasta smábæ í USA Santa Fe, þarna var gist tvær nætur (já maður verður að hvíla sig líka gamli). Þessi bær bær byrjaði að byggjast upp árið 1610, þarna er mikið að sjá við að skoða kirkjur, indjánamarkaði og svo auðvitað að liggja í sólbaði !!!



M

Frá Santa Fe var stefnan tekin á Gallup með viðkomu á landareign Reynis og Önnu (ja allavega fjölskyldueign), en svæði þetta heitir Los Lunas og er svona hálfgerð eyðimörk en með litlum bæ.



Þarna voru gerð bestu skókaup aldarinnar þegar Óli og Sigurjón keyptu sér „flip flop“ inniskó sem eru gæddir þeim eiginleikum að það skiptir ekki máli að fara í krummaskó, því þessir skór snúa alltaf í vitlausa átt.
Gallup er gamall námabær og þekktur fyrir að sölu á svona indjána minjagripum ofl. Næsti áfangastaður var Sedona og á leiðinni þangað er mikið að sjá t.d. (reyni að þýða þetta) steinrunni garðurinn, virkilega fallegt svæði, sem og auðvitað ef ég er með þetta í réttri röð, einn stærsti loftsteinagígur jarðarinnar.





Ekki má gleyma viðkomu í Winslow Arisona, en hljómsveitin Eagles gerði þennan bæ ódauðlegan með laginu Standing on the corner of Winslow Arisona.





Aðkoma að bænum Sedona er einu orði sagt stórkostlegt augnakonfekt og bærinn sjálfur virkilega fallegur, allir sammála um að þarna væri gaman að koma aftur.

Að venju næsti morgun tekin með stæl og nú er stefnan tekin á Grand Canyon og það þarf lítið að segja frá þeim stað held ég, þennan stað þekkja allir af máli og myndum, þarna væri hægt að eyða allavega tveimur til þremur dögum í að skoða, allavega fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og stórkostlegu útsýni. Þyrluflug er nær ómissandi en kostar nokkuð mikið, við Ása fórum í eina slíka fyrir nokkrum árum, en Ása fæst ekki aftur, eitthvað tal um lofthræðslu !!



Jæja lögð á stað aftur og nú á að aka um svæði Jóns Væna og Lukku Láka ofl frægra manna í
cowboy sögum en þetta er Mexican Hat og Monument Valley og aðeins ljósmyndir geta sagt frá þessum stöðum, orð verða hálf hjákátleg. Þetta er svæði sem allir verða sjá á sinni lífsleið og þó maður hafi komið þarna áður þá stendur maður alltaf „dolfallinn“.



Jú einnig einhvers staðar á þessari leið (minnir mig) er líka minna þekktur staður með tveimur steinsúlum sem kallaður er Fílafætur.

m

Frá þessu stórkostlega svæði liggur leiðin til Durango og á leiðinni þangað er komið við á stað sem lætur í raun lítið yfir sér en er mjög sérstakur því þar koma saman á einum stað fjögur fylki þ.e.a.s. Colorado-Utah-New Mexico-Arizona, þetta er eini staðurinn í USA sem slíkt gerist.



Eftir smá sólbað !!, grasát!! og svefn þá næsta morgun var stefnt á Gunnison og ferðin farin að styttast í annan endann. Þessi leið liggur um meðal annars yfir eitt stk. fjall og í um 7-8 þús. feta hæð og að bæ sem heitir Silverton sem er gamall námabær og eins og nafnið gefur til kynna þarna var grafið eftir silfri. Á leiðinni að Silverton þá fengum við þær upplýsingar að vegurinn væri lokaður frá Silverton til Gunnison vegna skriðufalla og væri ekki opnaður fyrr en kl. 12:30 og þá opin í eina klst. síðan ekki fyrr en eftir kl. 19:00, svo við þurftum að bíða þarna í þessum fallega námabæ og skoðuðum okkur um. Þá eðlilega rak Sigurjón augun í Harley umboð á staðnum og segir á framhlið umboðsins að þetta sé hæsta Harley umboð heimsins, þ.e.a.s. staðsett hæst.

Nú var för áfram haldið og segi aftur að þessi leið frá Durango til Gunnison er virkilega falleg og liggur sums staðar um vegi í mikilli hæð þar sem lofthræðsla er ekki heppileg, vegir frekar mjóir á köflum og lítið um vegahandrið, en maður er alltaf öruggur á Harley með stýrimann á aftursætinu sem lætur mann vita reglulega hvort maður aki of hratt, of hægt, hvenær á að stoppa, hvenær á að borða, hvenær á að pissa o.s.frv. !!



Í Gunnison hittum við í heita pottinum, já já þetta er mótorhjólaferð, nokkra eldri ameríkana (með húsbændur með) sem allir voru á Hondu Væng þríhjólum, með kerrur aftaní. Þeir sögðu að þetta væri virkilega þægilegur ferðamáti fyrir eldri borgara. Sögðust allir hafa hjólað mjög lengi en þegar aldurinn hafi sagt þeim að tvö hjól undir þeim væru ekki örugg lengur þá hafi þeir skipt yfir í þríhjólin, þeir væru enn að hjóla og hefðu þarna bætt mörgum árum við í hjólamennskunni.

Við þarna þessir þrír íslendingar sem allir erum kornungir sögðumst ætla að skoða þennan hjólamáta eftir ca. 20 ár!!! En öllu gamni slepptu þá er þarna möguleiki að bæta við mörgum árum við áhugamálið, nei lífið og hjóla fram í rauðan dauðann eins og sagt er. Næsta morgun var haldin langur og strangur ferðafundur því nú átti að leggja í fjöllin há og blá, nú var stefnt á Grand Lake og þar liggur vegurinn sumstaðar í 12000 fetum, en þessi fundur var vegna veðurspá, því hún gerði ráð fyrir þó nokkurri rigningu á leið okkar og mjög lágu hitastigi. Rigning í USA er dulítið annað fyrirbæri en á Íslandi, þetta er svona háþrýstiþvottur með mjög oft svona í bland hagléljum. Ekki var mikið um regngalla með í för og við sögðum sumir að við hefðum nú hjólað í rigningu á vestfjörðum svo þetta væri nú lítið mál, með eða án regngalla. En húsbændur ökumanna réðu för og sögðust sko ekki ætla að bleyta á sér hárið, með hjálma !!?? Svo niðurstaðan var sú að gera smá leiðabreytingu og rúlla að suðurhluta Colorado Springs, nokkuð falleg leið meðfram á einni nokkurn hluta leiðarinnar og ferðin að taka enda. Síðasti dagurinn á hjólum og nú skildi bruna í einum súperrikk til Loveland, en Harley umboðið er staðsett þar sem við hófum för okkar. Menn og húsbændur búnir að njóta ferðalagsins, hver á sinn máta, engin áföll, engin rigning og ekkert vesen, góður matur/gras, geta menn beðið um meira í tólf daga mótorhjólaferðalagi ? Sumir orðnir Harley aðdáendur og stefna á að kaupa jafnvel nokkur Harley hjól, því þeim mun fylgja allt Harley dótið sem Óli á !!! Það er fullt sem gleymist við svona skrif, en hvað sáum við fleira á ferðalagi okkar jú þó nokkuð af villtum dýrum í öllum stærðum, hittum fyrir einn ungan íslending á miðri leið okkar, en hann sagðist vera skiptinemi og ekki heyrt sitt ylhýra mál í ca. eitt ár ofl ofl ofl. Já eins og áður sagt hjólum skilað í góðu ástandi og síðan stutt ferðalag til Denver aftur og þar dvalið í tvo daga svo allir gætu nú verslað og verslað og verslað og verslað, segir sagan að næst verði bara farið í verslunarferð (bull).

Ég vil þakka samferðafólki mínu fyrir góða ferð, en það verði að skipta um fararstjóra í næstu ferð, því þessi sem leiddi þessa ferð var alltof frekur á þjórfé og sagði stöðugt: “Allt frítt er gott”.

P.s. hvað var mikið ekið er maður oftast fyrst spurður eftir svona ferðalag: Svarið er
“alveg nóg”.
Óli bruni.

Read 4545 times Last modified on Wednesday, 09 July 2014 23:29