Sunday, 03 August 2014 14:55

„Sannar“ hetjusögur mótorhjólamanna !!!!

„Sannar“ hetjusögur mótorhjólamanna  !!!!

Við höfum allir/öll heyrt sögur um ofsahraða á mótorhjóli, hafa stungið lögguna af, rétt sloppið við að lenda á stórum vörubíl, slæma vegi, hrikalegt veður o.fl.  o.fl. Jæja alltaf hægt að bæta við „sönnum“ sögum, því alltaf þegar mótorhjólmenn hittast þá koma sögur af hinu og þessu. Þessi hér gerist á bensínstöð þar sem gamall jálkur sem vinnur á stöðinni sér þegar ungur maður á mótorhjóli stöðvar við næstu bensíndælu:  Sá gamli segir, þetta er helvíti flott mótorhjól sem þú ert á, hvað er þetta, Harley, Kawasaki eða Honda ?? Nei segir sá ungi þetta er 450 Husaberg !! Nú segir sá gamli eitthvað nýtt frá hrísgrjónalandi !! Nú frá Svíþjóð, ég hélt nú bara að þeir gætu bara framleitt félagsmála-vandamál þessir Svíar !! Hvað kemst þetta hratt segir sá gamli, nú ekki nema í 140 km, uss uss þegar ég var ungur átti ég Harley Davidson árgerð 1949 og hann sko komst í 130 í öðrum gír skal ég sko segja þér og þegar maður skipti í þriðja lyfti hann framdekki !! og þín græja kemst bara í 140 !! Ja hérna segir sá gamli. Nú er þetta bara notað utanvega að mestu leiti, já nú skil ég betur, með þessi ræfilslegu dekk og þetta er allt svo lítið og hálf hallærislegt finnst mér segir sá gamli, bara með einn dempara að aftan. Hvað er svona græja þung, nú ekki nema 130 kg, uss uss maður verður nú að hafa einhverja vigt undir sér til að kalla þetta mótorhjól, gamli Harleyinn minn var sko yfir þrjúhundruð kíló, það var sko alvöru mótorhjól og fjöðrun var eins og á Kadilják. Maður þarf sko vigt og afl til að geta sagt að maður sé á mótorhjóli segir sá gamli. Heyrðu ungi maður segir sá gamli við hérna á stöðinni seljum sko fullt af bætiefnum í bensín, eitt þeirra eikur afl um ca. 30% þér veitti nú ekki af því að fá þér svoleiðis svo þetta sænska undur komist nú eitthvað áfram, ég seldi einum Hondu eiganda þetta efni um daginn og meira segja á Hondu komst hann yfir 200 km hraða skal ég segja þér, já alveg satt sagði mér það sjálfur og þessi Honda var bara 500 kúbik og tveggja strokka skal ég segja þér. Þetta er mjög ódýrt miðað við gæðin skal ég segja þér maður lifandi, nú þú vilt þetta ekki, skil ekki þennan ungdóm í dag. Heyrðu segir sá gamli hvaða dæld er þetta á hljóðkútnum hjá þér ?? Sá ungi orðin þreyttur á öllu bullinu og segir ég var að reyna að stökkva yfir Almannagjá og náði ekki alveg yfir. Nú segir sá gamli það er nú ekkert ég man hérna fyrir mörgum árum að ég og vinur minn Heimir sem sat aftaná vorum á langt yfir 200 km hraða á malarvegi þegar allt í einu að rolla með lamb í eftirdragi, hleypur í veg fyrir okkur, þú skilur það þíðir ekkert að reyna að hemla á mölinni sko, svo ég heyri Heimi öskra: Torfi Torfi, ég heit sko Torfi skítur sá gamli inní, beygðu til hægri !!! beygðu til hægri og ég gerði það segir sá gamli og hvað heldurðu ég Heimir og Harleyinn fljúgum fram af háum kanti, örugglega langt yfir 20 metra skal ég segja þér, svo ég öskra á Heimi að halda sér fast. Og nú eru góð ráð dýr segir sá gamli því fyrir neðan okkur Heimi er bara fullt af stóru grjóti, en svona 5-10 metra til vinstri við okkur er smá sandræma svo ég halla Harleyinum í loftinu og næ að lenda á þessum eina stað sem auður var af grjóti segir sá gamli og er nú orðin rauður í framan að rifja þetta allt upp !! Við Heimir lendum bara snyrtilega og þar sem það er sko alvöru fjöðrun á Harley þá er 20 metra stökk ekkert mál skal ég segja þér maður lifandi !! Jæja við náðum sko að stöðva á tveimur metrum, sko það voru sko alvöru borðabremsur á Harley. Við fáum okkur smá Pilsner til að róa taugarnar en sjáum svo fljótlega að það verður eftir að komast upp aftur úr þessu gili segir sá gamli. Nú segir Heimir við mig: Torfi þú bara ert ekki nógu kaldur að keyra nú tek ég við, því það þarf að taka á þessum græjum. Jæja segir sá gamli við reyndum við háa brekku uppúr þessu gili, en Harleyinn var bara of aflmikill svo við þurftu að hleypa aðeins úr afturdekki sko til að fá betra viðnám skal ég segja þér, þetta er sko gott að vita ungi maður að hleypa aðeins úr !! Þetta vissir þú ekki er það !!

Hvað ertu að flýta þér segir sá gamli við unga manninn á Husaberginu, heyrðu þú lætur það nú eftir mér að heyra söguna til enda segir sá gamli. Jæja við sko komust uppúr gilinu og sko spólandi alla leið, en skömmu síðar þá varð Harleyinn bensínlaus maður lifandi. Það voru um 50 km í næstu bensínstöð. Þá segir Heimir við mig: Torfi sérðu vörubílinn sem nálgast okkur, ég húkka sko far með honum !! Já sko segir sá gamli Heimir grípur bara í afturhluta vörubílsins þegar hann ekur fram hjá okkur og við bara teikum (þetta orð þekkja allir eldri borgarar, en það þíðir að hanga aftan í bíl) að næstu bensínstöð og þar sem Harley er svo lipurt mótorhjól þá var þetta ekkert mál þó við værum tveir á hjólinu, sko hann Heimir er sko hraustur maður skal ég nú segja þér, er sko enn að æfa þó gamall sé. Nú við bara rúllum þetta áfram, en svo allt í einu þá beygir helvítis vörubíllinn áður en við komum að bensínstöðinni, Heimir sleppir en þá höfðu gömlu skórnir hans fest í einhverju á vörubílnum (laus sóli),  ég öskra Heimir Heimir þér var nær að hafa ekki tímt að kaupa þér nýja mótorhjólaklossa !! Nú segir sá gamli ég hélt að löppin myndi bara rifna af aumingja Heimi, en hann er sko svo hraustur maður lifandi. En svona vorum við sko dregnir áfram í allavega 5 klukkustundir skal ég sko segja þér, hvað ekki fara ungi maður segir sá gamli,ég er ekki búin með söguna !! Sá gamli heldur áfram það var sko eins gott að við áttum nóg af pilsner og vorum líka með brauð sem við borðuðum þarna í þessum drætti. Við höfðum reynt að öskra á vörubílstjórann en hann heyrði ekki neytt, þá datt Heimi snjallræði í hug tók eina tómu pilsner flöskuna og henti henni fram fyrir vörubifreiðina svo hún lenti á húddinu (vélarhlíf) og þá stöðvaði loksins helvítis vörubílstjórinn eftir 5 klukkustunda ferðalag !! En nú var annar skórinn hans Heimis alveg ónýtur segir sá gamli. Nú við fengum sko enga hjálp frá þessum helvítis vörubílstjóra, hann bara skildi okkur eftir þarna bensínlausa og með ónýtan mótorhjólaklossa, drykkjar og matarlausir maður lifandi. Nei nei bíddu aðeins ekki fara segir sá gamli við unga Husaberg manninn, sko þá allt í einu kemur þessi líka flotta blondína á svaka flottum bíl, hún var sko með þau stærstu brjóst sem ég hef séð sko. Nei nei ekki fara segir sá gamli við þann unga, en Husaberg maðurinn er bara rokinn í burtu og sagan ekki öll sögð, óþolinmæðin í þessu unga fólki í dag segir sá gamli við sjálfan sig, má ekki vera að neinu, ekki einu sinni að hlusta á góðar sannar mótorhjólasögur.

Óli bruni.

Read 3912 times