Wednesday, 03 September 2014 18:42

2015 Harley Davidson Street 750 vatnskældur

Jæja það eru tveir menn búnir að væla !! mikið í mér að ekkert sé skrifað um draumhjólið þeirra Harley Davidson, þessir kæru félagar eiga báðir HONDUR og annar þeirra á líka Harley og hinn Súkku.
Súkku eigandinn hefur ekki hætt að tala um gæði Harley eftir að hann leigði sér eitt í USA í sumar, en öllu hefðbundu bulli slepptu (sem má birta mín vegna) þá er hér grein (sem allir lesa !!) um þessa nýju græju frá Harley og hún er sko vatnskæld, er hugsuð fyrir yngri kaupendur sem og eldri borgara (þessir tveir hér að ofan !!). 

Óli bruni (Mr. BURN)

 

2015 Harley Davidson Street 750 vatnskældur

 

Jæja hér ætlum við að fjalla um það nýjasta frá Harley verksmiðjunum og í raun alveg nýtt frá Harley allavega frá því V-Rod var kynntur til sögunar hér um árið. Hér er hjól sem höfða á til yngri aldurshóps hjólamanna og ekki veitir af segja sumir því gömlu loftpressurnar virðast ekki alveg ná til þeirra yngri. Ekki byrjuðu þessar prufur vel á  þessu nýja hjóli því stýrislegur höfðu verið of hertar á prufuhjólunum, en eins og menn vita þá bila Harley aldrei en stundum koma fram svona smá verksmiðjugallar ! En þessu var reddað með öðru hjóli til að prufa. Svona við fyrstu sýn líkist hjólið dulítið V-Rod en strax við fyrstu metrana þá kom í ljós að hjólið „höndlar“ betur en V-Rod, svona hlutlaust í beygjum og leggst vel inní þær án átaka. Þyngdarpuntur er neðarlega og hægt að leggja hjólið nokkuð vel án þess að eitthvað rekist niður. Street hjólið krúsar létt á 70 mílunum og virkar vel í lengri akstri þrátt fyrir að vera frekar lítið mótorhjól. Það vigtar um 500 pund með fullum bensíntank, sætishæð er 28.3 tommur (já já menn verða bara að snúa þessu yfir í kg og cm með apppppinu sínu). Hjólið var Dyno testað og niðurstaðan var nú svona og svona: Hestöfl 57.6 við 7955 rpm (snúninga) og togið var 43.2 lb.ft. við 3790 rpm, ekki svo slæmt af 750cc tveggja strokka hjóli. Það verður að koma því að það vantar nauðsynlega snúningshraðamælir á þetta hjól, en gleymum ekki að það má kaupa hann sem aukahlut fyrir lítið ! Á Dynobekknum var hjólið á 4.500 snúningum á 70 mílunum í sjötta gír, en útsláttur er við 8000 snúninga. Togið er gott í Streetinum er kannski ekki alvega á pari við t.d. 883 Sportinn, en hestöflin bæta vel fyrir það auk þess sem Streetinn snýst miklu meira, því hann er með keðjudrifna yfirliggjandi knastása og fjóra ventar á hvern strokk. Ekki er hægt að skrifa neina grein án þess að HONDA komi ekki við sögu og þá er gerður samanburður á NC700X Hondunni með útslátt á hæsta snúning en Honda gefur upp öndina á 6500 snúningum (slær út) komum að einu alvöru hjóli sem er Ducati Monster 696cc sem er gefin upp 65 hestar (við mótor) og togið er 44 lb.ft., svo Streetinn er bara að skila góðum niðurstöðum í afli og togi, ekki oft sem Harley gerir það miðað við verð. Streetinn er 4.6 sekúndur í 100 km hraða og fer ¼ míluna á 13.69 sekúndum og nær 93.8 mílna hraða, það tekur já NC700X Honduna 13.86 sekúndur að fara ¼ míluna og Hondan nær 94.2 mílna hraða. En berum saman tvo Harleyja þ.e.a.s. 883 Iron Sportsterinn og Streetinn á ¼ mílunni, þar tekur Streetinn, Sportsterinn í nefið því það tekur Sporsterinn 14.53 sekúndur að fara ¼ míluna og hann aðeins 90.8 mílna hraða. Til að það sé öruggt að fara hratt þá er nauðsyn að hafa góðar bremsur og þar fara málin að vandast aðeins, ja eins og var algengt hérna á árum áður hjá Harley, þ.e. lélegar bremsur. Það þarf að taka hressilega á frambremsu sem og afturbremsu til að hægja á Steetinum og þegar bremsur versna eftir því sem oftar er tekið hressilega á þeim, en það er einn diskur að framan og bremsudæla er með tveimur stimplum. Mælingar sýna að frá 100 km hraða tekur það 152 fet að stöðva Streetinn, en Harley verksmiðjurnar segjast vera að skoða þessi mál betur. Áseta er góð fyrir ökumann, en fyrir farþega er frekar þröngt ef segja má svo, en þröngt mega sáttir sitja segir einhversstaðar. Verðið á Streetinum er vel samkeppnisfært allavega í USA. Svo má líka skoða litla bróðir 750 Street hjólsins sem er mjög svipað en er 500 cc. Þarna eru komin tvö hjól sem örugglega höfða til yngri kaupenda, ja allavega vona Harley firmað það, hver verður fyrstur til að kaupa svona græju, ég veðja á einn í Vestmannaeyjum sem á HONDU sem og Harley og svo einn í Hafnarfirði sem á SÚKKU og HONDU, en dreymir um Harley á hverri nóttu eftir að hafa ekið svoleiðis græju í sumar, við sjáum til hvor verður á undan.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

Read 3756 times Last modified on Wednesday, 03 September 2014 18:53