Sunday, 14 September 2014 23:49

Tíu mest spennandi mótorhjólin í byrjun ársins 2014 hvað myndi þig langa í af þessum græjum ??

Þessi skrif eru ekki miðuð við neina sérstaka röð þ.e.a.s. fyrsta hjólið sem fjallað er um er hugsanlega alls ekki það besta og það síðasta sem fjallað er um ekki það versta. Þarna er aðeins verið að skrifa um hvað blaðamönnum sem skrifa um mótorhjól langar mest til að prufa á þessu ári.

BMW R nine T, þarna hafa hönnuðir heldur betur tekið tillit núverandi tískustrauma með því að hanna alvöru Cafe Racer. Þarna er nakið hjól sem BMW ákvað að smíða í tilefni að 90 ára afmæli verksmiðjunnar. Vélin sem er hefðbundin boxervél er 1170cc loft og olíukæld. Þetta hjól er frábærlega vel heppnað og hefur selst upp nær allsstaðar.

Ducati Monster 1200, við könnumst flest við Monster hjólið, því það er búið að vera á markaðinum í tuttugu ár og nýtur mikilla vinsæla. Núverandi græja er með hefðbundna dúkka vél sem er 1198cc og er vatnskæld er sögð 135 hestar standard en 145 hestar í S hjólinu. Það er sami mótorinn og í Diavel, hjólið fær allsstaðar góða dóma hjá blaðamönnum mótorhjólablaða.


Harley Davidson Street 750 og 500, þarna kemur Harley sjálfur með alveg nýtt hjól frá grunni, en þeir hafa ekki gert það í um þrettán ár. Þessi hjól eru miðuð við yngri kaupendur og sögð hluti af framtíð Harley. Þetta eru vatnskæld hjól og mótor er 60gráðu með yfirliggjandi knastásum og fjórum ventlum per. strokk. Nokkuð vel heppnað hjól að sjá miðað við myndir og fær ágæta dóma frá blaðamönnum.


MV Agusta Turismo Veloce 800, þarna er komið frá Ítalanum sport touring hjól og segja þeir sjálfir að þetta sé alls ekki eftirherma GS BMW hjólsins, þarna sé á ferðinni alveg nýtt hjól, ný grind hönnuð frá grunni, en vélin er eldri hönnun, þriggja strokka og er 789cc, við hana er tengdur tölvubúnaður sem gefur möguleika á átta stillingum um átak í afturhjól og ýmislegt annað. Vel heppnaður Ítali.

BMW R1200RT þessi Bimmi er nær allur ný hönnun frá BMW, grind er öflugri, áseta, sæti, staðsetning pedala, sætishæð o.fl. Rafstillanleg framrúða og betri vindvörn fyrir ökumann. Mótor er vatns og loftkældur er 1170cc boxermótor og það eru allskonar rafstillingar til að skila afli í afturhjól t.d. brekkuhaldari svo þú rennir ekki afturábak, eða þurfi að láta kúplingu snuða mikið.

KTM RC390 Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort þetta hjól verði flutt til USA en þeim langar sko í það þarna í guðs eigin landi !! Og alveg skiljanlega því þarna er á ferðinni sérstök græja, mótor er með einum strokk sagður 43 hestar, hjólið vigtar um 150-160 kg og miðað við útlit ætti þetta að draumgræja í beygjum, öflugar bremsur og vigtar nær ekkert, hvað þurfa menn meira.

Honda Valkyrie, ég var farin að heyra spurningar um: Hvað engin Honda í þessari upptalningu, jú og það er er sko sex strokka boxer græja sem margir þekkja. Svona nokkurn veginn nakinn Gullvængur. Mótor er 1832cc vatnskældur, grind er alveg ný úr áli og vigtar hjólið um 80 kg minna en vængurinn. Afturgaffal er svona með „dúkkalúkki“ þ.e. bara öðru megin, sætishæð er sögð 28.8 tommur. Það er nútíma útlit á græjunni og allskonar rafmagnsdótarí til að stilla nær allt.

Ducati Superleggera, hér er alvöru hjól sem gæti hentað þessum tveimur „dúkka“ aðdáendum á Íslandi, en öllu bulli slepptu þá eru þeir örugglega miklu fleiri. Þetta heiti á „dúkkanum“ þíðir í raun ofurlétt og án bensín og olíu vigtar það aðeins 342 lbs. Vélin er 1198cc og er sögð yfir 200 hestar, þannig að engum ætti að leiðast. Mikið af titanium er notað við smíði hjólsins, jafnvel í pústið. Þetta er í raun sérsmíðað hjól og verðið ættu flestir að ráða við eða um kr. 7.500.000 og þá á eftir að borga tolla og flutning og svona smávegis annað.

Motus MST & MST-R, Hér er á ferðinni svona sport touring hjól framleitt af verksmiðju sem nær engin hefur heyrt um, er framleitt í USA. Vélin er V fjórir en liggur þvert í svona ítölskum Gússi stæl. Togið er hressilegt um 120 pund-fet við 5800 rpm. Vélin snýst um 3000 rpm á 70 mílum. Með Brembo bremsum, Ohlins fjöðrun og OZ felgum, það segir okkur að þarna er ekki verið að spara og það besta notað. Hestöfl er sögð 160 fyrir venjulega hjólið og 180 fyrir R hjólið. Nokkuð spennandi græja þarna á ferð.

Honda CBR1000RR- SP, já sko það eru tvær Hondur í þessari upptalningu og jú reyndar tveir Bimmar, svipuð gæði er það ekki. RR 1000 Hondan hefur ekki verið um tíma hraðskreiðasta lítra hjólið (1000cc), en alltaf verið mjög vinsælt. En SP hjólið kemur með ýmsu góðgæti t.d. Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum, mótor er „blue“ printaður og í raun allt sérvalið í hann. Nýtt hedd og púst og verðið því nokkru hærra en standard RR hjól. Eru þetta merki um nýja tíma með þetta skemmtilega hjól eða þarf Sæþór að fara leita sér að annarri tegund en Honda.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 1649 times Last modified on Monday, 15 September 2014 00:39