Saturday, 04 October 2014 20:54

Besta „Sport“ ferðahjólið BMW R1200RT

Besta „Sport“ ferðahjólið BMW R1200RT

 

Undanfarin ár hafa BMW verksmiðjurnar komið með betri og betri mótorhjól í nær öllum flokkum, t.d. eins og S1000R/HP$, K1600GT/GTL og hið þekkta hjól R1200GS. Og í ár hefur R1200RT hjólið verið valið besta „sport“ ferðahjólið. Hjólið er með hinum hefðbundna boxer mótor, er hlaðið alls konar rafmagns/tölvubúnaði þannig að það má nær stilla allt sem hugsast getur, þessi nútíma hjól eru orðin einn stór tölvukubbur og eitthvað bilar þá kemur bara á skjá í mælaborðinu Game Over !! Meðal stillibúnaðar er stilling sem kalla má rennur ekki afturábak í brekku þegar hjólinu er startað í brekku. Það má skipta um gír án þess að kúpla (eitthvað nýtt ??). Þetta hjól á nokkuð langt í land með afl og tog miðað við K1600GT hjólið en er með alveg nóg afl og tog í flest, en ekki má gleyma að K hjólið er með sex stokka. Svo er líka R1200 hjólið léttara, eyðir minna er styttra o.s.frv. Hjólið er mjög stöðugt og „höndlar“ virkilega vel, er létt miðað við svipuð hjól, vigtar um 600 pund með fullum bensíntank. Hjólið er með nýja grind sem gerir hjólið stöðugra í akstri og gefur ökumanni betri tilfinningu fyrir því undirlagi sem hann ekur á. En Adam er ekki alltaf í paradís því einhverjir gallar hafa komið fram í afturfjöðrunarbúnaði, þ.e.a.s. afturdempari eða hluti hans er ekki nógu öflugur fyrir hjólið fullhlaðið, þetta á eingöngu við hjól sem búin eru ESA. En BMW verksmiðjurnar hafi boðið eigendum ýmislegt í staðinn auk afsökunar t.d. aukahluti eða smá endurgreiðslu, sumar aðrar mótorhjólverksmiðjur mættu læra af þessu.

Bimmi RT

 

Hvaða hjól kemst næst ofangreindu hjóli jú það er hið gamla góða FJR1300A/ES sem elstu menn muna eftir, það er búið að framleiða það svo lengi að fyrstu hjólin eru komin á Árbæjarsafnið !! En af hverju að vera breyta einhverju sem virkar vel, ef löggan getur notað þetta og já þeir eru hættir með Harley, þá hlýtur þetta hjól að vera gott. Þetta hjól var valið númer eitt í fyrra í þessum flokk með 1300A hjólið, geri aðrir betur. Hjólið er með 1298cc línumótor og búið tölvustýrðri bensíninngjöf Ride By Wire togið er um 90 ft.lb miðað við 6800 snúninga. Beina innspýtingin virkar mjög vel, ekkert hik eða hökt. Hliðartöskur er auðveldlega hægt að taka af. Framrúða er rafmagnsstillanleg, þ.e. til að hækka og lækka, kemur með „krúsi“ og hita í handföngum= hjól fyrir eldri borgara !! Framdemparar eru nýir og eru það sem kallað er Up side down eða inverted og eru stillanlegir á ýmsan máta. Í þessu hjóli eru menn að kaupa langa góða reynslu.

Yammi FJR

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 3897 times Last modified on Saturday, 04 October 2014 21:04