Wednesday, 22 October 2014 11:02

Hvenær hættir maður að vera mótorhjólamaður

Hvenær hættir maður að vera mótorhjólamaður ?? ALDREI er eina rétta svarið.

Þessi saga sem reynt er eftir bestu getu að snúa af „útlensku“ yfir á íslensku snerti svona smá taugar í manni og mér var sérstaklega hugsað til vinar og félaga sem hefur hvatt okkur, hann Haukur Richardsson, blessuð sé minning hans, hann var mótorhjóla maður með stóru M, líka að hann var alltaf til staðar fyrir aðra. En snúum okkur að sögumanni þessarar sögu:

Vélin hikstaði og drap á sér og hrökk í gang aftur við að skipta niður um einn gír, hikstaði aftur og drap svo alveg á sér, ja hver andskotinn, ég skal sko aldrei kaupa Hondu aftur hugsaði ég með mér, hefði sko aldrei átt að selja Kawann minn. Nú voru góð ráð dýr, ég staddur á fjögurra línu hraðbraut og að sjálfsögðu lengst til vinstri, nú þurfti ég að koma mér þaðan yfir þrjár akreinar og útí kannt. Sumir aðrir ökumenn bifreiða hægðu á sér til að hleypa mér að vegakanti, en fleiri bara héngu á flautunni og steyttu hnefann í átt að þessum manni á Hondunni sinni. Þarna var maður í raun í stórhættu og átti engra kosta völ en að reyna komast í öruggt skjól frá öllum þessum bifreiðum. Jæja ég náði að vegakantinum og ýtti hjólinu eins langt til hliðar og möguleiki var. Meðan ég var að ýta hjólinu þá varð á vegi mínum alls konar drasl, t.d. leifar af hjólbörðum, hluti úr skóflu, glerbrot af öllum gerðum, hlutar úr pústkerfum, já þarna lá meira að segja fjólublár brjósthaldari af stærri gerðinni, það fékk mig allavega til að brosa aðeins og gleyma í örstutta stund Hondu druslunni minni. Ég náði að ýta hjólinu undir nokkuð stórt tré sem gaf mér skjól frá sólinni (sko þetta gerðist sko maður lifandi ekki á Íslandi). Svo var að leita að einhverju til að setja undir hliðarstandara hjólsins, svo hjólið væri betur upprétt, já það var nóg af alls konar dóti þarna í þá aðgerð. Nú var komin tími til að skoða hvað væri að, jæja þessar tíkur þurfa: loft, bensín og rafmagn til ganga. Jú nóg bensín, virðist vera nóg rafmagn, öryggi í lagi, ég meira segja var með það mikið af verkfærum undir sæti hjólsins að ég gat tekið eitt kertið úr og skoðað ástand þess og líka náði ég að athuga með neista við start. En ekkert gekk að finna hvað gekk að þessari „helvítis“ „andskotans“ „djöfulsins“ ónýtu Hondu !!! Þarna sat ég og hugsaði með mér ég verð bara að hringja eftir aðstoð, en ég var mjög langt að heiman og því var eflaust bara ein lausn, hringja á eitthvað verkstæði sem gæti náð í áðurnefnda Hondu. Meðan ég hafði verið að eiga við hjólið og líka eftir að ég settist við hlíð þess, þá óku þó nokkrir menn á mótorhjólum framhjá, en án þess að stöðva, þeir bara héldu áfram sínu striki, en jú nær allir þessir menn óku á tveggja strokka græjum með V mótor, svo eflaust í þeirra augum var ég ekki á mótorhjóli=Merkjadellupakk !! Hafði ég gleymt einhverju, jæja best að skoða drusluna aftur og meðan ég borga yfir hjólinu, þá sé ég útundan mér að gamall Jeep CJ hefur stöðvað fyrir aftan mig, þetta var græja með stórum hjólbörðum og auðsjáanlega mikið notaður og lítið bónaður. Á hlið hans var merki með nafninu Renegade, það var meira segja spil á framstuðaranum, svona ekki algengt faratæki í nágrenni við stórborg. Útúr jeppanum stígur hávaxinn og grannur náungi með skegg og nokkuð sítt hár, með uppbrettar ermar. Lítur út fyrir að vera allavega sextugur. Hann segir í rólegheitum: Jæja er hjólið bilað ? Já svara ég, hún dó bara Hondan. Jæja það gerist segir sá gamli og bætir við þú ert búin að athuga með bensín og allt svoleiðis ? Ég svara já búin að skoða allt, ég heiti Georg segir sá gamli og bætir við, nú við skulum skoða þetta saman. Ég sé að þegar hann beygir sig niður, þá grettir hann sig eins og hann finni til. Ég segi við Georg: Þakka þér fyrir að stöðva og bjóða aðstoð þína, fæstir hjólaeigendur stöðva þessa dagana og ef þeir gera þá verður bilaða hjólið að vera „rétt“ tegund. Ekkert mál segir Georg við hjólmenn verðum að standa saman, hef lent í því sama sjálfur, en þeir eru bara hjólaeigendur ekki hjólamenn. Ég sé þegar Georg er að skoða helstu hluti mótors Hondunnar að hann er með mörg tattoo á framhandleggjum sínum, eitt þeirra er þó mest áberandi, það er mynd af Shovel mótor, myndin er orðin vel snjáð. Georg sér að ég er að skoða Shovel myndina og segir, já ég átti 69 árgerð af Shovel, besta hjól sem ég hef nokkurn tíma átt (svona bara að gamni þá er sá gamli að tala um Harley Shovel). Áttu það enn spyr ég ? Nei segir Georg seldi það fyrir nokkrum árum þetta var síðasta árgerðin með dínamó og kickstarti. Ég segi já alvöru, hjól fyrir karlmenn og engin konutakki fyrir rafstart !! Georg segir: það skiptir engu máli hvernig þú startar hjólinu þínu, það snýst um að nota þessar græjur og þekkja þær, getað gert við þær, þessar nútíma græjur eru bara einn stór tölvukubbur og rétt í því ekur nýlegur BMW framhjá og ökumaður og farþegi eru klædd í fatnað sem allur er merktur BMW, það er ekki einu sinni veifað. Ég spyr Georg ertu hættur að hjóla ? Já orðin of gamall í þetta, læt ykkur yngri um þetta, hann segir þetta með trega í röddinni. Ég og Georg reynum okkar besta að koma Hondutíkinni í gang en það gengur ekkert, Georg brosir og segir, ja það eru alltof margir strokkar á þessari græju, fjórir, ja tveimur of mikið !! Heyrðu segir Georg ég hringi í konuna og læt hana ná í hjólið, en ég hafði sagt Georg að ég væri á stuttu ferðalagi og það væru nokkuð margar mílur heim. Ég segi er það ekki alltof mikið vesen fyrir þig, nei nei ekkert mál og með það sama dregur Georg upp síma og hringir í konuna, nær sambandi og segir við hana: Og mundu svo að taka með bönd og „ramp“ fyrir hjólið og segir svo: hún er á leiðinni. Ég þakka Georg aftur fyrir alla hans aðstoð og hugulsemi. Það er sko ekkert mál, hef gaman af þessu, við verðum að standa saman við hjólamenn segir Georg og horfir brosandi á gamla jeppann sinn. Ertu giftur spyr Georg? Nei segi ég en er búinn að búa með sömu konunni í tíu ár og kalla hana konuna mína. Skiptir engu þó maður sé ekki giftur svo lengi sem þið eruð ánægð með hvort annað og hjólin !! Meðan við bíðum þarna þá aka framhjá með reglulegu millibili menn á hinum ýmsu hjólum en engir stöðvar, en sumir veifa. Eftir skamma stund kemur eiginkona Georg á gömlum „pickup“, stígur útúr honum og segir brosandi: Jæja nú ber vel í veiði fann tvo strandaglópa !! Haltu gamansögunum fyrir þig gamla segir Georg, en hún segir aftur brosandi: Önugur sá gamli. Ég reyni allt sem ég get til að fara ekki að hlægja og segi þakka þér fyrir að koma og ykkar frábæru aðstoð. Hún segir ég heiti Gale og bætir við: Ég hef gert þetta í hundrað skipti og bætir við, er Georg búin að segja þér frá Shovel hjólinu sínu sem hann átti ? Já segi ég. Er hann líka búin að segja þér frá því hvað það bilaði oft !! Þegiðu gamla segir Georg. Gale bætir við og öll þessi olía sem lak frá þessu hjóli í innkeyrslunni hjá okkur. Nú er nóg komið segir Georg, viltu vera að skammast fyrir framan þennan ókunna mann og reyndi að bera sig mannalega, en mér sýndist að Gale réði nú í þeirra sambandi. Hondunni er komið fyrir á palli „pickupsins“ og bundin tryggilega. Að því loknu þá segir Gale: Jæja ungi maður þú kemur með mér og sá gamli eltir okkur. Við erum ekki búin að aka lengi þegar Gale segir: Þú veist af hverju Georg minn stöðvaði til að hjálpa þér ?? Já segi ég hann er bara góður maður sem og hjólamaður, þó hann sé hættur að aka þeim sjálfur. Rétt hjá þér segir Gale, en hann saknar þess alveg óstjórnlega að getað ekki hjólað lengur sjálfur og einnig félagsskaparins, hjólin og allt í kringum þau var í raun hans líf, já verð að segja að hann var aldrei eins hamingjusamur eins og þegar hann var búin að vera að hjóla eða gera við þessar Harley tíkur. Af hverju fær hann sér ekki annað hjól spyr ég ? Georg getur aldrei hjólað aftur segir Gale, hann er svo slæmur af gigt að hann getur varla opnað bílhurð og stundum getur hann ekki haldið á kaffibolla, hann þarf aðstoð á morgnanna til að standa uppúr rúminu, hann var sko nýbúin að taka lyfin sín þegar hann hitti þig ungi maður. Ég varð í raun bæði hryggur og reiður við að heyra þessi orð, að Georg gæti aldrei notið þess aftur að aka hjóli, eða gert við þau. En samt hafði Georg stöðvað og boðið aðstoð sína, ég fann fyrir hálfgerðri samviskusemi að ég gæti enn hjólað. Gale horfir á mig og segir: En hann fær mikið útúr því að hitta hjólamenn og reynir að aðstoða þá ef hann getur ef eitthvað bilar. Ég verð hálf klökkur og horfi bara til hliðar, en bæti við ég er mjög ánægður sem og þakklátur að Georg hafi stöðvað til að hjálpa mér. Sama hér segir Gale. Nokkrum klukkustundum síðar náum við heim til mín, Hondan er sett inní skúr og ég kynni konuna mína fyrir Georg og Gale. Þær fara inn heima en ég og Georg höldum okkur í skúrnum og spjöllum áfram um mótorhjól og allt sem þeim tilheyrir. Heyrðu segir Georg ég á nokkuð flottan mótorhjólajakka sem mér þætt vænt um að gefa þér, ég sé að hann myndi alveg passa, hann er ekki með neinum röngum merkjum segir Georg brosandi og segir mér símanúmerið sitt og ég skrifa það niður á miða og þakka honum fyrir og bæti við: Georg ég verð í sambandi fljótlega og nálgast jakkann og við getum fengið okkur einn öl saman og bullað um hjól. En svo tekur lífið við, við erum öll svo upptekin og tíminn leið og að lokum týndi ég miðanum frá þessum hjólamanni sem þrátt fyrir að getað ekki hjólað sjálfur var hann Hjólamaður fram í fingurgóma og myndi verða það til loka. Ég hugsa oft til Georg og ég hef aldrei ekið framhjá hjóli  sem einhver hefur stöðvað í vegakanti sama hvaða tegund, án þess að stöðva og bjóða fram aðstoð mína, síðan ég hitti Georg.

p.s.

Væminn saga segir einhver nagli og bætir eflaust við, það á bara að geyma þetta gamla lið á elliheimili, en það skrýtna er að við eldumst öll, en einu sinni hjólamaður allaf hjólamaður. Svo útskýrir einhver fróður hver sé munurinn á hjólamanni og hjólaeiganda !!!

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 3795 times Last modified on Wednesday, 22 October 2014 11:07