Monday, 15 December 2014 09:26

2 Hondu sögur

Fyrri sagan:

Ökumaður Hondu mótorhjóls kom að Gullna hliðinu og þar tók Lykla-Pétur á móti honum og spurði Hondu eigandann af hverju hann ætti að komast innum Gullna hliðið ??

Sko sagði Hondu eigandinn ég var að aka í rólegheitum uppí sveit og sá þar hóp manna sem höfðu stöðvað Harley hjólin sín og þeir litu sko skuggaleg út, allir í tattoo og klæddir leðurvestum og ég sá að þeir voru að „kássast“ uppá unga stúlku svo ég stöðvaði Honduna mína og gekk að þeim stærsta  og vígalegasta sló hann hnefahöggi í andlitið, reif nefhring hans úr nefinu, velti við Harley hjólinu hans og öskraði á hann: Ef þú lætur stelpuna ekki í friði þá lem ég þig í buff !!

Lykla-Pétri fannst þessi Hondu eigandi vera hetja og spurði hann: Hvenær gerðist þetta góði minn ??

Hondu eigandinn svarar um hæl: Bara rétt áðan !!!

 

Seinni sagan:

Tveir Hondu eigendur nutu þess að hjóla þó kalt væri, en það sem verra var að rennilás á jakka annars Hondu eigandans bilaði og mínum manni varð fljótlega mjög kalt og stöðvaði Honduna sína og sagði við félaga sinn: Heyrðu ég bara sný jakkanum við svo mér verði ekki eins kalt, sem og hann gerði.

Þeir félagar halda ferð sinni áfram, en svo gerist það að bóndadurgur einn ekur í veg fyrir þá á sínum eðal traktor. Hondu mennirnir lenda báðir á traktornum og falla götuna ásamt hjólum sínum. Bóndinn stöðvar traktor sinn og gengur að þeim félögum sem liggja þarna og hreyfa sig ekki. Bóndinn heldur enn á síma sínum sem hann var að tala í þegar hann ók í veg fyrir þá félaga og segir rólega við viðmælanda: Það óku einhverjir vitleysingar á skellinöðrum úr borginni á fína traktorinn minn !! Ég verð víst að hringja á lögguna. Lögreglan mætir á staðinn og spyr bóndann hvað hafi gerst og hvort Hondu ökumennirnir hafi verð á lífi eftir óhappið ?

Bóndinn sem enn er að skoða skemmdir á traktor sínum segir: Já sko annar þeirra var steindauður en hinn var með lífsmarki, en höfðuð hans sneri nær öfugt og ég kann sko fyrstu hjálp, því þarf að tryggja góða öndun skal ég segja þér maður minn ! Svo ég sneri höfðinu í rétta átt en þá bara steinhætti hann að anda, já maður lifandi.

Read 3653 times