Wednesday, 04 February 2015 17:48

Hverjum langar virkilega að eiga alveg óbreytt mótorhjól ?? !!!

„Orginal“ mótorhjól er sú græja sem kemur ný útúr verksmiðjunni í hendur eiganda, annað er ekki orginal. Þeir sem eyða gífurlegum tíma sem og fjármunum til að gera gamalt mótorhjól „orginal“ þ.e.a.s. eins og það kom útúr verksmiðjunni eru aðeins með góða eftirlíkingu en aldrei orginal hjól að lokinni framkvæmd, en þeir eiga heiður skilið fyrir að halda sögunni gangandi, því ég held að engin geti tjáð sig um þá vinnu sem fer í slíkt nema að hafa framkvæmt það sjálfur. Sjálfur get ég varla átt „orginal“ mótorhjól en það er nú allt önnur saga.

Góður maður á suðureyjunni stakk uppá því að gaman væri að sjá eitthvað um menn/konur sem eru að smíða mótorhjól eftir eigin smekk, eða að breyta „orginal“ hjólum eftir eigin smekk. Við byrjum auðvitað á því besta  er það ekki: BMW R nine T, en fjórir frægir dellukarlar í Japan hafa tekið til hendinni og breytt þessu nýja BMW hjóli hressilega, þannig að lítið „orginal“ er eftir í útliti þeirra. Mjög margir telja að þetta nýja hjól frá BMW sé það flott, já með því flottasta sem komið hefur frá BMW, að það sé í raun synd að eiga eitthvað verulega við útlit þess, en látum ljósmyndir og smá skrif segja okkur hvort þessi endurbættu séu ekki flottari heldur en „orginalinn“ Reyndar er hægt að kaupa allskonar orginal hluti frá BMW sjálfum til að breyta útliti R nineT hjólinu.

Orginal R nineT BMW

Sá fyrsti heitir Shiro Nakajima og hann kallar hjólið sitt 46 Works. Sjálfur keppir Shiro á brautum svo hann þekkir vel inná hvað aksturseiginleikar skipta miklu máli. Svo 46 Works hjólið hans er svona nakinn „cafe racer“ og Shiro hefur breytt ýmsu frá því hann fékk hjólið í hendurnar og sagt er að hjólið „höndli“ miklu betur eftir þessar breytingar, öll smáatriði eru hugsuð til að ná rétta „lúkkinu“. Nú er hjólið tilbúið á braut eða bara almennan akstur. Svo er það allt smekkur hvort breytingin sé til hins betra.

1 46 Works

Sá næsti heitir Hidden Togashi og á fyrirtæki í hjólabransanum sem heitir Hide Motorcycle´s. Togashi segir að öll hans hönnun sé lærð af tilraunum sem og mistökum. Hjólið hans lítur út fyrir að vera hannað beint í GPmoto og það er mikill metnaður að smíða „feringu“ sem passar vel við þetta hjól, því þær fara yfirleitt frekar illa á boxermótorum, en Togashi hefur náð því bara nokkuð vel, ekki mikið af krómi þarna. Pústið er komið á hægri hlið þannig að vinstri hlið er alveg nakinn þ.e.a.s. afturfelga.

2 Hidden Togashi

Þá er komið að þeim þriðja og hann heitir Go Takamine (gjörðusvovel taktumitt !!) og hann fer allt aðra leið en hinir tveir, hér er komið hjól í „brat“ stíl, eða kannski nær Street Tracker stíl allavega svona mitt á milli. Hjólið er „strípað“ af öllum óþarfa hlutum og haft eins einfalt og hægt er, en samt hugsað fyrir öllu. Go setur meira segja borðabremsu að framan og sleppir frambretti. Þetta er svona í 70 stílnum. Steve McQueen heitinn hefði verið flottur á þessari græju. Hjólið virkar bara lítið miðað við ljósmyndir. Flott græja.

3 Go Takamine

Sá sem rekur restina heitir Kaichiro Kurosu og rekur sjoppuna Cherry´s Company. Það er í raun mjög erfitt að setja síðasta hjólið sem fjallað er um í einhvern flokk, en fyrir minn smekk er þetta svona Cafe Racer / Street Fighter blanda, en Kaichiro er þekktur fyrir að endursmíða Harley hjól eftir sínum smekk, svo hugsanlega er þarna einhversstaðar falinn „chopper“. Hjólið er svart með lokuðum felgum (Fatboy style). Afturfelga er nakinn vinstra megin, allt fellur að hjólinu og þetta hjól er bara töff.

4 Kaichiro Kurosu

 

Orginal hvað er nú það !! Eins og einn góður kunningi minn sagði nýlega eitthvað í þessa áttina: Það er engin mótorhjóla framleiðandi í þessum heimi sem hefur náð því að smíða hjól sem Brunanum líkar við orginal, þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið um ævina vegna mótorhjóla !!!!

Sjá einnig:  http://www.gizmag.com/project-bmw-r-ninet-customs-japan/33630/

p.s. Svona til gamans þá eru nokkur hjól sem ég tel engin leið að betrumbæta: Kawasaki Z1 900, Ducati 900 SS þ.e.a.s. fyrstu hjólin með teinafelgum og Triumph Hurricane.

Stolið og „stílfært“ af netinu.

Óli bruni

Read 1637 times Last modified on Wednesday, 04 February 2015 18:00