Friday, 20 February 2015 20:02

Facebook eða ekki

Þessi sending barst síðunni frá einum félaga okkar um annan félaga:

Ég er svona laumu fésari !! en svo þekki ég einn sem sagðist aldrei mundu nota FÉSIÐ, en hann féll og hefur verið með þeim öflugri sem þekkjast á einum stað á fésinu: Mótorhjól á Íslandi fyrir 2000Minn maður skrifar undir heitinu Erla og Tryggvi og ástæðan fyrir því að konan hans ofl. settu hann inná fésið þrátt fyrir andmæli hans. Mér sýnist að Tryggvi eigi a.m.k. 80% af þeim myndum sem settar eru inná „Mótorhjól á Íslandi fyrir 2000“. Þetta er engin smá vinna og með því heldur hann sögu mótorhjóla á Íslandi gangandi.  Þar sem hann hefur lítið sést á heimasíðum vorum finnst mér rétt að minnast á þessa frábæru vinnu karlsins og láta meðfylgjandi mynd fylgja með. Sko maðurinn í Hondukoti sem
ekki er á fésinu á heiður skilið fyrir þessa vinnu sína.

Read 3818 times Last modified on Friday, 20 February 2015 20:09