Friday, 10 April 2015 21:37

Honda VFR 800X Crossrunner 2015

Er er ekki rétt að halda áfram á sömu braut þ.e.a.s. að skrifa eitthvað um hjól sem hentar vel okkar aðstæðum vegna færðar og veðurs !!! Nokkuð mörgum finnst það dulítið sérstakt að taka góðan mótor og minnka aflið í honum, en auka í stað togið og setja hann í svona alhliða sporthjól eins og t.d Multistradan frá Ducati og GS bimmarnir, en það hefur Honda gert með Crossrunnerinn og er ekki hægt að þýða nafnið sem hjól sem fer um allt eins og hlauparar sem hlaupa cross country= yfir landið !! Reyndar er þetta orðin hálfgerð tíska hjá mörgum framleiðendum, sama hvaða verksmiðjan heitir, en útkoman hefur heppnast hjá mörgum og hjólin orðið vinsæl.

 New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 2 1

Við framleiðslu þessara alhliða hjóla er leitað eftir því að hægt sé að nota hjólið í sem flest, með auknum þægindum. En til að ná þessu takmarki þarf að vanda til verka og ekki bara í notagildi heldur verður útlit hjólsins að höfða til sem flestra og Honda hefur náð því bara nokkuð vel með “víðavangshlauparannVFR800X. Hjólið kom fyrst á markað árið 2011 og vakti svo sem enga sérstaka hrifningu hjá kaupendum, því þetta fyrsta hjól leit út eins og Honda hefði verið að flýta sér nokkuð mikið með hönnun, en með árunum hefur þetta þróast í bara nokkuð flott hjól.

 

Árgerð 2015 er nokkuð svipað og hjólið frá fyrra ári, það er sama grind, afturgaffall og mótor. Afl og tog er sama þ.e. mótor er V fjórir 782cc, er uppgefin 106 hestar og togið er 55ft.lb. En nýjan græjan á að eyða minna bensíni segja þeir eða um 10% minna og þyngd hefur lækkað um rúmt kíló, munar um minna !!! En miðað við 2011 árgerðina eru þetta mjög miklar breytingar. Mælaborð er einnig verulega breytt frá því að vera þetta leiðinlega digital dót yfir í vel læsilega mæla sem jafnvel er hægt að sjá í miklu sólarljósi (algeng fullyrðing í dag hjá blaðamönnum).

New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 3 1

Blaðamönnum finnst bara ekkert heyrast í hjólinu allavega á lægri snúning, en þegar hjólið er komið í 6500 snúninga þá tekur VTEC kerfið við sér og þá heyrist í hjólinu og ekki dónalegt hljóð sem kemur á þessum snúning og hærra, en útsláttur er við um 12000 snúninga. En eins og flestir vita er mjög fallegt hljóð í V  mótorum og þá sérstaklega í V fjórum. Aflið skilar sér vel og veruleg breyting frá fyrsta hjólinu, aukið afl sem og tog. Þeir segja farðu í gegnum beygju í þriðja, skiptu niður í annan útúr beygju og gefðu í botn og hjólið gæti lyft framdekki, já sagt er að það sé lítið mál að prjóna þegar þér dettur það í hug eða alveg óvart !! Uss uss alveg bannað, það verður að upplýsa mótorhjólaframleiðendur um þetta bann hér á landi !!, Já hjólið tekur hressilega við sér og skilar afli mjög vel án hiks og þá er hægt að brosa og njóta lífsins ekki satt. Svo hægt sé að hemja græjuna betur kemur það með möguleika á að stilla afl til afturhjólbarða svokallað HSTC kerfi, er með þrjá stillimöguleika, þetta tölvukerfi stýrir tíma sem og inngjöf, er vel heppnað og virkar vel.

   

Þó 800X hjólið sé dulítið þyngra en sporthjólið þá fynnst það í raun ekki við akstur og blaðamenn segja að sportgræjan sé eflaust ekkert hressari í hraðakstri við réttar aðstæður, sko þú færð bara allt með “víðavangshlauparanum. Fjöðrun er sögð mjög góð og hjólið tekur við nær öllum misfellum, jafnvel stærri holum (semsagt hentar vel í Reykjavík). Ökumaður situr vel uppréttur og stýrið liggur vel við ökumanni og það hefur verið breikkað frá fyrra ári um 4cm hvoru megin (sko frá miðju beggja vegna !!). Felgur eru svart mattar og framhjólbarði er 120/70/R17 en að aftan er 180/55/R17, hjólbarðar eru frá Pirelli og eru sömu gerðar og notaðir eru undir Ducati Multistrada. Sumir blaðamenn segja að bremsur mættu vera betri, en hjólið kemur nú samt með ABS, einnig búið hituðum handföngum, stefnuljós slökkva á sér sjálf (virka ekki alltaf er sagt þ.e. slökkva ekki á sér).

Bensíntankur tekur um 21 lítra og þeir segja að hægt sé að aka 240 mílur á einum tank, reikna svo. Hjólið vigtar 242 kg og sætishæð er sögð 81.5-83.5cm semsagt hægt að stilla sætishæð, frekar hátt fyrir styttri ökumenn og þá sérstaklega með það í huga að sætið er frekar breytt en þægileg, fyrir bæði ökumann sem og farþega. Framrúða er ekki stillanleg þ.e. hæð á henni og það er smá galli segja menn.

 New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 5 1

Hægt er að fá ýmsa aukahluti á hjólið, t.d. led þokuljós, töskusett og quickshifter = snöggskiptir sem sagður er virka vel, einnig miðjustandara. Síðan er auðvitað hægt að kaupa annað púst og það var tekið fram að það myndi örugglega bæta útlit sem og afl. Sem er skiljanlegt því þessir hljóðkútar í dag líta út eins og þeir hafa verið hannaðir af ruslatunnuhönnuði= hljóðmengunarkröfur. Flestir blaðamenn segja að hjólið hafi komið þeim verulega á óvart, þ.e.a.s. virkilega skemmtileg græja að öllu leiti. Hægt er að lesa meira um hjólið á netinu allavega allt þetta tæknilega.

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

Read 2743 times Last modified on Friday, 10 April 2015 21:47