Thursday, 23 April 2015 10:49

Mótorhjól með stóru M

Hverjum langar ekki í alvöru mótorhjól þar sem allt sést og jafnvel í kyrrstöðu virðist hjólið vera á ferð, hjólið kallar á þig og segir förum út að leika. Þarna ber fyrir augu okkar járn, ál, stál, ekkert auka bull, nei bara mótorhjól með stóru M i. Og hvar skildi þessi græja vera framleidd, nú auðvitað á Ítalíu eða Þýskalandi ! Nei hún er framleidd í Bretlandi því eins og allir vita þá er Breskt best.

Norton hefur verið framleiddur í tugi ára en í raun lauk framleiðslu með Norton Commando MKIII hjólinu sem var árgerð 1975 og kom þá með diskabremsum að framan og aftan sem og rafstarti (ja svona rafmagnsaðstoð) sem og að skipting kom vinstra megin. Reyndar voru framleidd áfram Venkel hjól af Norton en það er nú önnur saga. Nokkrir aðilar hafa átt Norton merkið og reynt að framleiða hjól í anda Commando hjólsins en gengið misvel eða ekkert. En síðan kom Norton 961 hjólið á markað og er enn í fram leiðslu í Englandi og er handsmíðað, undir handleiðslu eiganda Norton Stuart Garner

Domi 2

En við ætlum að fjalla um sérgræju frá Norton sem kallað er Domiracer og nafnið kemur frá frægri kappaksturgræju frá því árunum 1950-60. Þessi græja er sett á markað í takmörkuðu magni eða aðeins 50 stk. verða framleidd, þetta er til fagna því að Norton hefur framleitt 1000 stk af 961 Commando hjólinu. Garner segir að smíði þessa hjóls sé í raun gjöf til starfsmanna hans og hans sjálfs, því starfsmenn og hann séu allir með sýnar hugmyndir hvernig næsta kynslóð 961 hjólsins ætti að líta út, sem og aðalhönnuður Norton Simon Skinner.

Skinner skráði niður allar hugmyndir og niðurstaðan er þessi sem ber fyrir augu okkar á meðfylgjandi myndum. Domiracerinn er „pjúra“ cafe racer og það eru fá hjól sem sést hafa sem falla jafn vel að hugmyndum flestra um hvernig Cafe racer ætti að líta út. Þetta er samt ekki tilkall til fortíðarinnar, því þarna er monoshock (einn) dempari að aftan og framendi er alvöru með upsidedown/inverted framdempurum og allt frá Öhlins.

Domi 3

Mótor er hinn sami og í 961 hjólinu en er 4 hestum aflmeiri og þar sem 961 hjólið byggir mest á togi er Domiracerinn meira svona hrátt afl frá þessum tveggja strokka mótor sem gefin er upp 83 hestar við 6500 snúninga, tog er 66 pund fet við 5200 snúninga. Vél er loft og olíukæld og með beinni innspýtingu. Pústið er frekar opið ef segja má svo og minnir hljóðið nokkuð mikið á Ducati með alvöru pústi.

Domi 4

Prufuökumenn segja hjólið „höndla“ frábærlega og svari öllu vel, vigtar um 381 pund með bensíni og því ætti aflið að duga flestum. Útlitið  já ber áltankur, sætið situr hátt að sjá, það er nær ekkert sem er hærra en bensíntankur hjólsins og þeir sem kunna fræðin um útlit og hlutföll Cafe Racer hjóla ættu að brosa útað eyrum. En búið er að selja öll þessi hjól og þó sagt væri að þau ættu að kosta 22000 pund  þá eru þau til endursölu á helmingi hærra verði. Ekki spurning að þetta er virkilega góð fjárfesting og svona smá dýr skemmtun en lífið er stutt er það ekki, en svo má bara fá sér 961 og hann kostar frá 14000 pundum og er því bara ódýr er það ekki, en þessi notuðu fara nokkuð neðar. Svo er spurning hvort maður einn á suðureyjunni sem ber viðurnefnið Breti verði fyrstur að fá sér nýjan Norton eða hugsanlega sá sem skrifar þessi orð (sko ef konan leyfir !!).

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Domi spekkur

Read 4700 times