Wednesday, 13 May 2015 20:49

Stuttar „sannar“ sögur um Gaflara

Síðunni bárust nokkrar "sannar" sögur af félögunum, hér er fyrsta þeirra:

Gaflari einn ók Reykjanesbrautina á ca. tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, þegar hann sér í baksýnisspeglum hjólsins blá blikkandi ljós og þarna er tugtinn/löggan mætt, Gaflarinn hugsar með sér ég næ nú alveg að stinga þessa Volvo druslu af, svo hann gefur bara í, en sér fljótlega að þetta gengur ekki og hann stöðvar hjólið. Lögreglumaðurinn gengur rólega að honum og þetta er svona lögga á vel miðjum aldri. Löggan spyr Gaflarann þú veist um hámarkshraðann, síðan um ökuskírteinið og að lokum segir hann: Heyrðu góði þar sem vaktinni minni er að ljúka og ég í góðu skapi, skal ég sleppa þér með munnlega áminningu ef þú kemur með nógu góða afsökun um af hverju þú ókst svona hratt. Gaflarinn segir ja það var þannig að fyrir ca. mánuði síðan þá stakk konan mín af með annarri löggu og ég hélt að þetta væri hann að reyna ná mér til að skila helvítis kerlingunni aftur !!!

Read 5636 times