Wednesday, 17 June 2015 23:27

Setti hraðamet á TT-braut­inni á Mön

Kawasaki-ökumaður­inn James Hillier setti nýtt met á TT-keppn­is­braut á veg­um eyj­ar­inn­ar Man­ar síðastliðinn föstu­dag þegar Kawasaki H2R hjól hans náði 332 km hraða á hinum vel þekkta beina kafla við Sul­by.

Hillier sagðist vera taugatrekkt­ur fyr­ir hring­inn en braut­inni hafði verið lokað sér­stak­lega fyr­ir þessa til­raun. Kawasaki H2R er held­ur ekk­ert lamb að leika sér við, því með öfl­ugri forþjöppu skil­ar þetta hjól meira en 300 hest­öfl­um. Auk þess er braut­in á Mön lík­lega einn hættu­leg­asti keppn­is­staður fyr­ir mótor­hjól í ver­öld­inni þar sem stein­garðar, tré, staur­ar og aðrir fast­ir hlut­ir bók­staf­lega sleikja keppi­naut­ana þegar þeir aka tæp­lega 60 km lang­an hring­inn. „Þetta var geðveikt, ein­fald­lega geðveikt!“ sagði Hillier í mik­illi geðshrær­ingu gegn­um tal­stöðina strax að lokn­um hringn­um. „Fyrstu fjór­ir gír­arn­ir eru bún­ir eins og skot og hröðunin er trufluð. Hjólið var hraðskreitt á öll­um köfl­um braut­ar­inn­ar og yfir Snæ­fell var það hreint ótrú­legt. Ég var með Stra­va-appið kveikt all­an hring­inn og niður beina kafl­ann við Sul­by hélt ég hjól­inu í botni þar sem það sýndi 332 km á klukku­stund, vá!“ sagði Hillier ein­fald­lega. Hvort metið verður staðfest kem­ur end­an­lega í ljós á næstu dög­um en hægt er að skoða nokk­ur mynd­bönd af þess­um truflaða akstri á Youtu­be.

Tekið af mbl.is

Read 5698 times