Thursday, 13 August 2015 21:45

Flugu af fák­un­um í brekk­unni

tekið af mbl.is

Áhuga­menn um mótor­hjól hlýt­ur að líða illa við að horfa á mynd­skeiðið með þess­ari frétt. Það er frá keppni í „ómögu­lega brekkuklifr­inu“ sem fram fer ár­lega í Belg­íu.

Brekk­an í Andler/​Schön­berg er afar brött og minnsta kosti um 60 gráður efst en þar er auk þess í henni kletta­belti sem ger­ir hana afar ill­víga. Nán­ast er úti­lokað að kom­ast upp.

Her­skari kepp­enda mæt­ir ár hvert til leiks á sér­út­bún­um mótor­hjól­um. Nær öll þeirra hljóta mjög harka­lega út­reið er þau steyp­ast niður brekk­una eft­ir að hafa kastað knöp­un­um af sér eins og ótemj­ur væru.

Í mynd­skeiðinu kom­ast tveir kepp­end­ur ansi langt og eru í aðeins seil­ing­ar­fjar­lægð frá mark­inu. Báðir höfðu það lengi vald á fák­um sín­um að hjól­in flugu að og yfir marklín­una.

Óhætt er að segja að öku­menn­irn­ir séu kaldrifjaðir að leggja í keppni sem þessa. Hljóta þeir marg­ir harka­lega niður­ferð eft­ir þeir fljúga af mótor­hjól­un­um og hend­ast niður­brekk­una. Og þótt ótrú­legt megi virðast slasaðist eng­inn al­var­lega í þess­ari keppni.

https://www.youtube.com/watch?v=uRGn9AY0ysA

 

Read 7370 times