Tuesday, 20 October 2015 17:04

Yamaha færir sig í bíla ?

tekið af mbl.is

Yamaha að þróa sport­bíl

 
Yamaha hefur sett sér sem markmið að bíllinn komi á götuna árið 2019. stækka

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Margt nýtt og óvenju­legt er boðað á bíla­sýn­ingu sem framund­an er í Tókýó í Jap­an. Þar á meðal mun mótor­hjóla­smiður­inn Yamaha sýna sport­bíl.

Yamaha hef­ur ekki látið til sín taka sem bílsmiður, látið mótor­hjól­in duga. Á því verður breyt­ing nú og er bíll­inn boðaði kallaður „4Wheeler“.

Hermt er að við hönn­un hans hafi Yamaha notið aðstoðar McLar­en­hönnuðar­ins Gor­don Murray. Sá seg­ir að hér gæti verið á ferðinni blæju­bíll og sport­bíll. 

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið látn­ar uppi um tækni­lega þætti bíls­ins, en orðróm­ur herm­ir að þar geti verið um tveggja sæta tvinn­bíl að ræða, með renni­leg­an fram­enda og boga­dreg­in hliðarprófíl.

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Read 2679 times