Tuesday, 27 October 2015 16:48

Þannig rúll­ar Dav­id Beckham

tekið af mbl.isGullfallegt, ekki satt? stækka

Gull­fal­legt, ekki satt?

Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að Dav­id Beckham er áhugamaður um fal­lega bíla enda á hann nóg af fok­dýr­um far­ar­tækj­um til að fylla fá­eina bíl­skúra.

Færri vita ef til vill að hann er eld­heit­ur áhugamaður um mótor­hjól, og rétt eins og hann vel­ur aðeins það besta úr heimi bif­reiða, þá læt­ur hann ekki bjóða sér neitt fjölda­fram­leitt og hefðbundið þegar kem­ur að því að velja sér véhjól.

Eins og er um marga með al­var­lega mótor­hjóla­dellu hef­ur Beckham mikið dá­læti á Triumph-hjól­um og hann hnippti í hina al­kunnu fag­menn hjá Brit­ish Cu­stoms til að sér­út­búa

Triumph Bonn­eville T100 hjól eft­ir sín­um ósk­um og út­kom­an er þetta ótrú­lega fal­lega hjól sem kall­ast ein­fald­lega DBSC. Ekki svo að skilja að þessi huggu­legi „cafe racer“ hafi verið neitt slor fyr­ir­fram en Beckham lét setja á hjólið nýtt púst­kerfi, Hagon-demp­ara, handsaumað leður­sæti með sér­völdu leðri, og síðast en ekki síst gull­keðju á drifið frá D.I.D. Verðið er ekki gefið upp en þar sem Bek­ham er ekki van­ur að sætta sig við ódýra hluti er DBSC lík­ast til utan land­helgi fyr­ir okk­ur venju­lega fólkið. jonagn­This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
Gullfallegt, ekki satt?

Gull­fal­legt, ekki satt?

 

Read 5488 times