Friday, 27 November 2015 18:08

Formaðurinn fallinn ??

Já SKO ég er ekki að upplýsa neitt sem þið hafið ekki þegar lesið (allavega þeir sem skoða heimasíðu vora) því nýverið lýsti formaður vor því yfir að hann væri fallinn !!! Nú veit ég að sumir eru farnir að hugsa um eitthvað neikvætt, nei ekkert svoleiðis, nei formaður vor er fallinn fyrir BRESKT ER BEST og eins og áður er fram komið þá skrifaði hann þetta sjálfur og spáði því jafnframt að fleiri félagar vorir myndu einnig falla fyrir nýju hjólunum frá Triumph.

Til að minna hann aðeins á að maður skiptir ekki um lið í enska boltanum eða tegund af mótorhjólum þó það komi eitthvað betra (BRESKT ER BEST) fram í dagsljósið, því ætla ég að skrifa um “fyrrum” besta mótorhjól heimsins Súsúkki og nú er það alvöru nakin græja frá Japan:

Suzuki GSX-S1000

2015-GSX-S1000-2

 

Línur mótorhjóla þessa dagana eru þannig að nær allt er orðið kanntað og höfðar til nútímans eða hvað ? Kaupendahópurinn er margvíslegur og sumir blaðamenn segja að þetta séu í raun þrír hópar: Racer hópurinn sem vill vera eins og þeir bestu t.d. Rossi (verða það nær aldrei!!) og síðan krúser hópurinn sem vill fara hægt og rólega yfir jafnvel þó þeir vilji fara hratt þá bara gengur það ekki, svo er það þriðji hópurinn sem vill hjól sem hentar í nær allt sem gert er á malbiki, en hafa afl, þægindi o.s.frv. en hjólið þarf að líta út eins og mótorhjól, þ.e.a.s. þú átt að sjá hvernig græjan er byggð.

Þessi Súkka sem er reyndar ekki Bandit ! skilar mörgu af þessu sem hópur nr. 3 leitar eftir. Hjólið er flott í útliti, frábæra grind, skotheldur aflmikill 999cc motor. Þú situr nokkuð eðlilega ekki með hnén við eyrun, eða með lappirnar við framdekkið. Jafnvel þeir eldri munu “fíla” þessa græju (Formaðurinn). Mótor er í raun sá sami og í GSX-R græjunni, en hannaður með tog í huga og afl sem hentar flestum, þ.e.a.s. þeir sem aka á götum með almennri umferð. Ekki margir sem eru að mæla hvað þeir komast hratt einhvern hring eða t.d. til Keflavíkur jafnvel þó löggan sé ekki sjáanleg lengur vegna kvóta á akstur.

Það eru nokkrir framleiðendur sem framleiða svipuð hjól, t.d. frá Yamaha, Honda svo auðvitað Z1000 frá Kawasaki og ekki má gleyma Speed Triple frá Triumph. Þessi nýja Súkka er kannski ekki með allra þægilegustu ásetuna og þó svo lengi sem menn ætla ekki að fara í löng ferðalög, en allavega miklu betri áseta en á “púra” sporthjóli/racer. En það er frábær fjöðrun og virkilega góður bremsubúnaður á þessu hjóli. Það má leggja það hressilega inní beygjum og frábært tog útúr þeim.

 

Mælaborð er gott álestrar með þessum nútíma LCD ljósum og mælum. Sætishæð eru 31” svo ætti að henta flestum, sætið er einnig þannig að það mjókkar að tank. Stýrið liggur vel fyrir ökumanni svona hátt í líkingu við endúró stýri: Svona Renthal Fatbar útlit. Þessu hjóli er þægilegt að starta, þ.e.a.s. þú þarft ekki að taka í kúplingu til að starta, þ.e.a.s. ef hjólið er ekki í gír. Mótor er eins og áður sagt 999cc, kemur með nýrri hönnun á stimplum og knastás, S hjólið er sagt 145 hestöfl með 78 lb-ft tog. Þrátt fyrir allar þessar kröfur um minni hljóðmengun þá gefur hjólið frá sér bara nokkuð skemmtilegt purr ! Hjólið kemur með stillingu fyrir átak í afturdekk svo menn spóli sig ekki á hausinn, það eru þrjár stillingar, svo má einnig aftengja TCið (traction control).

Hjólið kemur að sjálfsögðu með sex gíra kassa, en engine afsláttar kúppling, nei þetta er hjól fyrir hjólamenn ekki tölvugúrúa (smá grin). Já höndlar vel og ekki nema von með þessa frábæru álgrind , 43 mm uppside down/inverted framdempurum sem hægt er að stilla. Vindhlífar gera ekki mikið en þó eitthvað á S hjólinu en virka vel á F hjólinu þó framrúða sé ekki stillanleg (skilst mér). Svo er bara að sjá og heyra hvað fyrsti eigandinn að þessari græju segir.

Því sem hælt er:

Sport hjól með “töffara” útlit og akstureiginleika

Fullt af afli en má samt nota í sæmilega löng ferðalög

Flott hljóð með orginal hljóðkút

Gott verð

 

Hvað mætti vera betra:

Ekki hægt að setja töskufestingar á F hjólið

Slær of snögglega af þegar inngjöf er slept

Kom helst til of seint fram á sjónarsviðið

 

Svo fylgir smá tæknibull fyrir þá sem eru allir fyrir tölur !!!

Engine: 999cc, liquid-cooled Inline Four

Bore x Stroke: 73.4 x 59.0mm (2.9 in x 2.3 in)

Compression Ratio: 12.2:1

Transmission: Six-gear with wet multi-plate clutch

Final drive: Chain

Fueling: EFI with SDTV with 44mm Mikuni throttle bodies

Exhaust: Stainless steel 4-2-1

Fuel Capacity: 4.5 gallon

Frame: Twin-spar aluminum

Front Suspension: 43mm inverted KYB fork with 4.7 inches travel; adjustable for preload, compression and rebound damping

Rear Suspension: Single KYB shock with 5.1 inches of travel, adjustable for preload and rebound

Front brakes: 310 mm floating dual discs, with four 32mm piston-equipped Brembo monobloc calipers

Rear brake: 220mm single disc, with single-piston Nissin brake caliper

Front/Rear Tires: Dunlop D214F 120/70ZR17 M/C; 190/50ZR17M/C

Rake/Trail: 25°/3.9 inch

Wheelbase: 57.5 inch

Seat Height: 31.9 inch

Curb weight: 459 pounds (F model 462 pounds)

MSRP: GSX-S1000 $9999, GSX-S1000 ABS $10,499, GSX-S1000F $10,999

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

2016-Suzuki-GSX-S1000-1 2

2016-Suzuki-GSX-S1000-2

2016-Suzuki-GSX-S1000-3

Read 1985 times Last modified on Friday, 27 November 2015 18:14