Sunday, 17 January 2016 08:13

TÍU HLUTIR SEM HJÓLAMENN “ELSKA” EKKI !!!!

 

Mótorhjól eru ekki spurning skemmtileg ökutæki. Það er í raun ekki skemmtilegra en að fara út að hjóla og já bara eitthvað sem og að vera frábært samgöngutæki (ja suma mánuði hér á landi).

 

 

 

Þessi tveggjahjóla ökutæki eru ekki bara skemmtileg heldur flest falleg á að horfa, en það eru allavega nokkur atriði sem fara í taugarnar á sumum okkar og hér eru nefnd tíu þessara atriða:

 

 

 

 

 

1. Umferðateppa

 

 

 

Mikil umferð er frekar leiðinleg og að þurfa að bíða í langri röð ökutækja án þess að getað farið á milli eða meðfram bílaröðinni er bara “pain in the ass”. Að vera búin að klæða sig í viðeigandi búnað og á hugsanlega ætla að hjóla með hóp vina og þú leggur af stað brosandi en ekki líður á löngu þangað til þú situr í umferðarteppu þar sem ekkert hreyfist. Og þú sem hélst að góða verðið  og fallegt útsýni myndi bíða þín sem og góðir samferðamenn, en nei aðeins mengun frá bíldruslum og viðeigandi spilun á bílflautur. Nær allir þessir ökumenn bíla eru að fara eitthvað en þú hjólamaður ert þarna til að hafa gaman af ferðalaginu á mótorhjólinu þínu. Verð að bæta því við að flestar siðmenntaðar þjóðir leyfa mótorhjólamönnum að aka milli bílaraða sem og meðfram þeim, en mótorhjólamenn gera það sjálfsögðu á eigin ábyrgð. Margir sem reiðhjólamenn gera þetta í dag og hafa gert nokkuð lengi og engin er svo sem að röfla yfir því (ekki mikið allavega) þó þeir séu á akbrautum, en um leið og mótorhjólamaður gerir þetta verða margir ökumenn bíla mjög svo fúlir vægt til orða tekið. (svona okkar á milli gæti ég skrifað miklu meira um umferða “menningu” reiðhjólamanna en sleppi því hér (á og nota reiðhjól sjálfur).

 

 1 - Traffic

 

 

 

2. Aumur afturendi (rass).

 

 

 

Hver man ekki því að eftir að hafa ekið mótorhjóli í a.m.k. tvær klukkustundir að verða orðin svona frekar aumur í rassinum og þessi kjötmesti hluti (hjá flestum) líkama þíns virðist orðin eins og straubretti. Að öllu jöfnu skiptir sætið auðvitað miklu máli, en það kemur alltaf að því að þú ert orðin svona frekar aumur og þreyttur þarna, í löngum ferðalögum virðist þetta venjast með dögunum, en alltaf kemur að því að þú ert farin að færa þig til í sætinu til að finna minna til. Það eru að sjálfsögðu til alls konar aukahlutir sem hjálpa til t.d. “sílikon” púðar o.s.frv. En að loknum löngum degi á hjólinu ertu orðin aumur, svona á léttu nótnum ætti formaður vor að koma á reglu um “rassnudd” frá félögum í lengri ferðum !!!!!!!!!!!

 

Sé Gulla fyrir mér að nudda rassinn á Sigurjóni (nei ekki falleg hugsjón !!)

 

 2-2 rass

 

 

 

3. Rigning

 

 

 

Að hjóla í rigningu er svo sem ekkert leiðinlegt ef þú ert rétt stemmdur og klæddur réttum búnaði, en oftast er það nær ekkert gaman að hjóla í rigningu, tala nú ekki um eins og akvegir okkar eru í flestum tilfellum. Af hverju er svona leiðinlegt að hjóla í rigningu ? þú getur orðið blautur, þér getur orðið kalt, grip versnar um heila helling, að taka af stað, í beygjum, við hemlun ofl. Og að sjálfsögðu verður skyggni verra, hjálmur getur móðast og tala nú ekki þá sem nota gleraugu. Ökumönnum á blikkbeljum líður bara að öllu jöfnu vel við þessar aðstæður þó þeir aki við sömu aðstæður, þ.e.a.s. þeir sjá verr, þeirra skyggni versnar einnig og grip hjá þeim er líka verra, en margir þeirra taka nú ekkert tillit til þessara aðstæðna og alls ekki gagnvart mótorhjólaökumönnum, nei hver hefur ekki fengið yfir sig vatnsgusu frá blikkbelju í rigningu, já jafnvel sumir sem virðast hafa gaman af því að gusa yfir hjólamenn og jafnvel gangandi, tala nú ekki um í borg Holuhjálmars. Bæti hér við að það eru alls konar leiðbeiningar á netinu hvernig best er að haga akstri mótorhjóla á netinu eða bara hlusta vel á vanari menn sem viðurkenna að það sé hættulegra að aka í rigningu.

 

 

3 - rigning og hjol

3-2 rigning

 

 

 

4. Að þurfa að halda á hjálmi sínum að loknum akstri

 

 

 

Ef þú ekur mótorhjóli mest innanbæjar eða bara stuttar ferðir í nágrannasveitarfélög þá kannastu nær örugglega við það að vilja ekki skilja hjálm þinn eftir á hjólinu án þess að getað fest hann við hjólið á öruggan máta, því hjálmar eru í flestum tilfellum frekar dýr búnaður. Þú vilt bara halda á honum til að tryggja að honum verði ekki stolið, eða falla af hjólinu og skemmast. Sum hjól eru með búnaði til að festa hjálmana við á nokkuð öruggan máta, en það gerist sam að það er rekist utan í á með þeim afleiðinum að þeir rispast og jafnvel skemma hjólið. Hver hefur ekki séð menn taka sér sæti á veitingastað fyrir hjálminn sinn eða bar næsta borð, með misjöfnum ánægjuröddum rekstraraðila eða annarra gesta.

 

 hjalmur undir hendi

4-2 kaffi

 

5. Hjálma hár !

 

 

 

Veit nú varla hvernig á að skrifa þetta, en reyni: Hverjum líður vel með hvernig hárið lítur út eftir að hjálmurinn er tekin af höfði voru. Ja allavega miðað við það sem ég les þá er fullt af eigendum mótorhjóla sem eru mjög fúlir hvernig hárgreiðslan fer í vaskinn við notkun hjálms, en ég trúi því varla að þarna sé verið að tala um KARLMENN, nei þetta hlýtur að eiga við konur og það skil ég svo sem, því ég hef heyrt konuna mína tala um þetta vandamál, en hugsanlega eru jafnvel einhverjir “hárgelkarlar”sem hafa áhyggjur af hári sínu vegna notkunar hjálms ! Er þá bara ekki rétt að raka af sér hárið ha ?! Spurning hvort er meira atriði innhald höfuðs ökumanns eða útlit hárgreiðslunnar ?

5 - hár

 

 

 

 

 

6. Að verða fyrir óhappi er vont

 

 

 

Það er mikill munur að sitja í járnbúri sem blikkbeljur eru þ.e.a.s. öryggissins vegna. Ökumenn bíla geta leyft sér ýmislegt við akstur sem útiloka er fyrir hjólamenn að gera. Bílstjórar gera ýmislegt undir stýri, t.d. borða, mála sig, greiða sér, tala í símann og telja sig samt hafa stjórn á blikkbeljunni. Þetta er hættulegt fyrir þá sem og aðra í umferðinni, ég tala nú ekki um eftir að svokallaðir “smart” símar komu til sögunnar, því þó símarnir séu “smart” þá eru ökumenn bíla sem nota þessi tæki til að lesa fésið, senda sms, nota snappchatt, lesa meil og senda !! Kannski ekki jafn “smart”. Allt ofangreint skapar hættu fyrir hjólamenn og þeir geta ekki leyft sér þetta því þeir þurfa að vera með hugann 100% við akstur mótorhjóls og vera rétt búnir til akstur þó þeir líti út fyrir að vera geimfarar, því einan vörnin við óhapp er klæðnaður þinn og því komum við að næsta atriði.

 

 6 - krASS

 

 

 

7. Rándýr búnaður hjólamanna

 

 

 

Að eiga og aka mótorhjóli er dýrt, ekki bara hjólið, tryggingar o.s.frv., nei sá búnaður sem bið þurfum að kaupa eins og t.d. hjálmur, klossar, hanskar, buxur, jakki, undirfatnaður, brynja, sólgleraugu, síðan regngalli og/eða svokallaðir Goretex gallar sem sameina marga hluti. Reynslan hefur sýnt okkur að það borgar sig yfirleitt ekki að kaupa eitthvað ódýrt, því sá búnaður endist ekki vel, gerir ekki það sem hann er auglýstur fyrir o.s.frv. Síðan er það spurning hvort við eigum að verðleggja öryggi okkar og þægindi. Vonandi verður þessi búnaður ódýrari í framtíðinni vegna breytinga á aðflutningsgjöldum, eða framleiðendur og söluaðilar lækka verð (já manni má dreyma!!).

 

7 -1 - fot

7-2 fot 

 

 

 

8. Vörubílar, rútur og strætó

 

 

 

Hafið ekið fyrir aftan stóran vörubíl eða rútu á heitum degi innanbæjar ? Sumir líkja því við að vera inní viðarkynntum pizzaofn, eða vera fastur fyrir aftan slík tæki á umferðaljósum ? Engin hefur áhuga að taka upp pípureikingar er það og nota púströr díeselvörubíls sem pípu ??!! Fyrir utan hvað þessi tæki eru oft hávaðasöm og hægfara, sem og að taka mikið pláss. Kannski eina jákvæða við rútur og strætó er að venjulegum bílum fækkar á akbrautum, allavega stundum. Sagt er að ráðamönnum höfuðborgarinnar dreymi um að allir séu á reiðhjólum eða taki strætó, það væri nú flott nóg pláss fyrir mótorhjólaökumenn= draumaheimur !!

 

 8 - rúta

 

 

 

9. Sprungin hjólbarði

 

 

 

Eini kosturinn við að aka á bíl að í þeim flestum er varahjólbarði, en ef við værum með slíkan búnað yrðum við að hafa tvo því ekki er hægt að nota afturfelgu að framan, ef einhver spyr afhverju ekki ? Ja sá ætti að halda sér við bíl er það ekki !! Það er frekar leiðinlegt að verða fyrir því að missa loft úr hjólbarða, tala nú ekki um einhversstaðar utan byggðar, fyrir utan hættuna sem getur skapast ef það “púnkterað”en þeir sem eru á hjólum með slöngulausum hjólbörðum geta bjargað sér með viðgerðarsetti og loftpumpu, t.d. eru eigendur og notendur drullumallara oft snillingar í því að gera við slöngur, svo bara að hafa einn slíkan alltaf með í för !! En hvað fer mest í taugarnar á flestum hjólamönnum?? Lesum um það að lokum (ja þeir sem hafa nennt að lesa hingað!!).

 

 

9-1 -flat tire 1

9-2 - flat tire 2

 

 

10. Farangur

 

Hverjum þykir gaman að því að vera með mikin farangur á hjóli sínu, t.d. tvær hliðartöskur, topptösku og jafnvel tanktösku, þær töskur eru mjög svo hollar fyrir lakkið á bensíntanknum !! Hjólið verður yfirþungt, já bara yfirleitt leiðinlegt í akstri, allavega leiðinlegra. Tala nú ekki um ef þú tekur farþega með að auki, allt í einu hefur hjólið jafnvel tvöfaldað þyngd sína. Ferðin verður bara allt öðruvísi, þú hallar hjólinu öðruvísi, þar er miklu erfiðaðra að leggja því og einnig er verra að stöðva. Sumir nota bakpoka en þá verður hugsanlegur farþegi að taka við honum. Svo verður þessi bakpoki til skemmtunar!!! þegar stöðvað er eða þannig (ekkert sko). Fá eða engin hjól eru flott með töskum, ja kannski nokkrir Harley og einn Bimmi. En stundum verðum við bara að taka með farangur, þá er eins gott að huga vel að því hvernig honum er komið fyrir á hjólinu, jafnt báðu megin og alls ekki of miklu hlaðið á hjólið. Ég man eftir einni utanlandsferð með konu minni, ég fékk leigt hjól með hliðar og topptösku (á Spáni) og þær voru sko fullvaxnar allar þrjár, að sjálfsögðu þurfti kona mín að taka með fimm skópör, nokkrar buxur, blússur, ofl. sem og hárþurrku, ja svona þetta all nauðsynlega !! Nú þegar ég ók af stað með farangur og konu mína, fann ég nærri því strax að framhjólbarði snerti varla malbikið og ég hafði litla stjórn á hjólinu, ég var svo heppinn að ferðafélagar gátu tekið sumt fyrir mig, því ég vissi að ég yrði frekar skilin eftir heldur en farangur konu minnar !! Erlendis verða í raun þessar töskur að vera læsanlegar því teygjur og bönd stöðva ekki þá sem vilja fá lánað hjá þér án þess að spyrja !!

10 - farangur

 

En þrátt fyrir allt sem ofan er talið þá er bara ekkert skemmtilegra en að aka mótorhjóli, svo það eru engin vandamál hjá hjólamönnum aðeins lausnir ekki rétt ??

 

 

 

 

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

 

Read 3338 times Last modified on Sunday, 17 January 2016 10:52