Friday, 05 February 2016 22:37

Honda CRF1000L Africa Twin 2016

Markaðurinn fyrir þessi svokölluðu alhliða mótorhjól fer stækkandi með hverjum degi þ.e.a.s. hjól sem má nota jafnt á malbiki sem á grófum malarvegum, svona græju sem hentar bæði vel í Reykjavík (holubæ) og á Kjalvegi. BMW R1200GS hjólið hefur í raun átt þennan markað að miklu leiti og þessi “ódýri” bimmi hefur selst eins og heitar lummur um allan heim. Honda hefur ekki mikið sótt inná þennan “dual” markað undandarin ár en nú verður breyting á með tilkomu gamals vinar: CRF 1000L Africa Twin og það er ekki dónaleg endurkoma.

 

A T - 3

Þetta hjól var hannað af Hondu með tvö orð í huga FER ALLT. Og það má sjá á hjólinu að markmiðinu virðist vera náð. Þótt hjólið virðist geta farið yfir nær flestar ófærur þá er það ekki mjög hátt í sæti og þyngdarpunkturinn er neðarlega. Mótorinn er tveggja strokka (paralle twin) 998cc. Afhverju ekki V mótor ? Jú með þannig mótor hefði hjólið orðið of langt segir Honda, sem og að með þessum mótor verður hjólið “grant” um mittið ef segja má svo. Hönnun mótors sækir mikið til hefðbundinna “drullumallarra”, með alls konar vigtarendum á hreyfanlegum hlutum innan mótors, mýkra átak minni titringur.

A T - 4

 

Honda kynnti hjólið til sögunnar á viðeigandi stað þ.e.a.s. í suður Afríku á lokuðu svæði sem hugsað er fyrir veiðimenn sem vilja skjóta villt dýr löglega. Mótorhjólablaðamenn frá hinum ýmsu mótorhjólablöðum var boðið að prufa hjólið í tvo daga (ég sá reyndar enga mynd af Njáli ökukennara/blaðamanni !). Blaðamenn sögðu strax við fyrstu prufur að hjólið væri alveg sérstaklega meðfærilegt við flestar aðstæður, en byrjað var á malbiki síðan malar og moldarvegum. Mótorinn togar virkilega vel frá lágum snúning, titrar nær ekkert þó hressilega sé snúið uppá rörið. Hjólið slær ekkert slöku við þó tveir sitji á því og vel fer bæði um ökumann og farþega. Hjólið liggur virkilega vel í gegnum beygjur þó undirlag sé laust í sér, en ekki reyndi eins mikið á hjólið á malbikinu því án gríns þá svona flaut það vegna hita þegar hjólið var prufað, ja hérna þetta gerist líka annars staðar en á Íslandi !!!! Búum við þá í vanþróuðu landi ??!! Hjólið vigtar um 503 lbs. og uppgefin hestöfl eru 94, þannig að þetta er ekki nein CBR1000RR Honda.

A T - 5

 

Hjólið kemur með ABS sem og átakstýringu í afturhjól og allt stillanlegt miðað við aðstæður, t.d. bara hægt að hafa ABSið á afturhjólbarða og þetta ABS kerfi kom mönnum vel á óvart hvað það virkaði vel í möl og lausu undirlagi, öfugt við mörg önnur mótorhjól með ABS. Tölvustýrða átakskerfið í afturhjól er með fjórar stillingar: O.Af – 1.sport og þá rennur hjólið til að aftan í hressilegri inngjöf og grípur lítið inní – 2. Heldur þér nokkuð frá því að fara á hausinn en samt smá spól – 3. Þú mátt bara ekki gera neitt spennandi! Þessi búnaður þ.e. bæði ABS og spyrnuátakið (traction control) er einfaldur í notkun. Hondu hönnuðir lögðu nokkuð mikið á sig í því að hjólið tæki sem minnst vind á sig, hvort sem það er á hlið eða að framan. Vindhlífin þ.e. glerið veitir þér góða vörn og í raun of góða því ökumaður þurfti að standa upp þegar það rigndi því ekki var hægt að sjá yfir gler sitjandi.

A T - 7

 

Eftir hvern dag gátu blaðamenn spurt þá sem þekktu hönnun hjólsins, því Honda í allri sinni japönsku nákvæmni (lærðu þetta af Englendingum !) höfðu fengið þá sem eins og áður sagt hönnuðu hjólið frá A-Ö á staðinn til að svara öllum spurningum fagmannlega. T.d. svaraði einn aðalhönnuðirinn spurningum um hvað það væri sem gerði hjólið svona gott í meðförum við flestar aðstæður: Þrjú aðal atriði sagði hann: Grindin þarf að vera nógu stíf en ekki of stíf-hlutföl milli mótors og grindar þ.e. að mótor taki ekki of mikið pláss sé partur af grindinni – því er mótorinn festur í grindina á sex stöðum. Miðað við spurningar og svör prufuökumanna blaðanna þá sagði þessi hönnuður að nær öllum atriðum hefði verið náð og hjólið fengi nærri því 10 í einkunn ekki leiðinleg niðurstaða í nýhönnuðu hjóli, því oft er sagt að kaupa aldrei fyrstu árs framleiðslu af nýju hjóli.

 

Hjólið er með stillanlega fjöðrun bæði framan og aftan og jafnvel verksmiðjustilling virkaði vel við flestar aðstæður og misjafna þyngd ökumanna. Mjög gott er að standa á hjólinu þegar ekið er yfir ójöfnur því jafnvel standandi liggur stýrið vel fyrir flestum ökumönnum sem og hjólið er mittismjótt eins og áður sagt, stýrið leggur vel á svo hægt er að aka hægt í gegnum krappar beygjur án fyrirhafnar. Africa Twin hjólið er boðið velkomið aftur þín hefur verið saknað sögðu blaðamenn, Bimminn má fara að vara sig því: There is a new kid in town !! En hér að neðan má sjá tæknilegar “spekkur” sem og kosti og galla, því jafnvel Honda framleiðir ekki gallalaus hjól (úff ætli vinur okkar Tryggvi Bacon í Eyjum hafi heyrt þetta).

A T 9

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

 

UPS

DOWNS

2016 Honda CRF1000L Africa Twin

  • Clean-sheet design that delivers in all conditions
  • Good suspension and chassis
  • Refinement at every level
  • Power-to-weight ratio could be better
  • Vague on-road handling
  • A bit too sensible

 

SPECIFICATIONS

PRICE

$12,999 base; $13,699 DCT

ENGINE

Liquid-cooled parallel twin

DISPLACEMENT

998cc

BORE x STROKE

92.0 x 75.1mm

INDUCTION

EFI

TRANSMISSION

Constant mesh 6-speed manual/6-speed DCT w/ on- and off-road riding modes

FRONT SUSPENSION

45mm Showa cartridge inverted fork; 9.0-in. travel

REAR SUSPENSION

Pro-Link single shock w/ hydraulic preload; 8.7-in. travel

BRAKES

Dual 310mm wave discs front, 256mm wave disc rear; ABS; parking brake on DCT model

FRONT TIRE

90/90R-21 tube type

REAR TIRE

150/70R-18 tube type

SEAT HEIGHT

34.3 & 33.5 in.

WHEELBASE

62.0 in.

RAKE / TRAIL

N/A

FUEL CAPACITY

5.0 gal.

CLAIMED WET WEIGHT

511 lb. ABS, 534 lb. DCT/ABS

 A T 8  gamalt og nýtt

 

Read 2045 times