Tuesday, 01 March 2016 17:13

Nakið

Hér er næst síðasta óbirta greinin frá Óla bruna

 

Nú er öruggt að allavega margir halda áfram að lesa er það ekki ??!! En er ekki að öllu jöfnu gaman að sjá sumt nakið (spurt eins og sálfræðingur !!), Jú er nokkuð öruggt svar hjá mörgum því hvað hafa menn/konur í huga þegar svona er spurt. Í þessu tilfelli erum við að tala um Yamaha XSR900 sem er nakinn græja í café racer stíl, þetta er 115 hestafla græja, sem er þriggja strokka. Það er nokkuð öruggt að það er hægt að segja að Yamaha hefur hitt naglan á höfuðið í hönnun þessa hjóls. Það er virkilega flott að horfa á (nakið!!), er svona með “retro” útlit og síðan er hægt að kaupa á það alls konar aukahluti og gera það þannig að þínu og hver vill virkilega orginal hjól með sama útliti og öll hin, sem og að ekki skemmir verðið (erlendis!).

Hjólið er sagt “höndla” virkilega vel já beint úr kassanum. Það heldur vel línu sinni þó tekið sé hressilega á því útúr beygjum, jafnvel þó vegur sé ósléttur og það lætur þig vita hvað er í raun að gerast og svarar vel öllu sem því er boðið ef segja má svo. Fjöðrun er sögð góð og þá sérstaklega miðað við verð, sama með bremsur, en hjólið kemur með ABS. Blaðamenn gefa því fimm í einkunn af fimm mögulegum vegna aksturseiginleika sem og hemla.

Eins og áður sagt þá er mótor þriggja strokka 847cc og skilar 115 hestum miðað við 10.000 snúninga, tog er sagt 64.5 fet.lbs. miðað við 8.500 snúninga. Það er bein innspýting og hún virkar vel í nær öllum gírum þó hægt sé ekið í háum gír, en hjólið er sex gíra. Blaðamenn gefa mótor næstum hæðstu einkunn eða fjóra af fimm mögulegum ekki slæmt það.

Allur frágangur og útlit fær hæðstu einkunn eða fimm af fimm mögulegum, sem er ekki alltaf raunin þó hjólin komi frá Japan, t.d. það sem er yfirleitt úr plasti á mörgum hjólum í þessum verðflokki er úr áli á XSR900, semsagt flott græja. Hjólið er búið ABS og inngjöfs stýringu, með þrjá stillimöguleika, sem og átaksstillingu til afturhjóls og sú stilling gefur þér tvo möguleika, þannig að engin ætti að fara á hausinn en geta samt tekið einn Bacon (prjóna) þegar þú vilt. Hér semsagt á ferðinni frábær nakinn græja. Lesa má hér að neðan þetta tæknilega.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

2016 Yamaha XSR900 Specs 
Engine: 847cc liquid-cooled Inline Three,
12-valve, DOHC
Bore x Stroke: 78.0 x 59.1mm
Compression Ratio: 11.5:1
Fueling: Fuel-injection
Transmission: Six-speed
Clutch: Wet multi-plate; cable actuation
Final Drive: Chain; 16/45 gearing
Frame: Twin-spar aluminum
Front Suspension: KYB 41mm inverted fork with spring preload and rebound damping adjustment; 5.4 inch travel
Rear Suspension: KYB gas-charged shock with spring preload and rebound damping adjustment; 5.1 inch travel
Front Brakes: 298mm discs with Advics four-piston calipers w/ ABS
Rear Brake: 245mm disc with single-piston caliper and ABS
Tires: Bridgestone Battlax S20 120/70-17, 180/55-17
Curb Weight: 430 pounds (claimed, ready to ride)
Wheelbase: 56.7 in.
Rake/Trail: 25.0 degrees / 4.1 in.
Seat Height: 32.7 in.
Fuel Tank: 3.7 gallon
MSRP: $9,490 (Matte Gray), $9,990 (60th Anniversary Yellow & Black)
Warranty: One year, unlimited mileage

 

Read 2746 times Last modified on Tuesday, 01 March 2016 17:16