Friday, 26 August 2016 17:31

2017 Yamaha SCR950 – Nakinn skemmtun !!

Flest okkar hafa ekki bara gaman af því að horfa á hjólin okkar heldur auðvitað líka að nota þau, ekki rétt ! Það eru til mjög mörg hjól sem líta virkilega vel út sjónlega en þegar kemur að notkun þá jú skila þau þér áfram en það vantar alla skemmtun í aksturinn. Hvar ef við getum nú blandað þessu saman: Fegurð (ef segja má svo) og líka skemmtun !!

 

Yamaha hefur nú á örskömmum tíma hannað/framleitt mótorhjól sem eru “nakinn” og líta út eins og það sé virkilega gaman að aka þeim. Þeir þarna hjá “heimaha” eru með á sínum snærum virkilega flotta hönnuði. En það er ekki nóg að vera fallegur nakinn það verður líka að fylgja því skemmtun við akstur “sko” (einn sko fyrir formann vorn).

Yammi 1

 

Nú undanfarin nokkur ár hafa komið á markað café racer og scrambler hjól frá hinum ýmsu framleiðendum, t.d. Ducati og Triumph, en SCR950 yamminn sameinar í raun bæði smá café og aðeins meira scrambler, reyndar vilja yamma menn halda sér við að kalla hjólið scrambler, dæmi hver fyrir sig, en þetta virkilega flotta nakta hjól skilar líka öllu sem menn/konur sækjast eftir í akstri. Hvar sem komið var á hjólinu við prufuakstur vakti það athygli.

Yammi 2

 

 

Það kemur einhverjum á óvart að hjólið var í raun hannað hjá Yamaha motors USA og leitar aftur í tímann til hinna gömlu daga þegar hin ýmsu svokölluð “off road” hjól frá Triumph, BSA og Norton voru notuð í hinar ýmsu utanvega keppnir og í raun var eina breytingin frá götuhjólinu: Uppliggjandi pústkerfi og hlífðarpanna undir mótor, ja og einhver smá atriði !! Sjáum fyrir okkur Steve Mcqueen á fullri ferð á Triumph. SCR hjólið skilar okkar aftur í tímann að hluta til allavega teinafelgur, lítil framlugt, gúmmí hosur á framdempurum, tveir í einn púst og svona nokkuð töff scrambler útlit, eins og áður sagt.

 

En snúum okkar að aðalatriðinu hvernig er að aka græjunni ?? Stýrið er svona motorcross, en liggur alveg rétt fyrir manni við ásetu, sætið er frekar “þunnt” en pedalar eru staðsettir svona nær miðju og þú situr í nokkuð eðlilegri stöðu. Eina sem prufuökumaður kvartaði lítillega yfir var að hann rak stundum hnéð í lofthreinsara hlíf. Mótorinn er V mótor 60gráðu, loftkældur og virkar virkilega vel og þá sérstaklega togar hjólið hressilega, enda nær 1000cc tveggja strokka græja, en sendir samt nokkurn titring uppí stýri og fótpegga, já og við vissan snúning er lítil notkun í speglum.

 

Bensíntankur er frekar lítill og þú ferð ekki nema rétt rúmar 100 mílur á tank, sætið frekar þunnt og þessi smá titringur þá langaði prufuökumanni að halda áfram strax eftir að hafa fyllt bensíntank= gaman gaman þrátt fyrir auman rass og dofnar hendur !!!

Yammi 3 

 

Eins og mörg önnur hjól með þessu útliti og sögð Scrambler þá er þetta engin utanvegagræja, nei þetta hjól á heima að mestu leiti á malbikinu en hvað vita þessir prufuökumenn !! Framhjólbarði er 19” afturhjólbarði er 17” og þetta eru svona “semi” utanvega hjólbarðar, sætishæð er 32,7”, fjöðrun er svo sem ekki mjög öflug allavega ekki fyrir utanvegaakstur, að framan er hún 4.7” og að aftan ja aðeins 2.8” og eitthvað er hægt að stilla þessa fjöðrun. Hjólið vigtar 552 pund en virkar eins og það sé nokkuð léttara. “Höndlar” virkilega vel við nær alla aðstæður og flestir prufuökumenn urðu svona frekar villtir því hjólið bauð virkilega uppá hressilegan akstur, fer vel í gegnum beygjur en þú rekur fótstanda nokkuð fljótt niður, útúr beygjum togar hjólið virkilega hressilega og ekki flókið að prjóna því (bannað !!). Hjólið kemur með einum bremsudisk að fram og aftan og mættu vera betri.

 

Eins og nú er í tísku þá má kaupa alls konar aukahluti á hjólið til að gera það að þínu og bara gaman að því, ekki vilt þú vera eins og allir aðrir er það nokkuð ??!!! Yamaha hafa þarna komið með virkilega skemmtilega græju á góðu verði (ja svo segja þeir). Svo má lesa betur um allt tæknilegt af netinu.

Yammi 4 

2017 Yamaha SCR950 Specs
Base Price: $8,699
Website: 
yamahamotorsports.com
Engine Type: Air-cooled, transverse V-twin, SOHC, 4 valves per cyl.
Displacement: 942cc
Bore x Stroke: 85.0 x 83.0mm
Transmission: 5-speed, cable-actuated wet clutch
Final Drive: Belt
Wheelbase: 62.0 in.
Rake/Trail: 28.4 degrees/5.1 in.
Seat Height: 32.7 in.
Wet Weight: 552 lbs.
Fuel Capacity: 3.2 gals.
MPG: 87 PON min. (low/avg/high) 46.8/49.3/51.

 

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

Yammi

Read 3320 times