Wednesday, 07 December 2016 18:51

Jólasending frá Óla bruna

Metisse

 

 

 

Allir hafa heyrt um Rickmann bræðurnar ekki satt ??!! En þessir tveir ensku bræður Don og Derek voru þekktir í Englandi uppúr 1950 fyrir góða frammistöðu í alls konar “drullumallarakeppnum”. Þeir bræður voru alltaf að leita að hinu fullkomna mótorhjóli og þá aðallega að grindurnar væru nógu góðar. Þeir hófu síðan framleiðslu á eigin grindum og var fyrsta hjólið í kynnt til sögunar í mars 1959, sem þeir smíðuðu kallað: The Mongrel sem þeir síðan breyttu í Metisse sem er franskt orð yfir: Ekki hreinræktað dýr. Sagan segir okkur að hjól þeirra bræðra voru bara frábær þeir notuðu alls konar mótora, tveggja strokka frá Triumph og BSA, eins strokka frá Matchless og síðan þriggja strokka mótora frá Triumph og auðvitað (fyrir Hondumenn) fjögurra strokka mótora frá Honda. Þessi hjól voru allt frá hefðbundnum drullumöllurum yfir í alvöru Café racer hjól og keppnisgræjur. Sjálfur Steve Mcqueen taldi hjól sem hann fékk frá þeim til að nota í Off road keppnum besta hjól sem hann hafi notað, það hjól var með tveggja strokka Triumph mótor (breskt er best).

 

 

 

En sagan er ekki öll sögð því árið 1982 eignaðist Pat French búnaðin til að smíða þessar frægur grindur og hélt áfram að smíða í nafni fyrirtækis síns MRD og hélt þannig nafni Metisse á lífi ef segja má svo. Það var síðan að núverandi eigandi Metisse: Gerry Lisi sem ákvað árið 2005 að smíða hjól sem hann kallaði MK5 og þetta hjól var ekki bara grind framleidd af honum, nei nú átti að smíða nýjan mótor frá grunni og hann var kallaður Adelaide, tveggja strokka og átta ventla, nota átti alla nýjustu tækni við framleiðslu þessa hjóls, en samt allt sett saman af starfsmönnum en ekki “vél”mönnum”. Þarna átti að halda gamla stílnum en nútíma áræðanleiki.

 

 

Árið 2008 hófst svo smíði Steve Mcqueen Desert Race replica hjólsins og var það gert í samráði við Chad son Steve, til að tryggja sem best að hjólið væri sem næst útliti gamla keppnishjóls Mcqueen, smíða átti 300 hjól í þessari sérstöku útgáfu.

En smá hnökrar urðu þess valdandi að þetta varð aldrei að fullkomnum veruleika, því Triumph verksmiðjurnar komu með sína eigin útgáfu af Steve Mcqueen hjóli og það í raun kollvarpaði hugmyndum Pat French, en Pat lét þetta ekki slá sig útaf laginu, því í dag má panta hjá honum í raun þrjár útgáfur af sama hjólinu, þetta Off road keppnishjól, síðan eins hjól með öllum búnaði til að aka á götunni og síðan Café racer hjól nakið eða með smá “feringu”. Þessi hjól kosta sitt enda handsmíðuð frá grunni, þú getur pantað eitt í dag og bíður síðan í þrjá til fjóra mánuði ef ég hef tekið rétt eftir!!!, þessar flottu græjur kosta: um 25000 pund og upp !! Jæja síðan er bara að bíða !!

Fengið að láni af netinu og þar má lesa miklu meira um Rickmann bræðurnar sem og sögu Metisse.  http://www.metisse-motorcycles.com/

Óli bruni

Cafe Racer

Cafe Racer með feringu

Gamli gamli

Mótor

Cafe spekkur

Nýi götu scramblerinn

Átta ventla nýi mótorinn

Steve 2

Steve M

Read 2751 times