Wednesday, 10 January 2018 18:03

Sigurjón Andersen - Sextugur 12.01.2018

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag hann Sigurjón. Já þó ótrúlegt sé þá hefur hann Sigurjón okkar náð því að verða sextíu ára, hvað er ótrúlegt við það, ja sko drengurinn lítur út fyrir að vera ekki deginum eldri en fimmtíu og níu ára !! Á þessum örfáu árum hefur okkar maður náð því að vera formaður eða í stjórn nærri allra klúbba landsins, sá eini sem vitað er af að hann hafi ekki leitt af sinni alþekktu snilli er Kvenfélag Hafnarfjarðar.

Sigurjón er þekktasti Gaflari landsins, þó víða væri leitað, enda ekki furða því hann er alltaf í sviðsljósinu, t.d. að reykspóla á gamla bílnum sínum sem framleiddur er hjá Fíat fyrirtæki í USA, eða að spara framdekkið á besta mótorhjóli heimsins Súkku Bandit og svona má lengi telja. Sigurjón segir reyndar að gamli bílinn hans sé kallaður Moppar eða var það Moppan ? Man það ekki, en okkar maður er búin að eiga þennan gamla bíl í tugi ára. Svo við komum nú aftur að formennsku og öðrum stjórnarmálum þá hefur Sigurjón leitt eina alvöru mótorhjólaklúbb landsins í lengri tíma en elstu menn muna þ.e.a.s. Gaflara. Fróðustu menn segja að hann sé æviráðinn í það hlutverk og hafi ákveðið það sjálfur enda hver gæti farið í sporin hans, nei engin.

Dellan hefur fylgt okkar manni í a.m.k. sextíu ár, ef ekki lengur. Hann hefur átt nær allar tegundir bíla, já meira segja Ford Mustang, sem hann sagði mér í trúnaði að væri sinn drauma bíll. Einnig hefur hann átt mjög mörg mótorhjól, já eflaust með þeim fyrstu hér á landi til að aka einu slíku, meðan ég man þá sagði hann mér líka að það sem hann ætti eftir já örugglega væri að kaupa sér Harley Davidson og þá svona “pysluvagn” eða touring hjól eins sagt er. Hans betri helmingur hún Anna sem svona okkar á milli er bara þrjátíu og fimm ára hefur stutt okkar mann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, eða eins og Anna sagði mér í trúnaði: Það sem ég leyfi honum enda býr hann á KR heimili.

Á síðari árum þegar það hefur aðeins hægt á mínum manni, t.d. snúið sér að trjárækt á svæðum þar sem í raun ekkert ætti að gróa, einnig hefur hann snúið sér meira að tækjum sem henta hans aldri betur, t.d. fjórhjóli sem hann keypti sér ekki fyrir löngu, enda kannski ekki eins stöðugur og hann var og fjögur hjól undir honum heppilegri en tvö. Ekki má gleyma húsbílnum og þó sumir segja að það séu endalokin að fá sér húsbíl, þá segir okkar maður að þetta sé frábær ferðamáti og fjórhjólið sé alltaf með í fylgd á kerru aftaní húsbílnum. Einhver vitleysingur sagði að enn einn klúbburinn (Húsbíla) sem Sigurjón hafi gengið í, heiti Gómarnir hvaðan sem nafn það er komið. Jæja tel nóg komið af “sönnum” sögum um okkar mann hann Sigurjón, en verð að bæta við í niðurlagi: Frábær ferðafélagi sem og félagi, eigðu góðan afmælisdag og megi þeir verða margir í viðbót.

Þinn félagi Óli (bruni)

Sigurjón

 Nýja áhugamálið, trjárækt !

 

 Sigurjón 1

Fjórhjól eru betri en tvíhjól !

 

 Sigurjón 2

Aflið þarf ekki að vera mikið !!

 

Sigurjón 3

 Draumahjólið mátað !

 

Sigurjón 4

 Standing on the corner!

 

Sigurjón 6

Fullkomið par, húsbíll og Bandit !

 

Sigurjón 7

The car !

 

Sigurjón 8

Eina mótorhjólið !

 

Sigurjón 9

Nú þekkjum við okkar mann !

 

 

 

 

Read 2476 times Last modified on Friday, 12 January 2018 04:54