Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Besta standard nakta mótorhjólið á árinu 2014 BMW

Besta standard nakta mótorhjólið á árinu 2014 BMW 9 years 6 months ago #4304

Sælir félagar.

Þessi hjól eru bæði mjög eiguleg og þó sérstaklega Bimminn en ég set smá
spurningarmerki við mótorinn,finnst þeir alltaf ljótir....(á BMWinum).

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Besta standard nakta mótorhjólið á árinu 2014 BMW 9 years 6 months ago #4301

Hvaða mótorhjól falla í þennan flokk? Í raun nokkuð erfitt að flokka hjól í þennan flokk, því það eru svo mörg hjól sem geta átt heima þarna en samt ekki. En það kemur engum á óvart að R nine T Bimminn sé valinn. Fyrir mig er þetta eitt best heppnaða nakta hjólið sem komið hefur fram í mjög mörg ár og þrátt fyrir að vera með boxervél !! Cafe Racerar, street fighter o.fl. hjól falla í þennan flokk og þessi Bimmi nær í raun þessu öllu í einum pakka. Svo er líka hægt nú þegar að kaupa alls konar aukahluti á þetta hjól. Nokkur önnur hjól komu til greina í þetta val t.d. annað hjól frá BMW og það er S1000R hjólið, en R nine T hjólið var valið og alveg skiljanlega. Útlit hjólsins er einstaklega vel heppnað og það eru svo margir hlutir á hjólinu sem benda má á þessu til handa: Grindin, bensíntankur, sætisfrágangur, pedalar, púst o.fl. Hægt er að taka hluta „subframe“ (afturhluti grindar þar sem sætið hvílir á) af og þar með gjörbreytir þú útliti hjólsins. Sætishæð er góð fyrir nær alla, þessi loft og olíukældi mótor er með virkilega gott tog og aflið virkilega gott miðað við tveggja strokka græju. Ef kaupandi nær sér í örfáa aukahluti þá er hann komin með bara flotta „custom“ græju. Þetta hjól seldist upp nær allstaðar þar sem það var í boði, nú er bara að bíða eftir árgerð 2015 sem nú þegar hefur verið kynnt til sögunnar t.d. á Tokyo Motor showinu, BMW verksmiðjurnar segja að engar breytingar hafi verið gerðar á hjólinu þar sem 2014 hjólið hafi verið svo vel heppnað. Nú þegar er komin a.m.k. einn 2014 hér á klakann.


Bimmi.PNG



Næsta hjól í röðinni í þessu vali hefur þegar verið valið og það var Yamaha FZ-07 sem nú þegar hefur verið kynnt hér á síðum Gaflara.


Heimahayammi.PNG



Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.140 seconds