Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Besta ferðahjólið 2014 BMW K1600GTL EX

Besta ferðahjólið 2014 BMW K1600GTL EX 9 years 6 months ago #4326

Besta ferðahjólið 2014 BMW K1600GTL EX

Með fyrirsöginni Besta ferðahjólið 2014 þá fóru örugglega Goldwing og Harley Ultra eigendur að brosa, því nú væri komið að þeim, nei ekki svo gott því fyrir valinu varð alvöru græja með SEX strokka línumótor frá BMW (uss menn fara að halda að ég sé einhver Bimma aðdáandi). Þetta hjól er alvöru ferðagræja og er alvöru lúxus græja. Kom fram á sjónarsviðið fyrir um þremur árum og vakti strax mikla athygli vegna sex strokka vélarinnar, sem menn höfðu ekki séð síðan Benelli, síðan Honda og að lokum Kawasaki komu með sínar sex strokka græjur. Þessi sex strokka græja fer virkilega vel með bæði ökumann og farþega, sagt er að nýja hjólið þ.e.a.s. Exclusive hjólið sé eins og að fara af almennu farrými yfir á Saga Class, hvað varðar öll þægindi, með hita í sætum og hita í bakpúða farþega sem dæmi. Það þarf ekki annað en að horfa á hjólið með ökumanni á að það er auðsjáanlega þægilega áseta, stýrið liggur vel við ökumanni og hann situr í afslappaðri stöðu. Upptalning á öllu tæknilega dótinu tæki allt of mikið pláss og eflaust myndi engin nenna að lesa það hvort eð er, en í stuttu máli er hjólið þannig búið varandi allan tækni og stillibúnað að það er eins og á bestu ferðahjólunum X 2. Hjólið er með virkilega gott tog á nær öllu snúningssviðinu. Aflið er virkilega gott og engum ætti að leiðast, hljóð er hressilegt þegar snúið er uppá rörið, eins og oft er með sex strokka vélar. Hjólið kemur með öflugum bremsum og að sjálfsögðu ABS, samtengt átak er við það að taka í frambremsu, en afturbremsa virkar ein og sér, einnig er hægt að stilla átak til afturhjóls á þrjá mismunandi vegu, svo ökumaður ætti að vera nokkuð öruggur við flestar aðstæður t.d. eins og í rigningu o.s.frv. Einnig er hægt að stilla fjöðrun með takka í mælaborði og það eru þrjár stillingar í boði, þægilegt-venjulegt og sport. Hjólið „höndlar“ vel við nær allar aðstæður og flestum kemur það virkilega á óvart hvað má halla því í beygjum, auk þess sem hjólið er léttara en flest hjól í sama flokki. Hverjum langar ekki í sex strokka ferðagræju sem kostar jafnvel minna en ferða (touring) Harley í hefðbundinni útgáfu.

Bimminn.PNG


Það hjól sem komst næst Bimmanum kemur örugglega mörgum á óvart, en Motorcycle.com völdu auðvitað Breskt er best með því að setja Triumph Trophy SE í annað sætið. Þarna er kynnt til sögur önnur alvöru ferðagræja, Trumpinn er ekki eins sportlegt hjól og Bimminn en alvöru ferðahjól þrátt fyrir það. Hjólið er með þriggja strokka 112 hestafla mótor við 9000 snúninga, ekki aflmesta hjólið en samt með virkilega skemmtilegan mótor. Hjólið kemur með topptösku sem hægt er að fjarlægja ef menn vilja, góðu hljóðkerfi, hituðu sæti og hraðastillingu, sem og fullt af öðru dóti eins og öll alvöru ferðahjól eru búin í dag. Hjólið vigtar þó nokkuð minna en Bimminn sem er um 800 pund en Trumpinn er um 670 pund. Vindvörn er sögð með því besta jafnvel betri en á Bimmanum, áseta er góð bæði fyrir ökumann sem og farþega. Verðið er vel samkeppnisfært og er Trumpinn nokkuð ódýrari en Bimminn.


Trumpinn.PNG


Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.139 seconds