Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Þríhjól þess sem þorir ! En þú ?

Þríhjól þess sem þorir ! En þú ? 9 years 1 month ago #4486

Hvað er eiginlega að gerast á þessari heimasíðu, eru menn hættir að hafa áhuga á mótorhjólum eða orðnir of gamlir til að aka tæki með tveimur hjólum ??!! Nei alls ekki, allavega ekki ég, en eins og margir þá er ég með alveg ólæknandi tækjadellu og nær allt með mótor og hjólbörðum vekur áhuga ef það er öðruvísi en það hefðbundna. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég sá fjallað um þetta þríhjól og það vakti strax athygli mína og ekki varð áhuginn minni þegar ég sá það „life“ í USA fyrir um tíu árum.

Rex.PNG


Þessi græja heitir T-Rex og er í einu orði sagt ofurgræja á þremur hjólum, tveimur að framan og einu að aftan. Hjólið er framleitt í Kanada og er skráð sem mótorhjól í norður ameríku.
Blaðamenn sem prufað hafa T-Rexinn segja að nær öll ökutæki sem þeir prufa megi vera ca. 20% aflmeiri, en það á alls ekki við Rexinn sem skýrður er eftir risaeðlu (skrýtið !!). Nei Rexinn er það aflmikill að jafnvel atvinnuökumenn ráða ekki við allt það sem hjólið hefur uppá að bjóða. Sem dæmi snúðu Rexinum í 5000 rpm og slepptu kúplingunni og þú ert komin í 100 km hraða á 3.9 sekúndum, þ.e.a.s. ef þú hefur ekki spólað í hring. Þessi hröðun er á við bestu sporbíla heimsins, já þú myndir eflaust sjá grátandi menn á Lamorghini eða Porcshe Turbo !! En Rexinn er ekki bíll nei hann er skráður sem mótorhjól. Búið er að framleiða Rexinn í mjög mörg ár, en núverandi eigandi tók fyrirtækið yfir árið 2008.

T-Rex1.jpg


Eins og áður sagt er Rexinn framleiddur í Kanada og er handsmíðaður að mestu leiti. Grind er rörgrind úr stáli og sverleiki röra er 1.5 tommur. Skrokkurinn er úr Fíber (glass). Vélin er staðsett fyrir aftan ökumann og hún er margreyndur mótor frá Kawasaki semsagt tekin úr Kawasaki Ninja ZX-14. Þessi mótor er 1352cc fjögurra strokka og uppgefin 197 hestar, en Rexinn vigtar rétt rúm 1000 lbs. Öll fjöðrun er með því betra, en að aftan er nokkuð hefðbundin afturgaffall með tveimur dempurum og afl flutt í afturhjólbarða með keðju.
Sagt er að það sé bara á færi fimleikamanna að koma sér í ökumannssætið, en það er gert léttara með því að fjarlægja stýrið eins og á formúlubíl. En flestir komast fljótt uppá lag með að stíga inní Rexinn. Sæti eru stillanleg svo það er til þæginda, sem og bremsu, kúplings og bensínpedalar. Að aka Rexinum segja sumir sé eins og að taka þátt í teygjustökki. Hægt er að snúa vél í 11000 snúninga en flestum dugar að halda sér í 5000 snúningum. Það eru engin hjálpartæki sem aðstoða ökumann, nei ekki „power“ stýri né bremsur, engin spólvörn nei bara ökumaðurinn og græjan. Þú verður í raun að læra að aka uppá nýtt. Það tekur nokkurn tíma að læra inná Rexinn því ef þú verður kærulaus með inngjöf þá refsar hann þér hressilega. Þó ökumaður eða farþegi þurfi í raun ekki að nota hjálm þá margborgar það sig, bara til að verjast því sem önnur ökutæki senda þér óumbeðin, sem og að þú ert með annars vindinn/rykið beint í andlitið.

T-Rex2.jpg



Prufuökumenn reyndu í nokkur skipti að gefa Rexinum hressilega (ekið var í Japan þar sem Rexinn var kynntur 2014) og ef stýri sneri ekki alveg rétt var afturendi hjólsins komin í öfuga átt með hraði, já eins og áður sagt ekki mörg ökutæki sem seld eru almenningi sem hafa of mikið afl en Rexinn er eitt þeirra segja þeir. Það má reykspóla Rexinum í nær a.m.k. fjórum gírum af sex. Þú munt aldrei í raun þurfa að nota nema lítinn hluta aflsins. Rexinn fer leikandi í hundrað í fyrsta gír og hröðun er hressileg vægt til orða tekið í öllum gírum. Þú getur leikið þér allan daginn við að reykspóla eða „drifta“, en við „drift“-slide“ verða menn að kunna til verka.

T-Rex3.jpg


Að skipta Rexinum er miklu líkara hjóli en að skipta bíl þ.e.a.s. hægt að skipta um gír mjög hratt. Og það er eins gott að afturdekk sé alvöru að taka við öllu þessu afli, en stærð þess er 295/35ZR-18 og er frá BF Goodrch. Prufuökumenn sem ekið hafa Formúlu 1 bíl segja að Rexinn sé það næsta sem líkist því. Þér mun aldrei leiðast við að aka Rexinum ef svo er þá situr þú enn á bílastæðinu, þetta er græja sem skemmtir þér eins og „rússibanaferð“. Bremsudiskar eru á öllu hjólum og það eru fjögurra stimpla bremsur (calibers) frá Willwood og ökumaður þarf að stíga hressilega á bremsuna til að stöðva Rexinn, en það venst eflaust segja þeir. Rexinn er frekar breiður og þar sem tvö dekk eru að framan og eitt að aftan, þá er erfitt að forðast misfellur eða annað á götunni, en þrátt fyrir að þú sitjir nær á götunni og fjöðrun frekar stíf og stutt, þá fer nokkuð vel um ökumann sem og farþega. Allur frágangur er til fyrirmyndar sem og að allt er hugsað fyrir útiveru. Allt mæladót er frá Kawasaki. Því að fara í fallhlífarstökk, teygjuhopp eða rússíbana þegar menn geta keypt (sumir) T-Rex, en Rexinn kostar frá ca. 50þús dollurum.
Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni
Sjá meira: www.motortrend.com/features/performance/...drive/#ixzz3Q1FjiYh4
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.143 seconds