Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Stuttar "sannar" sögur um Gaflara

Stuttar "sannar" sögur um Gaflara 8 years 11 months ago #4520

Set hér í spjallið sögu nr. 2 sem síðunni barst:

Gaflari einn sem á mótorhjól situr útí garði heima hjá sér í góða veðrinu (já já þetta gerðist fyrir þremur árum) er að fá sér einn kaldann og bara hafa það huggulegt. Hjá honum liggur hundurinn hans og sefur í rólegheitunum. Þá kemur þarna löggubíll og útúr honum stígur svona fósturvísir (mjög ung lögga) og gengur valdsmannslega að Gaflaranum og segir með mikilli áheyrslu: Átt þú þennan hund ?? Já segir Gaflarinn og fær sér annan sopa af bjórnum. Þá segir löggan já þú ert í slæmum málum góði minn (góði minn er vinsælt hjá löggunni) því það er búið að kæra hundinn fyrir það að elta mann á mótorhjóli og það er sko alveg bannað. Gaflarinn segir: Er það öruggt að það sé minn hundur, ég tel þetta helvítis lygar, hundurinn minn er próflaus, á ekki mótorhjól og að auki ef hann ætti mótorhjól þá gæti hann ekki ekið því, hann er svo slæmur af gigt vegna aldurs og gæti aldrei kúplað eða tekið í handbremsu. Ekki fer sögum af svari löggunnar !!!
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.136 seconds