Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Fleiri stuttar "sannar" sögur um Gaflara

Fleiri stuttar "sannar" sögur um Gaflara 8 years 11 months ago #4521

Gaflarinn ók um sveitarveg einn fyrir austan fjall og ekur þar fram á bónda einn sem er þarna á hestbaki og með honum er hundurinn hans og einnig svört rolla (kind). Gaflarinn spyr bóndann má ég ræða við hundinn þinn ? Bóndinn segir Snati kann ekki að tala. Gaflarinn segir þá Snati hvernig hefur þú það ? Snati segir: Bara gott mér líður vel. Bóndinn trúir ekki sýnum eigin eyrum þegar hann heyrir Snata svara. Og Snati bætir við já hann gefur mér að borða, fer með mig í göngutúra og notar mig alltaf í smalamennsku, já mér liður bara vel. Bóndinn horfir opinmynntur á þetta allt saman. Nú spyr Gaflarinn bóndann hvort hann megi tala við hestinn hans ? Bóndinn segir hann Skjóni kann ekki að tala. Gaflarinn segir við Skjóna: Hvernig hefur þú það Skjóni minn ? Skjóni segir ég hef það bara flott, alltaf nóg að gera, nóg að éta, gott húsaskjól og mér líður bara virkilega vel skal ég segja þér. Bóndinn er nú alveg orðin orðlaus og skilur ekki neitt í neinu. Að lokum spyr Gaflarinn bóndann, má ég ræða við svörtu rolluna þína. Þá er bóndanum öllum lokið og segir með miklum látum: Þessi helvítis rolla er bara bölvaður lygari !!!
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.128 seconds