-
Þriðjudagsfundur 5. mars
Á næsta þriðjudagsfundi (5. mars kl. 20:00) kemur Guðmundur Bjarnason aftur í heimsókn og sýnir okkur myndir og segir frá seinni hluta heimsferðalags síns á BMW mótorhjóli, þ.e. frá Norður Ameríku. Kaffi, kleinur og konfekt verður á sínum stað. Hvetjum alla félaga til að koma og hlusta á spennandi ferðasögu. kveðja Stjórnin
- Fjórhjólaferð (og Ford trukkur)
-
Árgjald 2019 og aðalfundur
Ágætu félagar. Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir árgjaldi 2019. Síðan verður aðalfundur okkar haldinn 8. mars n.k. kl. 20:00 að Strandgötu 43. Dagskrá skv. lögum klúbbsins. Stjórnin
- Helgarferðin STÓRA 2019
-
Eggið og hænan
Á að skrifa um eggjaframleiðslu á mótorhjólasíðu ? Ja SKO því ekki því þessi sem skrifar þetta bullar annað eins ekki satt. En gerumst nú alvarleg: Á lítlilli eyju (reyndar mjög stór) sunnan megin við “aukaeyjuna” eru höfuðstöðvar Honda á Íslandi (nei ekki Vatnagörðum), þessar höfðuðstöðvar eru staðsettar nálægt þeim stað þar sem “skemmtiferða/flutningsskip” eyjamanna leggjast að. Staðsetning er hugsuð með það í huga að allir vara/aukahlutir í Hondu berist sem hraðast til Honduheima, já meira að segja hóf forstjóri/gjaldkeri/ritari og aðal tæknimaður Honda störf við að stjórna höfninni til þess að skipin áðurnefndu gætu lagst að bryggju án tafa.…