Sælir félagar.
Heimasíða í þessum stíl er svo sem ágæt að vissu marki. Hún er þó að ákveðnu marki barn síns tíma, því getur verið strembið að neita svo vel sé. Vandinn með þessa annars ágætu heimasíðu hjá okkur er hversu erfitt menn eiga með að koma inn efni og myndum. Ég hef líka einhvern tíma sagt, að mér finnist það halda aftur af frjálslegum og góðum samskiptum félagsmanna á milli að hún er opinn fyrir heimsbyggðina að lesa. Það mun kosta þó nokkra peninga og/eða vinnu að endurbæta hana svo vel sé. Það kostar einhverja tugi þúsunda að hýsa síðuna ár hvert.
Fésbókin bíður upp á allt og meira til, sem félagið þarf og ég veit að hver svona klúbburinn af öðrum, sem hafa rekið heimasíðu hafa hætt því og fært sig þangað. Það kostar ekkert að hafa síðu þar. Lítil "undirdeild" í okkar ágæta klúbbi hefur um nokkurt skeið verið með
Fésbókarsíðu. Þangað eru allir Gaflarar velkomnir hvort sem er til að skoða eða vera. Held að flestir okkar séu á Fésbókinni hvort eð er en sumir þurfa kannski að kyngja smá stolti og viðurkenna að þeir hefðu aldrei átt að segja "ég fer ALDREI á fésbókina"
Annars styð ég heils hugar hvað sem stjórnin og/eða meirihluti félagsmanna ákveður í þessu sambandi.
Kveðja,
Einar Karl.