Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

tekið af billinn.is

Í bréfi til Elon Musk, forstjóra Tesla Motors spyrja norsku mótorhjólasamtökin NMCU þeirrar einföldu spurningar hvort að Autopilot sjálfstýribúnaður Tesla Model S sé prófaður með mótorhjól í huga. Ástæðan er slys sem varð á hraðbraut í Noregi í sumar þar sem að ekið var aftan á unga stúlku á mótorhjóli, en Tesla bíllinn var með Autopilot búnaðinn virkan. Stúlkan lifði slysið af en slasaðist alvarlega. NMCU segist ekki vera á móti búnaði í bílum sem geta komið í veg fyrir slys en benda réttilega á að enginn bíll sem er á markaði í dag geti kallast sjálfkeyrandi. Einnig benda samtökin á að í nýlegri rannsókn John F. Lenkeit sem kynnt var á mótorhjólaráðstefnunni í Köln í vikunni, að svokallaður ADAS búnaður (Advanced Driver Assistance Systems) er ekki nægilega prófaður með mótorhjól í huga. Norski markaðurinn er einn sá stærsti fyrir Tesla í Evrópu og þess vegna skiptir þetta talsverðu máli fyrir bílaframleiðandann. NMCU biður svo Tesla Motors í lok bréfsins “að hætta að markaðssetja sjálfvirkan skriðstilli bílsins sem Autopilot, sem fær eigendur Tesla bíla til að halda að þeir geti einfaldlega hallað sér aftur, farið að fikta í iPadinum sínum og hætt að hafa áhyggjur af akstrinum.” Svar hefur ekki borist frá Elon Musk enn sem komið er.

tekið af bifhjol.is

BMW er um þessar mundir að fagna 100 ára afmæli sínu með ýmsum hætti en BMW hefur reyndar aðeins framleitt mótorhjól frá árinu 1923. Mörg tilraunafarartæki eru kynnt á árinu og það nýjasta er framtíðarhjólið sem reynir að horfa 100 ár fram í tímann hvað mótorhjól áhrærir. Burðarvirki hjólsins og vélbúnaður breytir sér í takt við akstursaðstæður. Í akstri líkist “vélin” sem er algjörlega mengunarlaus hefðbundinni Boxer vél en þegar hún er ekki í notkun leggst hún saman eins og harmonikka. Þríhyrningsgrindin er án samskeyta og í henni eru engar legur. Hún beygist í akstri og stífnar við meiri hraða. Meira að segja stýrið er hraðanæmt sem og dekkin sem mýkjast þegar þess er þörf. Að lokum er gallinn sem ökumaður hjólsins notar er vélrænn og styður við ökumanninn í akstri, en á hjálmaglerinu er hægt að sjá helstu upplýsingar frá hjólinu, auk bestu aksturslína framundan.

Já hann á afmæli hann Gaflari og er orðin tíu ára !! Mér er sagt að þessi eðalklúbbur væri ekki svona gamall nema af því að maður einn sem heitir Sigurjón hafi haldið þessu gangandi með hjálp góðra manna (reyndar segja sumir að hann geri þetta allt einn !!). Og í tilefni afmælisins þá fannst mér rétt að senda inn smá umsögn um í raun eina alvörumótorhjól heimsins:

Suzuki Bandit 1250S

Sumir segja að verið sé að snúa klukkunni til baka, sé í raun bara það besta sem hægt er og því hefur Suzuki ákveðið að fara aftur í fornöld (uss ljótt að segja) og byrjað að framleiða aftur Banditinn og þá í formi 1250S hjólsins með ABS. Heyrði reyndar að einn sem býr í Hafnarfirði hafi sent Súkku mönnum í hrísgrjónalandi a.m.k. 5 meil á dag í nokkur ár og beðið um áframhald þessa eina eðalhjól heimsins !!

En snúum okkur að þessari græju sem reyndar er búið er að skrifa oftar um á þessari síðu en nokkuð annað og því verður þessi grein með styttra lagi, en eðlilega því þetta er BESTA mótorhjól heimsins (munum að þetta er afmælisgjöf). Hjólið á sér langa langa sögn eða frá árinu 1997, en þá var hjólið kallað 1200 en var í raun 1152cc og loftkælt. Í dag er það orðið 1255cc og vatnskælt já bara eins og Harley !! Hjólið er komið með betri vindhlífar heldur en þau fyrstu og mörgu öðru hefur verið breytt.

Afhverju að koma með þessa græju aftur ?? (Sigurjón) Jú markaðurinn vill nakinn hjól sem eru ekki of dýr og ekki með svo miklum tölvubúnaði að menn þurfa varla að hjóla lengur sjálfir !! Hjólið er með alveg nóg afl en það sem skemmtilegra að það er endalaust tog til staðar á öllu snúningssviðinu, útsláttur er við 9500 snúninga og eins og áður sagt þessi græja er ekki hugsuð til að snúa upp á rörið og búast við einhverju eins og t.d. GSXR hjólið nei hér er eins og áður sagt: Togið er aðal málið. Eins og allir vita og án nokkurs gríns þá er þessi mótor í raun nær skotheldur (spyrjið bara Sigurjón) og marg búin að sanna sig og hægt að “tjúna” hann endalaust.

Er hægt að setja útá Banditinn ?? Nei (segir Sigurjón) jú það er víst hægt og þá aðallega sagt að hjólið er ja frekar já það er Þungt/Hlunkur ef segja má svo. Bremsur eru góðar en mættu vera betri, en ABS kerfið virkar vel. Verðið á græjunni er líka frábært og ekki hægt að kaupa mörg 1200cc hjól á þessu verði eða um $ 9900 í USA.

Jæja allt tæknilegt fylgir með og það sem vantar uppá má lesa á netinu, en þetta er í raun bara skrifað fyrir okkar ástsæla formann hann SIGURJÓN.

Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni

.

 

 

 

 

                       

Dyno chart for the 2016 Suzuki Bandit 1250S ABS.

 

2016 Suzuki Bandit 1250S ABS

2016 Suzuki Bandit 1250S ABS

Base Price: $9,899
Warranty: 1 yr., unltd. miles
Website: 
suzukicycles.com

 

Instrumentation is a bit basic but includes a fuel gauge and is easy to read, day or night.

Engine
Type: Liquid-cooled, transverse in-line four
Displacement: 1,255cc
Bore x Stroke: 79.0 x 64.0mm
Compression Ratio: 10.5:1
Valve Train: DOHC, 4 valves per cyl.
Valve Insp. Interval: 14,500 miles
Fuel Delivery: 36mm dual throttle valve EFI x 4
Lubrication System: Wet sump, 3.7-qt. cap.
Transmission: 6-speed, hydraulically actuated wet clutch
Final Drive: O-ring chain

Electrical
Ignition: Digital transistorized
Charging Output: 400 watts @ 5,000 rpm
Battery: 12V 10AH

 

Front disc brakes offer good stopping power but need more feel. ABS is standard.

Chassis
Frame: Tubular-steel perimeter w/ box-section aluminum swingarm
Wheelbase: 58.5 in.
Rake/Trail: 25.3 degrees/4.1 in.
Seat Height: 31.7/32.5 in.
Suspension, Front: 43mm stanchions, adj. for spring preload w/ 5.1-in. travel
Rear: Single shock, adj. for spring preload & rebound damping w/ 5.4-in. travel
Brakes, Front: Dual floating discs w/ opposed 4-piston calipers & ABS
Rear: Single disc w/ 1-piston pin-slide caliper & ABS
Wheels, Front: Cast, 3.5 x 17 in.
Rear: Cast, 5.5 x 17 in.
Tires, Front: 120/70-ZR17
Rear: 180/55-ZR17
Wet Weight: 558 lbs.
Load Capacity: 490 lbs.
GVWR: 1,048 lbs.

Performance
Fuel Capacity: 5.0 gals., last 1.0 gal. warning light on
MPG: 87 PON min. (low/avg/high) 32.9/39.7/42.9
Estimated Range: 198 miles
Indicated RPM at 60 MPH: 3,200

Bandit 1

Bandit 2

Bandit 3

Bandit 4

 

Thursday, 22 September 2016 10:34

Frakkar lögleiða hanskanotkun á mótorhjólum

tekið af bifhjol.is

by       ·                            

 

screen-shot-2016-09-21-at-17-37-54

Frakkar leiddu í lög í dag að notkun mótorhjólahanska við akstur vélknúnna tvíhjóla er nú skylda. FFMC mótorhjólasamtökin hafa líkt og önnur mótorhjólasamtök hvatt til notkunar hlífðarfatnaðs en lagst gegn því að notkunin sé gerð að skyldu. Að sögn franskra yfirvalda eiga allir hanskar að uppfylla CEE staðla sem þýðir að þeir þurfi að uppfylla evrópska staðalinn EN 13594:2015. Lögleiðing hlífðarfatnaðar verður nú sífellt algengari í Evrópu, en notkun hanska, mótorhjólastígvéla, buxna og vestis hefur verið skylda í Belgíu síðastliðin tvö ár. Á Íslandi er notkun hlífðarfatnaðar einnig skylda en lögin tilgreina ekki hvað telst réttur hlífðarfatnaður. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa reynt að fá ákvæði um hlífðarfatnað í væntanlegum umferðarlögum í burtu. Á væntanlegum fundi Evrópusamtaka mótorhjólafólks (FEMA) í byrjun október verður fjallað sérstaklega um málið.

Sunday, 11 September 2016 19:37

10 ára afmælisfagnaðurinn

Nú styttist í 10 ára afmælisfagnað Gaflara sem haldinn verður 8 október n.k. í Kiwanisheimilinu Hjallahrauni.

Undirbúningur er kominn á fullt og von verður á góðu kvöldi með  veitingum og fleira.

Gott væri að þið félagarnir skráið ykkur á viðburðinn til að auðvelda áætlaða mætingu,

http://gaflarar.com/index.php?option=com_icagenda&view=list&layout=event&id=83&Itemid=304

 

Kveðja

Stjórnin

tekið af bifhjol.is

Samkvæmt rannsóknum tekur 95% mótorhjólafólks aflíðandi vinstri beygju of innarlega, oft með alvarlegum afleiðingum. Þetta á sérstaklega við þar sem beygjan er blind og hættir bifhjólafólkinu til að láta hjólið fara yfir miðlínu vegar. Í Austurríki er verið að prófa nýjar vegmerkingar sem eiga að draga úr þessari hættu og fyrstu niðurstöður eru jákvæðar. Að sögn Klaus Robatsch, yfirmanns rannsóknarinnar er margt mótorhjólafólk með litla reynslu í dag. “Margir tóku prófið sitt fyrir nokkrum áratugum og hafa ekið bílum án slysa í mörg ár. Það er hættulegt að halda að það sama gildi þegar sest er uppá mótorhjól eftir langan tíma” segir Klaus. Í Austurríki létust 83 í mótorhjólaslysum árið 2015 og 4.100 slösuðust alvarlega. Tíu prófstaðir með merkingum eins og þessum hafa sýnt góðan árangur að draga úr slysum, en með því að setja hirngi við miðlínuna reynir mótorhjólafólkið að halda sig hægra megin við og þar með minnkar hættan verulega.

Friday, 26 August 2016 17:31

2017 Yamaha SCR950 – Nakinn skemmtun !!

Flest okkar hafa ekki bara gaman af því að horfa á hjólin okkar heldur auðvitað líka að nota þau, ekki rétt ! Það eru til mjög mörg hjól sem líta virkilega vel út sjónlega en þegar kemur að notkun þá jú skila þau þér áfram en það vantar alla skemmtun í aksturinn. Hvar ef við getum nú blandað þessu saman: Fegurð (ef segja má svo) og líka skemmtun !!

 

Yamaha hefur nú á örskömmum tíma hannað/framleitt mótorhjól sem eru “nakinn” og líta út eins og það sé virkilega gaman að aka þeim. Þeir þarna hjá “heimaha” eru með á sínum snærum virkilega flotta hönnuði. En það er ekki nóg að vera fallegur nakinn það verður líka að fylgja því skemmtun við akstur “sko” (einn sko fyrir formann vorn).

Yammi 1

 

Nú undanfarin nokkur ár hafa komið á markað café racer og scrambler hjól frá hinum ýmsu framleiðendum, t.d. Ducati og Triumph, en SCR950 yamminn sameinar í raun bæði smá café og aðeins meira scrambler, reyndar vilja yamma menn halda sér við að kalla hjólið scrambler, dæmi hver fyrir sig, en þetta virkilega flotta nakta hjól skilar líka öllu sem menn/konur sækjast eftir í akstri. Hvar sem komið var á hjólinu við prufuakstur vakti það athygli.

Yammi 2

 

 

Það kemur einhverjum á óvart að hjólið var í raun hannað hjá Yamaha motors USA og leitar aftur í tímann til hinna gömlu daga þegar hin ýmsu svokölluð “off road” hjól frá Triumph, BSA og Norton voru notuð í hinar ýmsu utanvega keppnir og í raun var eina breytingin frá götuhjólinu: Uppliggjandi pústkerfi og hlífðarpanna undir mótor, ja og einhver smá atriði !! Sjáum fyrir okkur Steve Mcqueen á fullri ferð á Triumph. SCR hjólið skilar okkar aftur í tímann að hluta til allavega teinafelgur, lítil framlugt, gúmmí hosur á framdempurum, tveir í einn púst og svona nokkuð töff scrambler útlit, eins og áður sagt.

 

En snúum okkar að aðalatriðinu hvernig er að aka græjunni ?? Stýrið er svona motorcross, en liggur alveg rétt fyrir manni við ásetu, sætið er frekar “þunnt” en pedalar eru staðsettir svona nær miðju og þú situr í nokkuð eðlilegri stöðu. Eina sem prufuökumaður kvartaði lítillega yfir var að hann rak stundum hnéð í lofthreinsara hlíf. Mótorinn er V mótor 60gráðu, loftkældur og virkar virkilega vel og þá sérstaklega togar hjólið hressilega, enda nær 1000cc tveggja strokka græja, en sendir samt nokkurn titring uppí stýri og fótpegga, já og við vissan snúning er lítil notkun í speglum.

 

Bensíntankur er frekar lítill og þú ferð ekki nema rétt rúmar 100 mílur á tank, sætið frekar þunnt og þessi smá titringur þá langaði prufuökumanni að halda áfram strax eftir að hafa fyllt bensíntank= gaman gaman þrátt fyrir auman rass og dofnar hendur !!!

Yammi 3 

 

Eins og mörg önnur hjól með þessu útliti og sögð Scrambler þá er þetta engin utanvegagræja, nei þetta hjól á heima að mestu leiti á malbikinu en hvað vita þessir prufuökumenn !! Framhjólbarði er 19” afturhjólbarði er 17” og þetta eru svona “semi” utanvega hjólbarðar, sætishæð er 32,7”, fjöðrun er svo sem ekki mjög öflug allavega ekki fyrir utanvegaakstur, að framan er hún 4.7” og að aftan ja aðeins 2.8” og eitthvað er hægt að stilla þessa fjöðrun. Hjólið vigtar 552 pund en virkar eins og það sé nokkuð léttara. “Höndlar” virkilega vel við nær alla aðstæður og flestir prufuökumenn urðu svona frekar villtir því hjólið bauð virkilega uppá hressilegan akstur, fer vel í gegnum beygjur en þú rekur fótstanda nokkuð fljótt niður, útúr beygjum togar hjólið virkilega hressilega og ekki flókið að prjóna því (bannað !!). Hjólið kemur með einum bremsudisk að fram og aftan og mættu vera betri.

 

Eins og nú er í tísku þá má kaupa alls konar aukahluti á hjólið til að gera það að þínu og bara gaman að því, ekki vilt þú vera eins og allir aðrir er það nokkuð ??!!! Yamaha hafa þarna komið með virkilega skemmtilega græju á góðu verði (ja svo segja þeir). Svo má lesa betur um allt tæknilegt af netinu.

Yammi 4 

2017 Yamaha SCR950 Specs
Base Price: $8,699
Website: 
yamahamotorsports.com
Engine Type: Air-cooled, transverse V-twin, SOHC, 4 valves per cyl.
Displacement: 942cc
Bore x Stroke: 85.0 x 83.0mm
Transmission: 5-speed, cable-actuated wet clutch
Final Drive: Belt
Wheelbase: 62.0 in.
Rake/Trail: 28.4 degrees/5.1 in.
Seat Height: 32.7 in.
Wet Weight: 552 lbs.
Fuel Capacity: 3.2 gals.
MPG: 87 PON min. (low/avg/high) 46.8/49.3/51.

 

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

Yammi

Tuesday, 02 August 2016 17:54

Á að ná hraðametinu í Bonneville

tekið af visir.is

 

Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.

Sunday, 03 July 2016 17:49

"Tvíburar" á ferð

Formaðurinn og Gjaldkerinn fóru í stuttan hjólatúr í dag 3/7/2016 á eins hjólum, Kawasaki 900 árg 1986.

Í Grindavík mættum við 4 gömlum Bentley bílum á ferð um Ísland. Þetta eru 1928 og 1931 árgerðir.

Sjá myndir í 2 nýjum myndasöfnum.

Monday, 06 June 2016 21:13

Afmæli Drullusokka

Drullusokkar, vinaklúbbur Gaflara, áttu 10 ára afmæli 04.05.16 og í tilefni af því var afmælissýning þann 04.06.16.

Nokkrir Gaflarar mættu og tóku þátt í sýningunni.  Gaflarar færðu vinunum smá gjöf á þessum tímamótum.

Hér eru nokkrar myndir frá afhendingu gjafarinnar og eins er nýtt myndaalbúm frá Eyjum.

20160604 213653

 20160604 213728

20160604 213731

20160604 213739

20160604 213744