Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 08 June 2014 10:15

#25 frá Óla bruna - Honda CBX

Honda CBX sex strokka ofurhjól.

 

Hvenær hefst sagan jú eflaust þegar Benelli Sei sex strokka 750cc kom fyrst á markaðinn og gat sagt við vorum fyrstir já langt á undan ykkur !!! þ.e. frá kynningu Sei árið 1972/73, en Sei hjólið var í framleiðslu allt til ársins 1989, fyrst eins og áður sagt 750cc og síðan 1979 þá kom 900cc hjólið. Reyndar verður að bæta því við, þó við ætlum ekki að fjalla um Sei hjólið þá er grunnhugmynd mótor þess hjóls stolið frá Honda og þá í grunninn á CB500 fjögurra strokka. En í dag eru til svo ég viti tvö Sei hjól á Íslandi í eigu sama mannsins. En aftur að CBXinum sem var fyrst kynntur til sögunnar á árinu 1978 og er frábær grein í  febrúar hefti Cycle Magazine, en þar hittir Hr. Tadashi Kume aðal hönnuður Honda blaðamenn og segir eitthvað á þá leið: Við erum búnir að vera með CB 750 frá 1969 og nær ekkert breytt því og 550 er líka það sama og það var 1971. Við getum ekki setið á hliðarlínunni og horft á önnur ofurhjól koma á markaðinn þ.e. frá öðrum framleiðendum og við sitjum eftir (já hreinlega). En nú sagði Hr. Kume erum við komnir með hjól sem allur heimurinn á eftir að taka eftir og það hressilega (nefnir ekkert Benelli). Svo var það fallegan mánudagsmorgun að CBXinn er kynntur til sögunnar við Willow Springs kappaktursbrautina. Blaðamenn vita ekkert og þeir segja við heyrðum í græjunni löngu áður en við sáum hana og hljóð minnti á Porche á fullum snúning, en þarna voru fjórir Hondu mekkar að hita upp Sexuna. Þarna var græjan sex strokka alls 1047cc með fjórum yfirliggjandi knastásum og 24 ventlum og Honda hafði sett stefnuna á að fjöldaframleiða hraðskreiðasta mótorhjól heimsins. Ekki má gleyma öðrum hönnuði mótor hjólsins en það var Shoichiro Irimajiri. Reyndar voru hannaðir tveir mótorar einn sex strokka og einn fjögurra, báðir 1000cc og mjög litlu munaði í mældu afli við sveifarás sexan var mæld 103 hestar en fjarkinn 98 hestar. En sexann varð ofaná því Hondumenn töldu hann eiga meiri framtíð fyrir sér og væri að auki miklu þýðgengari og ýmislegt annað tæknilegt sem engin nennir að lesa um (nema einn á Akureyri). Það var sama hver sá þennan mótor innan Hondu firmans allir urðu þeir ástfangnir ef segja má svo. Að sjálfsögðu komu upp ýmiss vandamál eins og alltaf þegar nýtt hjól er hannað frá grunni. T.d. áseta og pláss fyrir ökumann, þ.e. hné/fótleggi og því var mótor látinn halla einar 33 gráður í grindinni. Svo að koma fyrir startara og alternator, því ekki mátti mótor verða of breiður, en sexan er aðeins tveimur tommum breiðari en CB 750 mótorinn, eða 23.4 tommur. Við fyrstu kynni sögðu blaðamenn að hjólið virkaði virkilega stórt, en um leið og farið var af stað gleymdist þetta allt. Sætið er þægilegt og stýrið sem er dulítið sérstakt liggur vel fyrir ökumanni. Mælar eru vel staðsettir og vel læsilegir ásamt idjótaljósunum. Síðan er tekið af stað með hljóði sem gleymist aldrei, já síðan Hailwood var á sexunni sinni að keppa. Prufuökumenn segja að Willow Springs brautin sé draumur flestra ökumanna, sérstaklega fyrir þá sem þekkja til. Fyrst var farið varlega til að kynnast græjunni. Síðan var farið að taka á því og frá 6500 snúningum að rauða strikinu sem er í kringum 9500 snúninga er mótor alltaf jafn þýður þannig að ökumanni finnst hann aldrei vera á of miklum snúning. Hvernig höndlar hjólið jú er svona viðkvæmt og þá sérstaklega útúr beygjum á fullri gjöf, afturgaffall virðist ekki alveg ráða við sexuna, það virðist sem afturgaffall og demparar hafi svona mætt afgangi !!. Hjólið svona fer í svona liðamóta „sving“ ef hressilega er tekið á því. En með því að aka hjólinu með réttu hugarfari og ekki kæruleysislega er það ja bara frábært í alla staði. Lítið mál er að ná 120 mílum á beinu köflum. Við inngjöf taka CV blöndungarnir við öllu sem þeim er boðið. Kúpplingsátak er létt og skiptingar eru léttar með svona smá „klonki“. Frambremsur eru sagðar virkilega góðar og diskarnir tveir eru 5mm þykkir en bremsudælur eru beint af gamla CBinum.  Af ofurhjóli er öll hönnun í útliti virkilega vel heppnuð og nýtur enn mikilla vinsælda um allan heim, en við Íslendingar eigum hugsanlega metið því ef sagan er rétt eru hátt í 60 CBXar hér á landi. Hjólið er svo sem engin léttavara og er um 600 pund (599.95) fullt af bensíni. Afl hjólsins var mælt reglulega og á heitum tíma dagsins mældist það 85.6 hestöfl við 9000 snúninga og tog var 52.27 pund á fet á 6500 snúningum og á sama tíma var þarna ein Zeta og hún mældist um79 hestöfl, besta mæling CBXins var 89 hestar á 9000 snúningum og þá á venjulegu bensíni. Kveikja hjólsins eru ekki platínur og hönnuðir Honda sögðu að eiginlega hefðu mestu vandamálin með CB 750 hjólið þ.e. með afl hefði mátt rekja til gamla kveikjudótsins. Blöndungar eru sex og eru 28mm frá Keihin og er blöndur nr. 3 tengdur við dælu og svo er þetta allt tengt saman, eins og sagan segir ekkert mál að stilla einn Amal, aðeins meira vesen tveir, þrír eru hausverkur, svo það ætti ekkert mál vera að stilla SEX Keihin blöndunga !!! Á ¼ mílunni voru skráðar ýmsar tölur og þar á meðal 11.62 sek og endahraði 117.49, geri aðrir betur á standard græju beint úr kassanum. En í hvað hentar þessi græja, jú svona sport touring. Komum nú aftur að mótornum þeir segja að hann gangi á 250 snúningum kaldur !! og síðan er hann í 700 snúningum heitur, draumur margra en þá hætta þessar græjur að smyrja sig grunar mig. Allavega hefur CBXinn heldur betur sannað sig á klakanum því eins og áður sagt þá eru um 60 stk. til á landinu og svona smá saga með: Því fyrir nokkrum árum langaði mig jafnvel í CBX og hringdi útaf einum á ebay í USA og karlinn sem svaraði var ekki lengi að koma því að hvort ég væri frá Íslandi, því hann hefði heyrt að við værum að kaupa alla CBX Ameríku til Íslands !! Lesa má betur um allt tæknilegt og sögu hjólsins á netinu, eða bara hringja norður.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni.

Friday, 16 May 2014 20:50

#24 - Meira BRESKT er BEST

Breskt er best, ekki spurning og þá erum við að tala um eitt af því besta frá Englandi: Triumph Trident T160 módel 1975 - The British Superbike

 

Við byrjum þetta á því að segja: Það er ekkert í heiminum eins og að aka Triumph  Trident Triple= Þrír strokkar sem sagan segir okkur að hafi tekið t.d. Hondu CB 750 í nefið í hraða og aksturseiginleikum en það er nú allt önnur saga. Saga þessa flotta breta hefst fljótlega uppúr 1960 þar sem hönnuðir Triumph þeir Bert Hopwood og Doug Hele héldu áfram að reyna þróa og hanna mótorhjól sem myndi tryggja framtíð breska mótorhjólaiðnaðarins. Fyrsta þriggja strokka vélin var með sömu borvídd og slaglengd og gamli 500cc speed twininn  (63X80mm), bara aðeins einum strokk bætt við. Cylinder (strokkhús maður verður að íslenska þetta !!) var úr stáli og drifbúnaður frá sveifarás að kúplingu/gírkassa voru þrjú tannhjól. Uppgefið afl í þessum mótor var um 59 hestar við 8000 snúninga. Þessi nýi mótor reyndist strax miklu þýðari en sá gamli tveggja strokka og já gaf meira afl. Því var þróun haldið áfram og næsta skref var að skrúfa saman þrjá þekkta hluti úr framleiðslu Triumph og þar höfum við mótor sem var 76mmX70mm. Svo þetta var í raun ekkert nýtt heldur að nota ætti það sem þegar var búið að hanna og nota (gamlir karlar að spara svo eigendur græddu meira). En hvenær var þessi nýja græja kynnt til sögunnar jú árið 1968 þegar bæði Triumph Trident T-150 og BSA Rocket Three voru kynnt til sögunnar, í raun svipuð hjól en samt ekki. Útliti hjólanna var ekki fagnað og þá sérstaklega ekki í USA og fljótlega var ákveðið að skipta um t.d. bensíntanka o.fl. fyrir USA markaðinn. En nær strax urðu þessi hjól meira en fræg á kappakstursbrautum heimsins skildu nær allt annað eftir í ryk/olíumekki, þ.e.a.s. þau sem náðu að klára viðkomandi kappakstur. T.d. vann þessi þriggja strokka breti fimm ( 5 ) T T kappastra í röð og þar varð frægastur hinn mikið þekkti Slippery Sam. Skoðum aðeins nafnið Slippery Sam áður en lengra er haldið: Nafnið er komið frá því að þessi hjól láku aðeins olíu, ja bara svipað og fyrstu Sand kast Hondu mótorarnir gerðu, ja allavega í kappakstri !! Þróun þessa þriggja strokka hjóls átti að halda áfram og næsti mótor átti að vera 830cc, en ekkert varð úr því, vegna stöðugra verkfalla og annars, en þó eflaust aðallega vegna tilveru úff verð að skrifa þetta Hondu CB 750 og svo Kawasaki Z1. Og í raun var það kraftaverk að síðasta týpa Trident hjólsins yrði að veruleika með tilkomu T-160 hjólsins sem leit út miklu nær BSA Rocket Three hjólinu, þ.e. mótor hallaði fram, einnig hafði mótor verið hækkaður í grind, hjólið var lengra í heildarlengd, komnar voru diskabremsur framan og aftan, já haldið ykkur komin var rafmagnsstartari sem virkaði (annað en á Norton Commando). Þessi síðasta tilraun Triumph með að framleiða alvöru „súperbæk“ kom allt of seint, en ekki má taka það frá þessu hjóli að það var með miklu betri akstureiginleika en hin tvö þekktu „súperbæke“ frá Japan CBinn og Z1. Þetta var að þakka góðri grind, mótor sat hátt í grindinni og lengd hjólsins. Sagan segir að gerðar hafi verið um tuttugu breytingar á T-160 frá eldri gerð hjólsins þ.e.a.s. T-150 hjólinu og svo aðalbreytingin að gírskipting fimm gíra kassans var færð á vinstri hlið að kröfum USA markaðarins og nú var T-160 hjólið komið með skiptinguna vitlausu megin !! En smá galli fylgdi einnig þessum breytingum, hjólið varð þó nokkrum kílóum þyngra eða heilum 40 lbs. Sætishæð varð nokkuð hærri. Svo auðvitað fyrir þessar grænu kerl%&ar lokaðra púst sem og lofthreinsari. En útlit hjólsins var til mjög mikils batnaðar og það er það sem oftast selur. Hjólið virkar stórt fyrir nær alla sem setjast á það, en virkilega gott tog er sagt (Norton Commando togar miklu betur !) og aflið en nokkuð gott miðað T-150 sem var þó aflmeira, en lítið mál að laga það með því að skipta um púst og lofthreinsara. Bensíntankur var til í tveimur stærðum fyrir þ.e. minni fyrir USA og stærri fyrir England. Hægt var að velja um a.m.k tvo liti gulur/hvítur og svona rauður/hvítur. En þetta virkilega skemmtilega hjól kom nokkrum árum of seint, miðað við hvað var boðið uppá á sama tíma eins og eina alvöru súperbæk heimsins Kawasaki Z1 og svo auðvitað Hondu CB 750 sem var orðin frekar þreytt á þessum tíma miðað við a.m.k. Kawann en ljósárum enn á undan Trident T-160, því bretinn hélt sér en við t.d. undirlyftustangir ja eins og Harley gerir enn. Þeir sem ekki hafa heyrt í Trident á fullum snúning með rétta hljóðkúta hafa ekki heyrt í mótorhjóli !!! Því má bæta við að saga þessara hjóla hélt áfram þ.e.a.s. bæði T-150 og T-160 því fyrrum starfsmaður Triumph verksmiðjunnar stofnaði fyrirtæki í sínu nafni L.P.Williams og viðhélt sögu hjólanna með smíði m.a. hins þekkta hjóls Triumph Trident Legend og voru smíðuð um sextíu hjól af þeirri týpu úr T-160 hjólinu, eitt þeirra er til hér landi og er nr. 9, er í dag í eigu mótorhjólasafns Akureyrar og ég átti það um tíma og kom því í það ástand/útlit sem það er í dag, en það var maður að nafni Palli sem flutti það inn frá Englandi og þá var hjólið svona mosagrænt og þar sem engin skráning var haldin hjá L.P. Williams um liti þessara 60 hjóla, þá ákvað ég að láta mála það í Ferrari rauðu. Nokkrir T-160 eru til hér á landi sem og T-150 og Hjörtur Jónasson skipstjóri með meiru á báðar týpurnar, því eins og sagt var í upphafi: Breskt er best.

Stolið og stílfært Óli bruni.

Friday, 09 May 2014 17:09

BRESKT er best

 

BRESKT er best, þarna er hjól sem hægt er að nota í allt og væri t.d.
ekki í vandræðum með ferðalag í sandi/fjöru. Menn geta selt götuhjólin sín (Hondur t.d.) og líka drullumallarana og fengið sér

TRIUMPH SCRAMBLER= BRESKT ER BEST:

https://www.youtube.com/watch?v=3nB2KD_UHeE

Yamaha XS 650 árg. 1977= Street Tracker

 

Að gera upp gamalt mótorhjól er að öllu jöfnu mikið gaman, allavega þegar vel gengur og fyrir mig hefur þetta jafnast nær alveg á við að hjóla (ja svona hér um bil), allavega þegar vetur konungur hefur tekið völdin. Þennan Yamaha (heimaha segja sumir Hondu eigendur) keypti ég af þeim eðalmanni Jóni Ásgeiri í Kickstart búðinni. Jón hafði byrjað á því að rífa hjólið og látið „powderkóda“ grind ofl. Ekki var í raun vitað um ástand mótors við kaup hjólsins. Ég byrjaði á því að fá vin minn Hjört Jónasson til að hjálpa mér við að koma Yammanum í gang og það gekk nú bara nokkuð sæmilega eftir að við komust að því að „sviss“ hjólsins virkaði ekki svo það var bara tengt beint á start „relay“ og gripurinn fór í gang, gekk bara nokkuð vel (ath. ný olía var sett á) og ekki furða því blöndunga sérfræðingur einn sem gengur undir nafninu Torfi Gull hafði komið við þessa tvo öldnu blöndunga frá hrísgrjónalandi. Eftir gangsetningu var mótor rifinn úr í annað sinn og byrjað að rífa hann til að sjá ástand innihalds og jú til að glerblása og mála það sem þurfti. Í ljós kom að nær allir slitfletir voru í góðu standi, meira segja tímakeðja. Efri hluti mótors þ.e. „cylinder“ og „hedd“ voru máluð með svörtu hitalakki og kantar slípaðir. Sveifarhús var einnig málað sem og mótorhlífar, sem sagt allt gert ORGINAL. Mótor í aftur og gagnsettur, en þess má geta að í hann er komin ný kveikja og „altenator“. En áður en mótor var gangsettur þá ákvað ég að fjarlægja allt sem viðkemur karlastarti (kickstart) og ætla að halda mér við konutakka (rafstart). Maður einn á suðureyjunni er líka búin að segja mér að hjól frá Japan þurfi ekki startsveif aðeins bresk hjól þurfi slíkt hjálpartæki þó þau séu með rafstarti. Framdemparar voru teknir í gegn, nýjar pakkdósir og olía, síðan var neðri hluti þeirra málaður. Allt nýtt í bremsur, sem og barki og dæluhús, allir nýir rofar á nýtt stýri. Ný keðja og tannhjól, nýir teinar í felgur, nýir hjólbarðar. Nokkurn tíma fór í að hugleiða hvaða pústkerfi ætti að vera á hjólinu, en flest hjól með þessu útliti þ.e.a.s. Street Tracker eru með pústkerfi tveir í einn og hljóðkútur á hægri hlið, en þá er hjólið hálf nakið vinstra megin, en allt smekkur manna. Því ákvað ég að þetta á hinn veginn þ.e. hljóðkúta á báðum hliðum. Allt pústkerfið kemur frá bestalandi (Breskt er best) og var svona aðlagað að Yammanum, pústgreinar skornar sundur og soðnar saman aftur, síðan voru þær vafðar með pústbandi, útbúnar festingar fyrir kúta o.s.frv. Það voru alls konar mælar og ljós fyrir ofan framljós, þetta var tekið í burtu og settur einfaldur hraðamælir og settar ljósa „díóður“ í lukt til að segja manni til um stefnuljós, aðalljós, hlutlausan og annað fyrir eldri borgara. Það var smá hausverkur að fela allt þetta rafmagnsdót sem hafði verið falið undir hliðarhlífum, eins og t.d. startpungur og annað, en tel að það hafi heppnast ágætlega. Nokkur pæling var í því hvort fela ætti rafgeymi en hætt var við það og hann sést í öllu sýnu veldi. Úr því að þetta útlit var valið þ.e. Street Tracker þá var að finna bensíntank (sumir nota orginal) og sætiskúpu, nokkrir aðilar framleiða þetta en er misjafnt eins og gengur og gerist.

 

Ég fann einn sem er á vesturströnd USA og pantaði hjá honum ýmislegt dót í endaðan september 2013 og í stuttu máli er ég ekki enn búin að fá allt=góð reynsla !!! Frambretti var lagað og afturbretti sett uppí hillu. Smá tíma var að ákveða sig með lit, en niðurstaðan varð Ferrari gulur. Maggi Jóns í Keflavík hefur málað allt fyrir mig í fjölda ára og síðustu ár hefur hans aðalmálari verið Alli, ég hef í raun bara eitt um þeirra vinnu að segja: Bestir og þakka þeim enn og aftur. Svo voru það svona smáatriði eins og stefnuljós eða ekki, en aftur öryggið á oddinn og ég setti „áttaleiðbeiningarljós“ á hjólið. Fullt var af öðru gert eins og allir þekkja sem gera upp hjól ORGINAL !! En látum þetta duga, nokkra ljósmyndir fylgja þessari sögu og látum þær enda þessa sögu, reyndar verð ég að bæta við að þegar síðasta ljósmyndin var tekin var eftir að setja afturljósið á og setja rafgeymi á sinn stað. Nú er bara eftir að sjá hvernig græjan virkar, ekki verið hægt enn því hann Kári getur ekki ákveðið sig hvort það sé enn vetur eða að koma vor.

Óli bruni (orginal)

 

Sjá myndir í mynda-albúmi

Smá alveg „sönn“ saga frá Hondu eiganda á suðureyjunni= Eyjahjól

Fyrir ekki svo mörgum dögum ræddi ég við Drullusokk nr. 1 og Hondumann Íslands um já hvað annað en Hondur, hann sagði mér í mjög svo stuttu ókrydduðu máli frá því að milli túra (já já hann er sko sjómaður með stóru ESSI) þá væri hann að teina felur á Hondur, já svo fá líka önnur óæðri hjól/felgur að fylgja með, svo væri hann að gera upp eitt stk. mótor úr CB750 Hondu sem væri með alltof stórum stimplum og öðru dóti sem ætti bara heima í grams safni NR. 1. Já það virðist alltaf vera nóg að gera í því að gera upp Hondur, ætli þær bili mikið eða bara gaman að taka þær í sundur og setja saman aftur. Sumum eins og mér t.d. líður bara best í bílskúrnum að gera eitthvað (hér bætir Tryggvi við) já þú bara eyðir fimm klst. í skúrnum á móti einni í akstur þegar þú átt Breta (Breskt er best)!!! Við félagarnir ræddum einnig um önnur hjól en Hondur, meira segja Kawasaki og hverslag ofurhjól það væru, þau kæmi líka með yfir þrjátíu ára ábyrgð, þau væru bara svo góð. En þá vildi Hrr. Bacon snúa máli sínu aftur að Hondu og bað mig sko að átta mig á því að nú nýverið hafi CB 750 Honda selst á Ebay í guðs eigin landi (USA) á litlar: 148.100 dollara sem er í kringum sautján milljónir og sjöhundruð þúsund: 17.700.000 og það voru yfir 100 manns sem börðust um gripinn. En sagan er ekki öll sögð, því þarna var um að ræða prótótípu sem smíðuð var árið 1968 og voru aðeins fjögur svona hjól smíðuð af Honda og þessi fjögur hjól voru í raun handsmíðuð og voru þau í fjórum litum, rautt, gulllitað, dökk grænt og eitt blágrænt. Aðeins er vitað um að tvö af þessum fjórum hjólum og þetta sem seldist á Ebay er eitt þeirra. Rauða hjólið var eyðilagt fyrir 1990, það gulllitaða endaði einhversstaðar í Evrópu þar sem það hvílir í pörtum, ekki er vitað um afdrif græna hjólsins en þetta blágræna er það sem selt var á Ebay. Þessi fjögur hjól vöktu strax mikla athygli þegar þau voru sýnd í USA. Mótor 736cc með rafstarti og diskabremsu að framan. Öll fyrstu hjólin voru með mótor sem kallaður er Sand kast (=lekur olíu) og voru um 7000 Sandkast hjól framleidd og Tryggvi segir að þau seljist líka á fullt af dollurum. Þessi fjögur fyrstu hjól voru líka með öðruvísi mótorhlífar, önnur pústkerfi og engan ádrepara. Selda Ebay hjólið er ekki uppgert heldur í orginal standi.

Óli # 173

Bob Hansen Honda og Daytona 200 kappaksturinn Í USA 1970

 

Ofangreint nafn þekkja að sjálfsögðu allir Hondu eigendur, allavega allir sem þekkja eitthvað til Hondu og kappaksturssögu Hondu. Bob þessi reyndar fór til hjólahimna ekki fyrir löngu þá orðin rúmlega níræður ef ég man rétt. En hvenær byrjar fyrir alvöru saga Bobs með Hondu verksmiðjunum, jú á því herrans ári 1969, þegar CB 750 Hondan var kynnt til sögunnar. En Bob var einn besti tæknilegi ráðgjafi Honda sem og umboðsmaður á  þessum tíma og í raun eini maðurinn með hringlaga augnaumgjörð í USA sem Hondumenn treystu og báru virðingu fyrir og þá er mikið sagt því í þessa dag og eflaust enn er mikil stéttarskipting í Japan. Hondumenn vildu koma þessu nýja súperhjóli strax á spjöld sögunnar, CBinn var ekki mjög þekktur þarna í USA á fyrsta ári hjólsins og því var það Bob sem bar upp þá tillögu að senda nokkrar CB 750 Hondur í Daytona 200 kappaksturinn árið 1970. Hondumenn voru ekki mjög hrifnir í fyrstu en þeir treystu Bob algjörlega, en töldu samt að CBinn ætti ekki mikinn möguleika á móti breska heimsveldinu (skiljanlega). Bob sagði þeim að þetta hjól væri  skothelt og sagði ég er þegar búin að selja ein 1200 stk. án þess að bilanir hafi orðið. Bob bætti einnig við: Ég veit að það verða eflaust nokkrir einkaaðilar sem munu keppa á CBinum og það væri alls ekki rétt að þeir aðilar settu svartan blett á sögu Honda og þessa nýja hjóls sagði Bob, því þessir einkaaðilar eiga ekki eftir að eiga mikinn möguleika á móti kappaksturshjólum sem hönnuð eru fyrir kappakstur og studd af verksmiðjum viðkomandi tegunda t.d. Triumph, BSA og Harley. Um leið og ákveðið var að Honda firmað tæki þátt í Daytona kappakstrinum þá var hafist handa að finna bestu ökumenn þess tíma og Bob gerði þá kröfu að a.m.k. einn þeirra yrði frá USA og þá skildi það vera Dick Mann. Fljótlega komu fjórir kassar til USA og í þeim voru fjórar „race“ CB Hondur. Þeim var strax komið til Daytona. Ásamt Bob voru á staðnum tveir topp „mekkar“ þeir Ron Robbins og Bob Jamieson, frá Englandi komu ökumennirnir Tommy Robb, Ralph Bryans og Bill Smith, ásamt „mekkanum“ Steve Murray. Aðal Hondumaðurinn á staðnum var sjálfur Nakamura sem öllu jöfnu hélt utanum Formúlu eitt bílahópinn í Evrópu. Þó þessar CB Hondur ættu að heita nokkuð hefðbundin verksmiðjuhjól þá voru þau mikið smíðuð úr Titanium o.s.frv. Þau láku olíu eins og góður breti á heitum degi.  Þar var sandkast vélinni kennt um (verð að skrifa þetta aftur ÞAU LÁKU OLÍU).

Þau láku það mikið að eftir nokkra prufuhringi kom Ron Robbins inná viðgerðarsvæði og sjá mátti að mótorhjólaklossar hans voru allir í olíu og hann sagði: þetta er eins og að hjóla á helvítis Norton, skömmu síðar fór Ralph Bryans á hausinn á brautinni og það kviknaði í Hondunni hans. Bresku „mekkarnir“ sem ekki kölluðu allt ömmu sína, sögðu skömmu síðar: Við erum búnir að gera við hjólið hans Bryans og það er tilbúið, Bob Hansen leyst minna en lítið á það, þar sem Honda Bryans hafði logað nokkuð lengi. Nú upphófst nokkuð mikið rifrildi milli USA og Englands og endaði með því að hópana skildi leiðir og hvor myndi sjá um sig. Alls konar bilanir voru að plaga menn t.d. á hjólinu hans Dick Mann var kúpling að snuða svo þegar olía var skoðuð þá kom í ljós að í henni var fullt af svörtu plasti og þar var tímakeðjustrekkjari úr plasti að molna niður. USA „mekkinn“ Bob Jamieson fór með slatta af olíu til Ensku „mekkana“ til að sýna þeim og vara þá við, en þeir höfðu ekki stórar áhyggjur af svona smá plasti, þó Jamieson segði þeim að þetta drasl ætti eftir að eyðileggja olíudælu og/eða stífla olíugöng og leiðslur. Bretarnir voru mættir til að hafa gaman af þessu og þetta væru óþarfa áhyggjur. Kappaksturinn er hafinn og fljótlega er Dick Mann orðin fyrstur og nokkuð langt á undan næsta manni. Svo fóru sum BSA og Harley hjólin að detta út vegna bilana sem og Hondurnar. Hondur bretana fóru ekki marga hringi Bryans fór þrjá og Robb tólf. Bob Hansen sagði Mann að fara að slaka á og fara vel með hjólið til að klára þennan langa kappakstur, en Gene Romero á Triumph nálgaðist Mann hratt og örugglega eftir dapurt start. Svo Mr. Nakamura skipaði Bob Hansen að segja Mann að skrúfa uppá rörið (bæta í), þrátt fyrir allar hefðir og virðingu sem eru höfð í hávegum hjá Japönum skipaði Bob Hansen honum Nakamura að koma sér frá og skipta sér ekki af þessu. Hjá Japönum hefði þetta að öllu jöfnu bara þýtt eitt: að óhlýðnast yfirmanni gróflega og þar með brottrekstur. Dick Mann vann kappaksturinn með stæl, gerði CB 750 frægt (já já Tryggvi) sem og hann sjálfan, þ.e. Dick mann (veit að Tryggvi er frægur svo það þarf ekkert að skrifa neitt um það). Eftir kappaksturinn sagði Bob Hansen af sér áður en honum yrði sagt upp af Nakamura og gekk til liðs við Kawasaki USA.  Bob frétti reyndar löngu síðar að Nakamura og Honda ætluðu sér alls ekki að reka hann, heldur hækka hann í tign. Blessuð sé minning Bob Hansen sem kom Hondu CB 750 á spjöld sögunnar.

Stolið og stílfært úr mótorhjólablaði:  Óli bruni

Honda NC700X 2014= Eyjahjól

 

Já ég tel rétt að ná einu nafni yfir Hondur= Eyjahjól, því eins og vitað er þá er eina mótorhjólið í heiminum Honda og ekki segja eyjamenn ósatt eða segja ósannar sögur það er sko vitað. En snúum okkur að þessu aðhliða hjóli Hondu NC700X, það lítur út í fyrstu sýn fyrir að vera svona hálfgert torfæru/endúró/ferðahjól í svipuðum stíl og t.d. V-Storm Súkka eða GS BMW og já Kawi Versis, en látum það ekki plata okkur, þetta er “pjúra” götuhjól þó mölin væri eflaust lítil fyrirstaða fyrir Xinn frekar en flest önnur hjól. Þessi græja ætti að henta nær öllum sem alhliða mótorhjól, ja þegar þú ert búin að venjast því að mótorútsláttur er við já 6500 rpm, svona svipað og Harley, nei aðeins ofar. Þessi lági útsláttur kemur flestum á óvart og því er gott að hafa augun með snúningshraðamæli.

Áseta er sögð mjög góð og þú situr svona uppréttur (sitja og biðja) og þar sem hjólið er mjög létt í meðförum segja sumir mótorhjólablaðamenn að þetta sé eitt heppilegasta hjólið í innanbæjarakstur sem til er (Hondu áróður!!) en líka megi fara á hraðari vegi án þess að líða ílla. Sætishæð er uppgefin 32.7 tommur svo ætti að henta flestum, hjólið er sagt með mjög góðu togi, þungamiðja er neðarlega og því er mjög gott að aka hjólinu á þröngum vegum, sem og bílastæðum. Eins og áður sagt er hjólið frábært til innanbæjarakstur, líka hægt að leggja hjólið vel í beygjum svo mörg afmeiri hjól ættu í vandræðum að elta þessa viðráðanlegu græju. En það verður samt að fara hratt í gegnum gíra til að ná sem mestu útúr hjólinu en muna eftir útslætti mótors.

Er ekki hægt að fara í ferðalag á græjunni, jú jú, þar á Xinn líka heima og þó umferð sé mikil þá er lítið mál að smeygja sér milli bíla, því ekki þvælist stærð hjólsins fyrir ökumanni, þú situr uppréttur og sérð vel yfir. Og togið hjálpar líka til með að þurfa ekki alltaf að vera hræra í gírkassa, en gírar eru sex og gott hlutfall milli gíra. Mótor er í raun 670cc og því skulu ökumenn ekkert að vera að reyna halda í einhverjar plastgæjur með langt yfir hundrað hestöfl.

Vindhlífar eru ágætar en “framrúða” mætti vera hærri/stærri en hún er til og kostar ekki mikið. Það sem við höldum að sé bensíntankur er geymsluhólf og tekur þó nokkuð mikið, engar aukatöskur nei bara opna bensíntankinn, meira segja hægt að koma fyrir lokuðum hjálm í fullri stærð sem er mjög heppilegt miðað við verð á alvöru hjálm.

Bremsur eru ágætar þó það sé aðeins einn diskur að framan og þó þú pantir hjólið ekki með ABS þá eru bremsur þannig að jafnvel óvanur ætti ekki að fara í götuna við snögga hemlun (orð blaðamanns). Fjöðrun er sögð góð og nær um sex tommu bæði framan og aftan, svona hátt í enduró fjöðrun, lítið hægt að stilla fjöðrun en hún telst fullnægjandi á hefðbundnum götum, en eins og áður sagt þetta er ekkert utanvegar mótorhjól en eigendur getað notað það í nær allt annað. Hjólbarðar eru frá Bridgestone og heita Battleax BT023 Sport Touring. Hægt er að fá allskonar orginal hluti frá Hondu á hjólið, harðar hliðartöskur, top box, hærri framrúðu, og miðjustandara. Hjólið vigtar um 470 pund, bensíntankur er undir sæti og tekur um 16 lítra og að hafa bensíntank þarna færir þyngdarmiðju neðar í hjólinu. Sagt að það sé mjög þægilegt að setja bensín á hjólið þ.e. svipað og á bíl bara stinga stútnum í og fá sér rettu á meðan rennur á, nei nei bara smá bull með rettuna. Hægt er að fá Xið með hálfsjálfskiptingu og ABS en það kostar. Blaðamenn segja að þeir hafi ekið hjólinu þúsundir km án þess að hjólið bilaði en það er nú nokkuð eðlilegt með allt frá Hondu, eina sem kvartað var yfir var kveikjuláslykill/sviss virtist endast ílla. Já þarna er komið heppilegt hjól fyrir nær alla bæði byrjendur og lengra komna, svo lengi sem þú ert ekki að leita að ofurafli eða torfærugræju. Lesa má um allt tæknilegt og meira til á netinu.

 

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Kawasaki Versys 1000 2013 sem er stóri bróðir litlu systur Versis 650.

Þó nokkrir hér á landi þekkja til Versis 650 og þar á meðal ég, það hjól kom manni verulega á óvart og ég fór tvo hringi um landið á því og dóttir mín einn, þetta litla hjól fékk allstaðar góða dóma. En nóg um minna hjólið það hefur sannað sig í nokkuð mörg ár hér sem og annarsstaðar. Nýja Versis hjólið þ.e.a.s. 2013 árgerðin er talið með í supersport touring og þar eru margir að keppa og ganga mislangt í að útbúa hjólin í að þau teljist líka til utan vegar græju eins og t.d. BMW GS 1200 hjólið sem er nú engin léttavara og eflaust bara fyrir hraustari menn að takast á við í torfærum, já og svona smá verðmunur. Nýja 1000 hjólið hefur verið uppfært nokkuð mikið frá síðustu árgerð segja framleiðendur.

Allt er gert til að hjólið verði þægilegra í meðförum, í akstri sem og áræðanleika. Útlitslega séð er hjólið bara flott svona eigum við að segja „vígalegt“, en samt sagt að það sjáist að þetta er Kawi. Vélin er 1043cc fjögurra strokka línumótor, vatnskældur, með tveimur yfirliggjandi knastásum, sextán ventlum, sögð með virkilega góðu togi og þá sérstaklega á neðri snúning. Gírkassi er sex gíra og virkar vel með góðum hlutföllum. Afl til afturhjóls er stillanlegt svo hægt er að stilla átak mótors svo afl skili sér rétt við allar aðstæður. Hjólið fer létt með ökumann, farþega og þrjár töskur fullar af farangri og þar er hjólið mörgum skrefum á undan litlu systur. Fjöðrun er sögð mjög góð og henti í raun vel í allar venjulegar aðstæður jafnvel á grófri möl.

Áseta er góð svona frekar upprétt ef segja má svo, stýrið er boltað beint í topp „yokið“, er frekar breitt, vel staðsett og liggur vel fyrir ökumanni, þannig að handleggir eru ekki teygðir eða of bognir. Grindin er úr áli og með þessum öfluga mótor sem er í raun hluti grindar og 17“ felgum er hjólið líka mjög sportlegt og hægt að taka vel á því á malbikinu, fer vel inní beygjur, hægt að halla því hressilega mikið og með öllum þessum tölvustýrða KTRC búnaði fer það vel útúr beygjum þó tekið sé hressilega á græjunni. Bremsur eru sagðar mjög góðar tveir 300mm diskar að framan, bremsudælur eru með 4. stimplum hvor. Einn diskur að aftan að venju, svo er hjólið með ABS kerfi frá Bosch og er sagt með því fyrirferða minnsta kerfi í  heiminum.

Eins og áður sagt er aflið mjög gott sem og tog, hjólið hikar aldrei þrátt fyrir hressa inngjöf í háum gír. T.d. í samanburði við Z1000 hjólið er Versis hjólið með miklu betra tog á lægri snúning. Sætið er gott bæði fyrir ökumann og farþega, pláss er einnig gott hvort sem ökumaður er einn eða með farþega, standpedalar eru vel staðsettir og með góðri dempun. vindhlífar eru sagðar góðar, hægt að stilla fram“rúðu“  með tveimur tökkum, stór 21 ltr. bensíntankur og lítil eyðsla miðað við mótorstærð gera hjólið að frábæru ferðahjóli. Sagt er að hjólið getið borið allt að 220 kg, þ.e. ökumaður, farþegi og farangur. Undir sæti er gott geymslupláss sem og verkfærasett. Mælaborð er með hraða og snúningsmæli (digital), bensínmæli, klukku, vegalengdastillingu !! eyðslumæli og hitamæli, já nógu af mælum svo ökumanni ætti ekki að leiðast.

 

 

Þarna er hjól sem ætti að henta í nær allt og þá sérstaklega við okkar aðstæður, þar sem vegir, veður og annað er nú svona bara kannski ekkert til að hrópa húrra yfir, þó það séu auðvitað menn og konur sem líkar best þegar það rignir hressilega og rokið tekur vel í og vegur sem ekið er á möl. Ekki er vitað hvað þetta hjól kostar hér heima, en miðað við uppgefið verð í útlandinu ætti Versis 1000 að vera vel samkeppnishæft við öll önnur sambærileg hjól. Lesa má miklu meira um hjólið á netinu og þá auðvitað allt þetta ofurtæknilega.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 

 

 

 

Hvaða mótorhjól er bara lang best: SUZUKI:

 

Stór orð og erfitt að sanna eða afsanna en svona er þetta bara allir segja að sitt sé best og þá aðallega meðan viðkomandi eigandi á gripinn. Hef meira segja heyrt suma segja að Honda sé besta hjólið, allavega fjallað langt mest um það á heimasíðu einni, já svo ganga sumir svo langt að segja að Harley eigi enga keppinauta, svo það hlítur að vera mjög erfitt fyrir suma að eiga bæði Hondu og Harley: Valkvíði á háu stigi.

 

En snúum okkur að þessu alvöruhjól sem sameinar nær alla kosti sem mótorhjól þarf að bera, útlit, afl, fjöðrun, þægindi og hægt að nota sem sport hjól eða hrein- ræktaða ferðagræju, allt í einu hjóli: SUZUKI GSX 1250 FA, en er þetta ekki bara Bandit með auka plasti ? Jú í raun en með betri hlífum og ABS bremsum, kemur einnig með miðjustandara. Því að eiga mörg hjól (uss hvaða vitleysingur skrifar þetta) þegar þú getur átt í einni græju allt sem þú þarft til að njóta þess að hjóla. Spara allar þessar tryggingar og svo geymsluplássið sem þarf til að eiga mörg hjól, já og að fá húsbóndann á heimilinu til að samþykkja allt ruglið!!

 

Framfjöðrun er sögð góð og er stillanleg og gefur þér um 5.1” í fjöðrun, afturfjöðrun er einn olíufylltur dempari með gorm og stillanlegur. Fram og afturfelgur eru þriggja bita 17” úr áli , hjólbarðar eru að framan 120/70ZR en að afan eru 180/55ZR. Frambremsur eru góðar og það eru tveir fljótandi diskar sem sjá um að hægja á græjunni, en hefðbundin einn diskur að aftan svo er þetta allt tengt ABS. Lengd milli hjóla eru 58.5” en heildarlengd hjólsins eru 83.9”, þyngd er sögð 537 pund, sætishæð er 31.7” í lægstu stöðu en má hækka í 32.5”

 

Hjólið er sagt höndla vel og eins og áður sagt notagildið er mikið, áseta er góð, nema kannski fyrir þá sem eru yfir 190cm. Stýrið er í góðri hæð og liggur vel fyrir ökumanni. Þægindi eru mikil og þá í hvaða aðstæðum sem er, eins gott innanbæjar sem utan. Svo það er sama hvað týpa þú ert: Sá sem er á afturdekkinu (þekki einn sem á bláa Súkku sem sparar framdekkið reglulega), eða bara sá rólegi sem svona rúllar þetta rólega á sínum hraða.

 

Tog mótors er mjög gott ja eins og gefur að skilja með 1255cc við hendina, en mótor er fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum, 16 ventla og er vatnskældur. Hestöfl eru sögð 98.9 við 8800 snúninga og eins og áður sagt tog er 77.4  við 5.900 snúninga. Já ég veit að það er hægt að finna hærri tölur um afl og tog, en blaðamenn skrifa það sem þeim er borgað fyrir er það ekki. Gírkassi er sex gíra og með þessu ná menn að fara í 100 km hraða á 3. sekúndum.

 

Mælaborð er svona nokkuð hefðbundið með alls konar ljósum sem gefa til kynna hvaða gír þú ert í, hleðsla, hlutlaus, háuljósin og annað sem hentar eldri borgurum og þessum sem muna ekki eftir í hvaða gír þeir eru o.s.frv.  Af hverju að fjalla um sama hjólið aftur þ.e.a.s. Bandit í sparifötunum, jú maður reynir alltaf að gera mönnum til hæfis og þá sérstaklega þegar fyrir liggur aðalfundur í einu mótorhjólafélagi í Hafnarfirði (þessi grein birtist eflaust eftir þennan fund) þar sem kjósa á formann til æfiloka og heyrst hefur að þetta verði rússnesk kosning svona svipað og hjá Pútín. Kannski væri sniðugt að breyta um nafn á stöðu þess er gegnir formennsku: Formaður í 4. ár, síðan yfirformaður í 4. ár, svo aftur formaður o.s.frv. þá eru menn aldrei að gegna sömu stöðunni lengi !! En nú er maður komin útí hálfgerða pólitík og svoleiðis skrif ættu aldrei að sjást á heimasíðum mótorhjólaklúbba !! En sama hjólið aftur, jú eru þessi mótorhjól ekki öll eins, með tveimur hjólbörðum og einum mótor tengdum við gírkassa, það er bara miklu miklu meira gaman á SúZúKi sagði góður maður. En takið eftir þetta er skrifað á svartan grunn svo minna beri á að þetta sé svipuð grein sem var skrifuð um Bandit hérna fyrir ekki svo löngu síðan.

 

Stolið og stílfært af netinu:

 

Óli bruni.

 

 

 

.

Indverskur Kaffi húsa rakki: Royal Enfield Continental GT 2014.

 

Á þessi græja heima fyrir utan t.d.  Ace Café í London ásamt öllum hinum Café Racer hjólunum, spurning og kannski fáum við svar við lestur þessarar greinar þ.e.a.s. þeir sem nenna að lesa þetta. Saga Royal Enfield nær lengra aftur en elstu menn muna, nema kannski bretaáhugamenn eins og Biggi breti, Tæmerinn ofl. góðir menn. En sagan nær aftur til 19. aldarinnar og þá til ársins 1933 þegar R.E. kom á markaðinn með hjól sem kallað var Bullet og í raun er GT hjólið byggt á sömu grunnhugmynd og þar með er GTinn í raun elsta mótorhjól heimsins sem er enn í framleiðslu, jú með smá breytingum !! En Royal Enfield lokaði verksmiðju sinni í Redditch í Englandi árið 1967, en þá þegar var hafin framleiðsla á R.E. í Indlandi og framleiddi Bullett hjólin í miklu magni og það var ekki aðeins almenningur sem keypti þessi hjól heldur líka lögreglan og herinn. Á Indlandi höfðu verið framleidd hin ýmsu hjól og þá aðallega í 125cc og 250cc, en svo kemur R.E. með þessar líka ofurgræjur í 350cc og 500cc. Meira segja sjálfur Harley er ekki með tærnar þar sem R.E. er með hælana í sölu á hjólum á Indlandi, hugsanlega verðið eða gæðin !! Spurning ?! En Harley er meira segja með verksmiðju á Indlandi. Allavega R.E. er með 95% af markaðinum í yfir 250cc. Honda á meira segja engan séns í þessari samkeppni. Sagan heldur aðeins áfram því árið 2010 seldi R.E. 50þús mótorhjól en árið 2012 var salan komin í 100þús hjól og fjöldin mun aukast, ný verksmiðja hefur verið opnuð og það er allt í góðum gír hjá R.E. sem er auðvitað ekki skrýtið því grunnurinn er sko breskur=breskt er best.

 

En snúum okkur okkar að nýja GT hjólinu sem er nokkuð stórt stökk fram á við, ja þeir segja það allavega og ekkert sem tengir það gamla Bullet hjólinu nema jú einn strokkur (cyl).GTinn er sem sagt 535cc (87.0 x 90.0mm) og er boltaður beint í grindina á fjórum stöðum. Er með beinni innspýtingu, Grindin er hönnuð af Harris Performance og er úr stáli, útlit er hannað af öðru ensku fyrirtæki (auðvitað) sem heitir Xenophya Desing. Bremsur eru frá Brembo, felgur eru úr áli frá Excel, fjöðrun er frá Paioli og frampípur eru 41mm og svona næst þetta flotta Café Racer útlit. Hjólin eru máluð rauð og áferð er bara nokkuð góð miðað við fyrri fram-leiðslu frá R.E. En svo setja menn útá litaáferð á frampípum ofl. þ.e.a.s. sagt að það sé ekki rétti grái liturinn!!

 

Jæja smá pruftúr á nýju græjunni, menn komnir í Belstaff jakka, með Davida hjálm, skó frá Lewis leathers o.s.frv. og hvar er prufað jú auðvitað í Bestalandi London. Það má bæði nota konutakka eða karlmannasveif til að koma hjólinu í gang, hjólið hrekkur í gang og svona “þumpar” eins og gamall Lister diesel!! Svo er auðvitað allar þessar mengunarkröfur frá ESB sinnum og þar með talið hljóð en skipta má um hljóðkút með lítilli fyrirhöfn. Það er nú ekkert hægt að hæla beinu innspýtingunni sérstaklega allavega í upptaki, en þegar komið er á ferðina þá lagast þetta. Mótor gefur gott tog frá svona 2 -3þús snúningum, en uppgefið hámarks tog er 32 fet/pund við 4000 snúninga. Hestöfl eru gefin upp 29.1 við 5100 snúninga, útsláttur er við 5500 snúninga og það tekur nokkurn tíma að komast á þennan snúning þ.e. að útslátti.

 

 

 

 

GTinn er bara nokkuð þægilegur á 40 til 50 mph, en svo fer hann nú bara ekkert hraðar en 80 mph og það er nú nokkuð yfir leyfðum hámarkshraða á Íslandi. Svo ekki er hægt að ná tonninu 100 mph á þessari græju og þannig nær hjólið ekki í Ton up hópinn, nema þá með hugsanlegum breytingum á mótor ofl. Maður veit alveg af því að GTinn er eins strokka og maður fær frítt nudd uppí hendur, iljar og rass ef farið á efri snúning, allt í lagi í smá tíma en verður leiðigjarnt. GTinn er ekkert ósvipaður í þessu og t.d. Honda CBR250R, en eflaust myndi Honda hafa vinningin í spyrnu, sem er svona frekar leiðinlegt á hjóli sem er með helmingi stærri mótor. En hver er bara leita að hámarkshraða því rétta “lúkkið” og “fílingur” er sko málið er það ekki. Hvar sem menn komu á nýja GTinum vakti hann athygli og hól frá nær öllum og stundum of mikla athygli í allri umferðinni í London. GTinn er ekki framleiddur með ofurhestöfl í huga en t.d. í samanburði við annan kaffi húsa rakka Guzzi V7 sem er með uppgefin 38 hestöfl og Triumph Thruxton þá á GTinn engan séns. GT vigtar reyndar minna er gefin upp 387 lbs. GTinn er um 6.3 sekúndur að komast í 60 km hraða og tekur heilar 12 sekúndur að komast í 100 km hraða og þetta eru mældir tímar á hjóli með nýjum opnari hljóðkút. En GTinn er bara flottur og “retro” lúkkið gefur honum sinn stað í þessari keppni um aftur til fortíðar og verðið er líka sæmilegt uppgefið $ 7200 í USA.

 

Ef þú ert sáttur við einn strokk og ekki of mörg hestöfl þá er GTinn eflaust rétta hjólið fyrir þig þ.e.a.s. ef þig langar í Café Racer. Sætið er þægilegt og bensíntankur er vel lagaður, hæð clip-ons stýris er í góðri hæð svo maður situr frekar uppréttur. Gírkassi er fimm gíra og er bara nokkuð góður, bremsur eru alveg fullnægjandi miðað við afl. Takkar og dót á stýri er ekki alveg í stíl við nútíma japana en virkar. Eins og áður sagt hefur hjólið vakið lukku allsstaðar og selst vel. En þú verður að muna að þetta er ekki framleitt í hrísgrjónalandi, svona frekar grófar suður, svona ítalskur frágangur á rafmagni og græjan titrar eins og graðhestur innan um a.m.k. þrjár merar, smá Harley í þessu. Þú getur örugglega keypt skemmtilegri hjól á sama verði en þú nærð aldrei þessu “lúkki”!! Koma svo hve verður fyrstur að kaupa þennan nýja Indverska kaffi húsa rakka. Svo má lesa meira tæknilegt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni