Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Monday, 21 October 2013 20:44

Frá Óla bruna #3

Hér kemur 3ja samantektin frá Óla bruna og nú fjallar hann um Suzuki Bandit 1200 / 1250 eins og m.a. formaðurinn á í safni sínu.

Set þeta einnig í spjallið (ásamt fleiri myndum) þannig að þið félagar getið skrifað ykkar hugleiðingar eða skoðanir á þessum skrifum.

 

 

Það sem formaðurinn vill = það fær hann:

Nú berum við aldrað tæki saman við aðeins nýrra:

Suzuki Bandit 1200 og Bandit 1250.

Eins og elstu menn muna þá á formaður okkar ástsæla félags Suzuki Bandit sem hentar vel mönnum sem baka brúntertur og eru svona frekar mjúkir menn ekki rétt !!??

En snúum okkur að þessum tveimur Bandit hjólum, það nýrra sem er í dag komin með vatnskælda vél og er 1255 cc mótor þ.e.a.s. sá mótor kom í hjólið 2007, en sú gamla var 1157 cc og það munar um minna, fyrir utan það að nær allir framleiðendur enda á vatnskældum hjólum, eins og síðasta vígið sem féll nú í ár og það var sjálfur Hardley Moving Davidson (þessi setning sérstaklega skrifuð fyrir Harley eigendur: bara grín).

Eins og áður sagt hvað muna elstu menn aftur í tímann í þróun hjóla og hvað voru ofurhjólin á árunum frá 1990, jú Ducati 916, Honda Fireblade, Suzuki GSX-R 750 o.fl. sem voru ágætis hjól, en Banditinn hafði og hefur í raun stærri aðdáendahóp en framangreind hjól frá því framleiðsla Bandit hjólsins hófst árið 1996. Ekki voru mörg mótorhjól á markaðinum á þessum upphafsárum sem voru „nakinn“ og með olíu og loftkældan mótor í þessari stærð og það fjögurra strokka í línu, já „nakinn“ sem við viljum hafa mótorhjól ekki satt, þannig að ekkert sé falið.

Banditinn (væri réttara að kalla hjólið útlaga eða eitthvað svipað) sækir sitt í aðra þekkta súkku GSX-R1100. Strax frá upphafi var Útlaginn þekktur fyrir ótrúlegt tog sem og að eigendur hjólanna eyddu miklum tíma á afturdekkinu (þekkjum við það ekki ?), en líka „höndlaði“ hjólið virkilega vel: semsagt einfald-leikinn er bestur. Það eru sko ekki mörg mótorhjól sem hafa verið framleidd nær óbreytt í ellefu ár, jú smá breytingar í gegnum tíðina, grind breytt á árinu 2005, síðan nokkuð stór breyting á vél 2007 þegar vatns-kælingin tók völdin og þrátt fyrir þessa viðbót þá hélt hjólið að mestu öllum sínum góðu eiginleikum, hvort sem um var að ræða hraðakstur og miklar beygjur með eða bara í rólegt ferðalag með konunni aftan á.

En Útlaginn verður aldrei neinn racer í standard útgáfu, nei þá verða menn að snúa sér að einhverju öðru. Hjólið var og hefur alltaf verið þægilegt í meðförum og þægilegt ásetu fyrir ökumann. Áseta er svipuð á bæði þeim gamla og þeim nýja. Bremsur ja þær hafa aldrei verið neitt til hrópa húrra yfir og lítið breyst í þeim málum. Bæði hjólin eru með tveimur diskum að framan og sex stimpla Tokico bremsudælum. Hægt er að ná nærri vel rúmum 200 km á einum tanki ja nær 300 km og eflaust nær formaðurinn frá Hafnarfirði til Akureyrar á einum tank !

Útliti hefur lítið verið breytt í gegnum árin en jú 2005 árgerðin sýndi sig með þó nokkrar breytingar og þá varð Útlaginn líkari litla bróður sínum 650 hjólinu. Á sama tíma var mælum breytt frá því hefðbundna yfir í digital hraðamæli og analog klukku (sem er hugsuð fyrir eldri borgara svo þeir mæti á réttum tíma í mat). En ljótu krómhringjunum var haldið utanum mæla. Þrátt fyrir að Útlaginn væri talin svona frekar gamaldags með tímanum þá héldu Suzuki menn sínu striki og voru ekkert að eltast við, álgrindur, inverted (snúa í raun öfugt segja sumir) dempara, nei þeir héldu sig við einfaldleikann og tryggan kúnnahóp sem var ánægður með hjólið og þá sérstaklega verð Útlagans sama hvort þú keyptir það með smá feringu og ABS bremsum. Á þessum ellefu árum hefur vélin verið það góð að hún er talin í raun skotheld og ef það hefði ekki verið fyrir einhverjar grænar umhverfis-vænar kerl&/#$ þá væri Útlaginn enn loftkældur. Nýjan vélin þ.e. sú vatnskælda er sögð miklu mýkri ef segja má svo, en sú gamla var það nú í raun líka. En einn galli sú nýja titrar meira og svo segja sumir að afturför hafi orðið í útliti sú nýja sé ekki eins áferðarfalleg !!

Prufuökumenn Útlagans segja að við akstur 1250 hjólsins þá minni mótor þá alltaf á túrbínu mótor, alltaf jafn mjúkur upp allan snúningsskalann og jafnvel þegar tekið er hressilega á hjólinu frá 3700 snúningum þá hikar hjólið aldrei heldur æðir áfram eins og villiköttur. Gírkassi mætti vera betri og minnir oft á gírkassa frá mótorhjólaframleiðanda einum í USA, en það skiptir ekki svo miklu máli því togið er alveg frábært og því þarf ekkert að vera hræra mikið í gírkassa. Samanburður á gömlu græjunni og þeirri nýju þ.e. hvort er skemmtilegra í akstri, það gamla með blöndungum eða það nýrra með beinni innspýtingu ? Jú það gamla var í raun mýkra í inngjöf og nær aldrei neitt hik, en svona er þetta þróun er ekki alltaf betri, en beinar innspýtingar á mótorhjólum hafa batnað með hverju árinu sem líður. Lesa má betur um tæknital í greinum um þessi hjól, yfirleitt frekar þurr lesning um hvort það munar einhverjum millimetrum í einhverju eða sekúndu-brotum (reyndar er gamla græjan með betri tíma á ¼ mílunni en sú nýrri) í öðru, en svona tala bara gamlir staðnaðir karlar er það ekki ??!!

Nú er bara að sjá hvort formaður vor haldi sér við Útlagann eða falli í gryfju eldri borgara og fái sér hjól með svuntu, rafstýrðri framrúðu, þremur töskum, hita í handföngum og sæti, já ekki má gleyma klukkunni o.fl. o.fl. !! = FJR 1300.

p.s. Smá viðbót, formaðurinn sem er Mopar maður í gegn sást vera skoða eðal FORD, já meira segja pallbíl, öll vígi falla að lokum.

Stolið og stílfært af netinu:  Óli bruni

 

 

 

 

 

FACTFILE 2007 SUZUKI BANDIT 1250

Engine: 1,255cc, liquid-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 100bhp @ 7,900rpm (c)
Torque: 80lb.ft @ 3,700rpm (c)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 244kg wet (t)
Seat height: 810mm
Fuel capacity: 19 litres
Top speed: 144.7mph (t)
Quarter mile: 12.07sec@116mph

FACTFILE SUZUKI BANDIT 1200S
Engine: 1,157cc, air-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 98.4bhp @ 7,900rpm (t)
Torque: 69.4lb.ft @ 6,900rpm (t)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 245kg wet (t)
Seat height: 805mm
Fuel capacity: 20 litres
Top speed: 139.2mph (t)
Quarter mile: 11.54sec@129mph 

Monday, 14 October 2013 16:16

Frá Óla bruna #2

Þá kemur umfjöllun um eitt besta hjól sem er í eigu nokkurra Gaflara, FJR 1300 sport touring.

Þetta er m.a. annars sett hér inn fyrir gjaldkerann og nokkra (leyni) aðdáendur sem vildu alveg skipta út súkku fyrir FJR..

Set þetta lika í spjallið með aukamyndum og þar er hægt að segja sína skoðun á tækinu.

Yamaha FJR 1300 árgerð 2013

 

Úr því lögreglan getur notað þetta hjól og tók það framyfir Harley Davidson þá hlýtur FJR-inn að vera gott hjól, jafnvel til að vinna á heilu dagana.

Útlitið segir okkur að þarna er á ferðinni ferðahjól með stóru effi. Þessi týpa hjóla hafa verið framleidd af mörgum verksmiðjum í gegnum árin og þar má nefna t.d. BMW R100RT og K100RT, Kawasaki Concours ZG1000 og Yamaha FJ1000, öll þekkt hjól frá fyrri árum og ekki má gleyma Triumph Trophy 1200 sem kom nokkrum árum seinna, öll þekkt sem alveg ágæt ferðahjól.

Þróun ferðahjóla hefur verið mjög mikil frá því ofangreind hjól komu fyrst á markað. FJR1300 hjólið kom fyrst á markað árið 2003 og þá þegar var það léttara en flest hin ferðahjólin, en að auki með vatnskælingu, beina innspýtingu og 1298 cc línumótor. Hjólið var knúið áfram með drifskafti og það var úr V-Max hjólinu. Hjólið kom þá þegar með hörðum töskum, bögglabera og rafmagnsframrúðu, sem hægt var að hækka eða lækka allt eftir aðstæðum. Bensíntankur tók um 25 ltr. af bensíni og hægt var að fá hjólið þarna í upphafi með ABS bremsum.

Hjólið var valið Riders motorcycle of the year árið 2003. FJR-inn hefur verið í stöðugri framþróun frá fyrsta árinu og árunum 2006 til 2008 voru gerðar miklar breytingar til batnaðar þá aðallega vegna hitavandamála mótors, bensíninngjafar (þekkt vandamál á hjólum með beina innspýtingu!) þannig að hún var ekki eins viðkvæm og betur útfært ABS bremsukerfi.

Nú árið 2013 eru enn endurbætur þar sem hjólið er komið með Ride by wire (engin bensínbarki), cruise control= sjálfrennireiðsstilling, hægt að stilla afl til afturhjóls, átaksstýring á afturhjól við inngjöf þannig að ökumaður eigi ekki á hættu að spóla hjólinu undan sér (traction control) nýtt head, nýtt mælaborð og gírkassi. Demparar eru stillanlegir og hefur fjöðrun verið endurbætt bæði aftan og framan. Hjólið sagt „höndla“ vel og bremsur virki mjög vel, áseta er góð þó hjólið teljist frekar hátt í sæti. Það hefur líka verið „flikkað“ uppá útlitið, en grunnur hjólisins er sá sami í raun, því afhverju að laga eitthvað sem virkar vel.

Hjólið viktar um 663 lbs og er engin léttavara, en sagt mjög þægilegt í meðförum og þá sérstaklega þegar komið er á smá hraða (snillingar þessir blaðamenn að fatta svona).  Vindhlífar og framrúða skýla ökumanni ágætlega og hjólið er sagt með mjög sportlega eiginleika. Gallar jú alltaf hægt að finna eitthvað að, bent er á að það séu alltof mikið af stillingum á handföngum, geti truflað ökumann í akstri við að leita að réttum takka !

Allavega hjól sem hentar í nær allt, ferðahjól með töskum, sporthjól þegar það á við, lítið mál að taka með sér farþega, hvað vilja menn meira. Hjólablöð í USA gefa hjólinu allavega nær fulla stjörnugjöf þó hönnun teljist orðin nokkuð gömul.

 

 

Wednesday, 09 October 2013 17:45

Frá Indlandi

Sá þetta myndband á vefnum í dag. Eiga Gaflarar að koma sér up svona braut ?

 

http://vimeo.com/66585349

Sunday, 06 October 2013 10:20

Frá Óla bruna # 1

Ágætu félagar, nú er fyrsti pistillinn frá Óla bruna kominn í spjallið.  Þar er fjallað um cafe racer/ kaffihúsarakka.

 

Tuesday, 17 September 2013 22:41

Þriðjudagsfundir

Nú er hjólasumarið liðið og þriðjudagsfundir hefjast í byrjun október.

Nærst verður opið hús á Strandgötunni þriðjudaginn 1 október og síðan verðum við með fundi 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði.

Boðið verður upp á kaffi, kleinur og konfekt eins og áður.

Kveðja

Stjórnin

Saturday, 24 August 2013 19:26

Dagsferðin 24/8/2013

Ágætu Gaflarar og Drullusokkar,

Takk fyrir ferðina í dag. Það voru 40 félagar sem mættu í Þorlákshöfn og hjóluðu um Suðurnesin og enduðu í félagsheimili Gaflara á Strandgötunni í Gaflara-bæ þar sem boðið var upp á kaffi, konfekt og kökur.  það hefði mátt vera aðeins þurrara en enginn drukknaði í dag.

Meðfylgjandi mynd sýnir þá Gaflara sem mættu fyrstir í morgun ásamt tveimur SKUTLUM sem létu sig ekki vanta.

Einnig eru fyrstu myndirnar konar í myndasafnið.

Stjórn Gaflara

 

ps. gaman væri að fá myndir frá þeim félögum sem voru með myndavélarnar á lofti í dag, kveðja gjaldkerinn

Friday, 23 August 2013 17:50

Myndbrot "samför" 2012 seinnihluti

Hér kemur svo seinni hlutinn af myndbrotinu

Friday, 23 August 2013 17:38

Myndbrot úr samför 2012

Ágætu félagar og Drullusokkar

það er við hæfi að frumsýna núna daginn áður en "samför" Gaflara og Drullusokkar 2013 verður, myndbrot sem tekið var upp í "samför" okkar fyrir ári.

Við komum þá m.a. annars við á Hvanneyri í Borgarfirði og sáum þetta gamla landbúnaðartæki en Sokkar nr. 1 og 3 sáu önnur not fyrir tækið en það var hannað fyrir í upphafi.

Hér er fyrri hlutinn af upptökunni.

 

Thursday, 08 August 2013 20:56

Videó frá Gaflara ferð 05.06.2010.

Hér eitt myndbrot frá ferð Gaflara 5 júní 2010 til Búðardals, sem Hjörleifur tók og setti á You tube,

http://www.youtube.com/watch?v=r6qwwvJxN6I

Thursday, 08 August 2013 20:35

Videó frá Begga