Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 09 June 2013 09:27

Helgarferðin stóra

Ágætu félagar, nú styttist í brottför okkar í helgarferðina þetta árið. Mæting kl. 8:30 á Shell Vesturlandsvegi.  Brottför kl. 9:00.

Stjórnin

Friday, 07 June 2013 19:13

Vorfundur FEMA í Stokkhólmi

Frá Snigla síðunni:

Síðastliðna helgi var vorfundur FEMA haldinn í Stokkhólmi. Var það SMC í Svíþjóð sem átti veg að vanda að fundinum að þessu sinni. Ýmis mikilvæg mál voru rædd á fundinum svo sem skoðunarmál, ökuleyfislöggjöfin og margt fleira.

Mikill árangur hefur náðst í baráttu FEMA og aðildarfélaga þess gegn samræmingu skoðanamála í aðildarríkjum ESB. Lögð hafa verið fram gögn til staðfestingar því að ástand bifhjóla valdi sjaldnast slysum og að enginn mælanlegur munur sé á milli landa þar sem bifhjól eru skoðuð reglulega og þeim þar sem þau er ekki skoðuð. Í tveimur nefndum af þremur sem fjalla um málið hafa bifhjól verið undanskilin löggjöfinni og mun þriðja nefndin fjalla um málið í byrjun næsta mánaðar. Ef bifhjól verða undanskilin þar líka verður það áfram undir hverju landi fyrir sig að haga skoðanamálum bifhjóla eins og þau telja best.

Aðildarfélögum FEMA hefur verið að fækka undanfarin ár og því var lögð fram tillaga um að breyta lágmarks meðlimafjölda aðildarfélaganna úr 1000 í 350. Þetta hefur þau áhrif að lítil samtök eins og Sniglar borga þá lægra félagsgjald til FEMA og gerir minni samtök eiga því auðveldara með að taka þátt í samstarfinu. Með þessu á að reyna að laða að fleiri lítil samtök, meðal annars frá austur evrópu, og styrkja þannig FEMA.

Á fundinum kynntu svo MAG Ireland og SMC snjallsímaforrit sem þessi félög hafa verið að þróa. Þessi forrit eru hugsuð sem hjálpartæki fyrir bifhjólafólk og innihalda meðal annars fréttir úr umferðinni, atburði á vegum samtakanna og marg fleira sem nýtist þeim sem ferðast á bifhjólum.

Næsti vorfundur FEMA verður svo haldinn hér á landi í lok maí á næsta ári.

Tuesday, 04 June 2013 20:14

Betri vegrið er krafan

Í byrjun maí mánaðar lést 31 árs ökukennari í mótorhjólaslysi í Frakklandi. Hann lést eftir árekstur við vegrið sem ekki var hannað til að minnka áhættu fyrir mótorhjólafólk, og var þetta fjórða dauðaslysið með þessum hætti í þessu héraði á árinu. Á Íslandi hafa orðið mörg alvarleg slys með sama hætti eins og nýleg dæmi sanna og er mikil þörf að taka upp staðla fyrir mótorhjólavænni vegrið hvort sem er hér eða í Evrópu. Bifhjólasamtök Lýðveldisins eru aðilar að FEMA sem eru Evrópusamtök Mótorhjólafólks og berst fyrir innleiðingu staðla sem þessara.
Tuesday, 04 June 2013 20:12

Færri banaslys síðasta áratug

Samkvæmt samantekt ACEM, sem eru samtök mótorhjólaframleiðenda í Evrópu hefur orðið talsverð fækkun á banaslysum á mótorhjólum síðasta áratug, eða milli áranna 2001 og 2010. Alls hefur banaslysum á mótorhjólum fækkað um 27,3% yfir heildina og munar þar mest um 58,6% fækkun á banaslysum á skellinöðrum. Banaslysum á stærri hjólum fækkaði samt um 14,4% á áratugnum. Á sama tíma stækkaði mótorhjólafloti í Evrópu um 45% og skellinöðrum fækkaði um 6,5 %. Að sögn ACEM er fækkunin ekki tilkomin vegna þessarar fækkunar á skellinöðrum því að í löndum eins og Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Svíþjóð hefur skellinöðrum fjölgað á meðan að banaslysum á þeim hefur fækkað. Enn er mikill munur milli landa í þessu dæmi en svipaðan árangur hefur mátt merkja í slysum á Íslandi. Alls eru um 33 milljón tvíhjóla ökutæki í notkun í Evrópu allri.

Sunday, 21 April 2013 10:32

Færri bifhjólaslys 2012

Nú nýverið kom kom út slysaskýrsla Umferðarstofu fyrir árið 2012. Í henni er farið yfir slysatölur síðasta árs og þann árangur sem náðst hefur í umferðaröryggismálum á Íslandi undanfarin ár.

Mikill árangur hefur náðst í umferðaröryggi bifhjólafólks á síðustu árum og hefur slösuðum bifhjólamönnum fækkað stöðugt frá árinu 2008. Í fyrra slösuðust 63 einstaklingar í bifhjólaslysum, þar af 3 farþegar.

Í umferðaráætlun 2011-2012 settu stjórnvöld sér það markmið að fækka látnum og alvarlega slösuðum um 5% á ári á tímabilinu. Til að fylgjast með þessu markmiði voru sett fram ellefu undirmarkmið sem hvert um sig á að stuðla að heildarfækkuninni. Eitt þessara markmiða er fækka alvarlega slösuðu og látnu bifhjólafólki. Markmiðið fyrir 2012 var að látnir og alvarlega slasaðir færi ekki yfir 29 en niðurstaðan var mun betri en það eða 17 og ekkert dauðsfall. Alvarleg slys á bifhjólafólki var því 41% undir markmiði stjórnvalda og er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því.

Gaflarar hvetja allt bifhjólafólk til að gera enn betur í ár og fækka slysum enn frekar.

Wednesday, 16 January 2013 19:22

Dagskrá Gaflara

Ágætu GAFLARAR

Nú er dagskráin fyrir sumarið komin. 

Sjá nánar á "Viðburðir"  http://www.gaflarar.com/index.php/gaflararnir/hjola-dagskrain                                                              

STjÓRNIN

Sunday, 13 January 2013 20:38

Hjól og Bíll í stíl

Rakst á þetta myndbrot af bílum og hjólum í "settum".

Þetta er nú eins hjá þeim í Ameríku og hjá Sigurjóni og Begga.

http://www.youtube.com/watch?v=Ke5lFPWvSwQ

Saturday, 05 January 2013 14:23

Helgarferðin í júní

Ágætu félagar

Nú er komin á dagskránna helgarferðin okkar til Akureyrar.

Við höfum bókuð 18 rúm í 3 sumarhúsum hjá Sæluhúsum Akureyri.

Muna að skrá sig sem fyrst.

Sjá nánar undir "Viðburðir"

Tuesday, 20 November 2012 22:21

Honda SL 350 árg 1972

Félagi okkar, Reynir Baldursson, var að kaupa í annað sinn Hondu SL 350 árgerð 1972. Reynir keypti hjólið nýtt á sínum tíma í Hondu umboðinu.  Var hann á hjólinu óbreyttu í 2-3 ár en breytti því þá í "hippa" í líkingu við "nýja" BSA hjólið hans Jóa Þ. Reynir selur svo hjólið árið 1977. Nú 35 árum síðar eignast hann hjólið aftur sem er gangfært og í lagi en þarfnast uppgerðar.  Óskum við Reyni til hamingju með nýja-gamla hjólið sitt og vonandi gengur vel að gera það upp og fáum við líklega að fylgjast með þeim lagfæringum hér á síðunni.  Sjá nokkrar myndir í mynda-albúmi.

Wednesday, 14 November 2012 21:46

Kawasaki GPz 900R

Nýtt (gamalt) hjól var að bætast í flota Gaflara. Formaðurinn var að fjárfesta í Top Gun hjóli, Kawasaki GPz 900R árgerð 1986.

Vetrarverkefni Sigurjóns verður að taka þetta hjól og lagfæra og koma í flott stand.  Hjólið er skoðað og var notað af síðasta eiganda í allt sumar.  Sjá nokkrar myndir í myndaalbúmi. 

Í gegnum meðfylgjandi tengil má sjá umfjöllun um þetta hjól, http://drullusokkar.is/page/32505/