Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Friday, 09 November 2012 20:32

Gamalt hjól komið fram í dagsljósið

Á nýafstaðinni Gaflara-Gleði var sýnt hjól sem var að koma fram í dagsljósið eftir rúmlega 30 ára fjarveru. 

Er þetta BSA 650 Lighting árgerð 1971 sem breytt var mjög fljótlega eftir að það kom á götuna á sínum tíma.

Hjólinu var breytt mikið en þarfnast nú lagfæringa sem eflaust verður farið í núna í vetur.

 Sjá fleiri myndir í myndasafni

Friday, 09 November 2012 19:39

Myndir frá Sverige

Félagi okkar í Svíþjóðar-deild GAFLARA sendi nokkrar myndir frá sumrinu úti í Svíþjóð sem komnar eru í mynda albúmið.

Takk fyrir sendinguna Dóri.

kveðja frá Hafnarfjarðardeildinni - Gulli

 

Tuesday, 23 October 2012 12:09

Haustfagnaður Gaflara

Haustfagnaður GAFLARA verður haldin föstudaginn 2 nóvember n.k. að Strandgötu 11.

Húsið opnar kl. 19:00. Við bjóðum upp á góða matarmikla súpu og brauð.

Vökvi á hagstæðu verði verður á staðnum.

Hvetjum alla félaga að mæta og kveðja hjólasumarið.

Monday, 22 October 2012 21:53

Auka-fundur 30 október

Við verðum með aukafund þriðjudaginn 30 október n.k.

Hrafnkell Marinósson verður með frásögn og myndasýningu frá ferð sinni til Ameríku í sumar.

Þá er komið að sýningu okkar í ár og hún verður í Korputorgi helgina 6.-7. október.

 
Þetta er afmælishelgi Korputorgs og það verður mikið um að vera á svæðinu, sýningin er opin á laugardag frá kl 10:00 - 22:00 og sunnudag frá kl 10:00 - 18:00.
 
Miðaverð er 1500 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 
Um 80-90 tæki af öllum stærðum og gerðum verða á sýningunni svo allir ættu að sjá eitthvað við
sitt hæfi.
Tuesday, 11 September 2012 21:13

Myndir frá sumrinu

Ágætu GAFLARAR

Gaman væri að fá sendar á disk myndir frá ykkur félögunum sem voruð með myndavélar á lofti í sumar og koma þeim inn á vefinn okkar.

Kveðja

Gjaldkerinn

Monday, 10 September 2012 17:54

Fundur á Strandgötunni

Fyrsti hittingur á Strandgötunni verður Þriðjudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 19:00. Kaffi á könnunni og kleinur og konfekt með.

Ef veður leyfir verður verður kannski farinn hjólarúntur.

Kveðja

Stjórnin

Saturday, 25 August 2012 18:42

Dagsferðin 25. ágúst 2012

Það voru 20 félagar í Göflurum og Drullusokkum sem lögðu af stað í þessa dagsferð, "samför", vinaklúbbanna.  Skipting milli klúbbanna var nokkuð jöfn.  Lagt var af stað frá Skeljungi Vesturlandsvegi og haldið af stað upp í Borgarfjörð.  Farinn var Hvalfjörðurinn.  Komið var við í Borgarnesi og haldið á Hvanneyri og þaðan að Deildartunguhver.  Næst var farið í Baulu og þaðan haldið heim á leið. 

Sjá myndir í myndasafni.

 

Monday, 13 August 2012 17:23

Þriðjudagsrúntur 14. ágúst

Það voru á annan tug félaga og gesta sem mættu á Stöðina.  Fórum í Kaffi Kjós og síðan á torgið tyrfta.

Nokkrar myndir í mynda-albúmi.       

 

Tuesday, 07 August 2012 21:29

Ísafjörður 12-15 júlí 2012

Sælir félagar.
Það var áhveðið með stuttum fyrivara að fara í 4 daga ferð til Ísafjarðar.
Við vorum 6 sem fórum,Sigurjón,Anna,Smári,Júlía,Sigurjón og Silla.

Fyrsti áfangastaður var Bjarkalundur þar sem við gistum fyrstu nóttina,en við komun við á Reykhólum þar sem Þörungaverksmiðjan er,frábær leið að hjóla.
Að gista í Bjarkalundi var skemmtileg upplifun ég hafði ekki gist þar síðan 1969 var þá í ferð vestur með foreldrum mínum.
Daginn eftir hjóluðum við til baka um 8 km og fórum yfir Þröskulda og í Hólmavík og þaðan sem leiðin lá á Reykjanes í kaffi og svo í Súðavík þar sem við hittum hjón frá Hollandi og voru þau á tveimur 1949 modelinu af Matchless 350 cc.Þau voru búin að hjóla um landið í 3 vikur og voru á leið í bæinn.Þessi hjón voru búin að ferðast á þessum gömlu hjólum um alla evrópu.Kallinn (á mínum aldri)sagði að hann hefði keypt hjólið þegar hann var 17 ára og væri sennilega búinn að hjóla á því um 200 þúsund km og 100 þúsumd km síðan hann tók það í gegn síðast.
Þetta eru alvöru bikerar ég segi nú ekki annað.Þá komum við til Ísafjarðar og gistum þar eina nótt.

Daginn eftir fórum við svo á Flateyri og Þingeyri það var verið að gera við veginn niður til Suðureyrar svo við slepptum því að fara þangað.Svo fórum við auðvitað í Hnífsdal og skoðaðuðum húsið sem langafi minn átti og þaðan í Bolungarvík.
Þegar þetta allt var afstaðið var tankað og haldið til baka. Fjögur úr hópnum fóru Þoskafjarðarheiðina til baka niður í Bjarkalund þar sem við gistum aftur síðustu nóttina en ég og Anna mín fórum malbikið eins og áður ég verð að koma því að við vorum 15 mín á undan þeim en heiðin var mun styttri en öll á möl.
Á sunnudeginum var svo haldið heim á leið eftir alveg frábæran túr í góðu veðri og góðum félagsskap.

Kv.S.A. Ps myndir í myndasafni.