Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Tuesday, 07 August 2012 17:57

Viltu styrkja Mótorhjólasafnið?

Til allra klúbba og félagasamtaka sem tengjast  bifhjólum og akstursíþróttum af öllu tagi.
Mótorhjólasafn Íslands er risið,  neðri hæð hússins er  komin í gagnið og hefir verið starfrækt frá 15.maí 2011. Um þessar mundir er lagt kapp á að klæða húsið að utan og koma rekstri hússins í horfið.

Því leitum við á safninu nú til ykkar og biðjum um stuðning.
Stuðning í formi Vildarvinar. Með því að gerast Vildarvinur safnsins fær maður árskort að safninu. Vildarvinur gerist maður með mánaðrlegri færslu af kreditkorti. Upphæðin skiptir ekki máli því margt smátt gerir eitt stórt. Til dæmis 1000.kr mánaðrlega þar til látið vita um annað ! Ekki það að standi til að predika neitt hér en þá er þetta eins einn tóbaks pakki eða öl !  Hægt er að segja þessu upp aftur með einu símtali ef aðstæður manna breytast.

Eyðblöð vegna þessa má nálgast á safninu eða óska eftir að fá send. Það væri safninu ómetanleg aðstoð að ykkar klúbbur eða einhverjir úr ykkar röðum sæjju sér fært að styðja safnið á þennan hátt. Safnið er byggt upp með frjálsum framlögum og gríðarmikilli sjálfboðavinnu, og viljum við þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn, þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar og verður ekki hægt án ykkar. Stöndum saman um þessa menningarlegu arfleifð okkar !  Frjálsum framlögum má einnig koma til skila á reiknings númer 0162-26-10026 kt. 601207-2060.

Safnið er hið glæsilegasta og hýsir mörg einstök hjól en reglulega er skipt um sýningargripi og stefnt að því að hafa safnið allt eins lifandi og hægt er. Og skorum við á ykkur sem ekki hafa komið enn að koma og skoða því sjón er sögu ríkari.

Með kveðju og þökk
Fyrir hönd Mótorhjólasafns Íslands
Ólafur Sveinsson

Monday, 18 June 2012 21:57

Gaflara-peysur

Ágætu félagar

Til er á lager hjá klúbbnum renndar HETTUPEYSUR  sem kosta kr. 9.500,-

Merkt á baki með Gaflara-merki - 2.stk  Large

Merkt á baki með Gaflara-SKRAUT-merki - 2 stk.  Large

Merkt á baki með Gaflara-merki - 1 stk. Extra Large

Merkt á baki með Gaflara-SKRAUT-merki - 1 stk. Extra Large

HÆGT AÐ SENDA TÖLVUPÓST á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að panta.

Væntanlegar á næstunni Háskólabolir í stærðum Large og Extra Large.

 

Thursday, 14 June 2012 16:23

Gaflarar styrkja Ljósið

Sjá meðfylgjandi frétt í Fjarðarpóstinum í dag 14 júní vegna heimsóknar Gaflara til Ljóssins ( á bls. 8 )

http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2012-24-skjar.pdf

Sjá einnig word skjal hér: Heimsykn_til_Ljyssins.docx
Monday, 11 June 2012 08:10

Þriðjudagsrúntar

Minnum á þriðjudagsrúntana. Á stöðinni kl. 19:00

Wednesday, 06 June 2012 20:20

Hjólað í USA

Nú í dag, 6/6/12, fór einn félagi okkar, Hrafnkell Marinósson, ásamt eiginkonu sinni til USA að hjóla í um 3 vikur.

Við eigum von á að fá einhverjar fréttir og myndir af ferðinni inn á spjallið eða í fréttirnar.

Óskum við þeim góðs gengis í henni stóru Ameríku.

Tuesday, 22 May 2012 23:07

Ljósið

Ágætu Gaflarar. 

Þriðjudaginn 29 maí ætlum við að hittast á Stöðinni kl. 19:00 og hjóla inn á Langholtsveg og heimsækja Ljósið,  endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.  Tekið verður á móti okkur með grilluðum pylsum.

Ætlum við að færa Ljósinu peningagjöf til styrktar starfi þeirra.  Nokkrir félagar hafa nú þegar stutt þetta framtak okkar með framlögum.

Þeir félagar sem vilja taka þátt í þessu með okkur og styrkja félagið geta lagt inn á bankareikning nr. 0544-04-761151, kt. 520407-1380.

Margt smátt gerir eitt stórt.   

Stjórnin

Saturday, 28 April 2012 15:15

Frá Smurdegi

Smurdagur Gaflara var haldinn fyrr í dag ( laugardaginn 28 apríl 2012).  Mjög góð mæting var þrátt fyrir rigningu.

Margir komu á hjólum.  Minna var skipt um olíu en oftast áður en menn tóiku vel til matar síns og smurðu grill-kjötið með olíu sósu.

Ekki var farið í hjólatúrinn sem áætlaður var vegna mikillar úrkomu.

Sjá myndir í myndasafninu.

Monday, 23 April 2012 09:57

Júlli Bess í USA

Skoðið myndir frá Júlla Bess í Myndasafninu. Allt er STÓRT í USA.

http://gaflarar.com/index.php/myndasafn/julli-bess-i-usa

 

Wednesday, 04 April 2012 12:18

Hálfhringur 2012

Hringferðin 2012 er á dagskrá 15-17 júní n.k.  Enn eru nokkur pláss í rúm laus.

Þeir félagar sem hafa hug á að koma í ferðina þurfa að bóka sig sem allra fyrst því við þurfum að staðfesta fljótlega þessi gistirými sem við eigum frátekin. Við þurfum að skila auðum rúmum fyrir 20 apríl.

Kveðja

Stjórnin

 

p.s. minni þá sem eiga eftir að greiða ferðagjaldið að gera það sem allra fyrst, kr. 20.000,- á reikning 0544-05-421073, kt. 520407-1380.

Saturday, 31 March 2012 12:24

Heiðursfélagi nr. 3

Ágætu félagar,  Júlíus Bess varð sjötugur núna 11 mars s.l. og í tilefni af því heimsóttum við nokkrir félagar hann og afhentum honum skjal til staðfestingar á því að hann er orðinn "Heiðurs Gaflari".  Til hamingju Júlli.

Stjórnin