Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1
  • 2

TOPIC: Vefsíðan - viðhorf félaganna ?

Vefsíðan - viðhorf félaganna ? 9 years 7 months ago #4281

Sælir félagar.
Ég er nú á því að við eigum að halda úti heimasíðu það er svona persónulegra að skrifa hér
heldur en á helv...fésið.Fésið er án gríns ágætur miðill en kemur ekki í staðin fyrir heimasíður að mínu mati.
Þeir sem hafa verið að skrifa hérna á síðuna okkar eiga þakkir skilið fyrir "þolinmæðina"en það tekur tíma að skrifa.....logga sig inn ofl.
Ég er þeirrar skoðunnar að þær greinar sem hafa verið settar hér inn séu mjög fjölbreittar og gaman að lesa þær.Það mættu fleiri sem fara inná síðuna okkar og lesa setja smá komment eða bara skrifa eitthvað lítið svona bara til að sína lit....Það mætti byrja veturinn á því að menn segi frá hvað þeir ætli að gera í hjólamálum,breyta eða bara bóna.

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Vefsíðan - viðhorf félaganna ? 9 years 7 months ago #4280

Sumir segja að heimasíður séu börn síns tíma og nútíminn sé Fésið, alls ekki sammála, því skoða verður mismun þessara miðla og hverjir í raun eiga efnið sem sett er inná hvorn miðil fyrir sig. Það er eins og flestir vita léttara að setja umsagnir og annað inná Fésið,en tímalega er það mjög lítill munur, allavega í skrifum. Það væri mikill missir af heimasíðu Gaflara. Hvað efni á síðunni varðar, þá er það staðreynd að það verður stundum leiðigjarnt að sjá sömu myndir af sömu hjólunum og sömu mönnum, en við erum fámenn þjóð og svona er þetta bara. En önnur skrif, það væri miklu meira af öðru efni á síðunni ef félagsmenn settu niður nokkrar línur öðru hverju. En ef við horfum á þetta sem t.d. eins og mótorhjólablöð þá eru það oftast sömu mennirnir að skrifa. En í sömu blöðum eru fullt af skrifum frá áskrifendum sem segja álit sitt á þessum greinum og þannig fá þessir höfundar tilfinningu fyrir því hvað mest er gaman að lesa. En ef engin segir neitt þá hlýtur þetta allt að vera gott, engin viðhorf engar breytingar ekki rétt. Ég þakka Gulla sem og öðrum fyrir alla hans vinnu við að halda þessari heimasíðu gangandi. Koma svo félagar látum í okkar heyra. :) :) :)
The administrator has disabled public write access.

Vefsíðan - viðhorf félaganna ? 9 years 7 months ago #4279

Ágætu félagar
Nú langar okkur í stjórninni að kanna viðhorf ykkar til heimasíðunnar okkar.
Eigum við að halda áfram með síðuna ?
Hvað finnst ykkur um efnið sem birst hefur þar undanfarin misseri ?
Eigum við að reyna að halda áfram með svipað efni ?
Er eitthvað annað sem þið viljið sjá á síðunni ?
Endilega komið með ábendingar um efni sem birta mætti á síðunni og eins segja okkur hvað ykkur finnst um það sem birst hefur undanfarið.
Það hefur verið frekar dauft yfir spjallinu mjög lengi.
Nú er um að gera að láta í ykkur heyra.

Kveðja
stjórn og höfundar efnis
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
  • 2
Time to create page: 0.111 seconds